Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is
veisluþjónusta hinna vandlátu
Kokkurinn hjálpar þér að halda
hina fullkomnu veislu
Árshátíðir
Brúðkaup
Erfidrykkjur
Fermingar
Fundir
Kynningar
Þema
kokkurinn.is
Ferskur fiskur öll
hádegi í Víkinni
Á Krúsku færðu:
heilsusamlegan mat,
kjúklingarétti, grænmetisrétti,
fersk salöt, heilsudrykki,
súkkulaðiköku,
gæðakaffi frá
Kaffitár og
fallega
stemningu.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI
Næring fyrir líkama og sál
Varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins,
Óli Kárason, birtir
þann 8. ágúst grein í
Morgunblaðinu sem
ég fæ ekki betur séð
en að boði algjörlega
nýja stefnu
Sjálfstæðisflokksins,
gagnstæða því sem
flokkurinn hefur
hingað til viljað
standa fyrir. Nú á að hefta við-
skiptafrelsi og auka ráðstjórn.
Hann velur sér lífeyrissjóði
landsmanna að skotmarki til að
styðja þessa stefnubreytingu.
Fyrst kvartar hann þó undan því
að ríkisstjórnin hefti sjóðina með
gjaldeyrishöftum þannig að þeir
neyðist til að fjárfesta í skulda-
bréfum ríkisins fremur en erlend-
um verðbréfum. Útaf fyrir sig er
sú gagnrýni réttmæt en svo fer
áttavitinn eitthvað að ruglast hjá
varaþingmanninum.
Hann segir: „Lífeyrissjóðirnir
eru farnir að taka afgerandi þátt í
fyrirtækjarekstri í meira mæli en
áður hefur þekkst.“ Síðan finnur
hann þessu margt til foráttu, ekki
síst að lífeyrissjóðirnir skuli eiga
meirihlutann í Framtakssjóði Ís-
lands sem síðan á hlut í nokkrum
fyrirtækjum.
Allur sá málflutningur ber þess
merki að höfundurinn hafi ekki
kynnt sé málin. Hann er greini-
lega ókunnur aðkomu lífeyrissjóða
bæði að fyrirtækjum og að Fram-
takssjóði Íslands. Um þetta hef ég
m.a. eftirfarandi athugasemdir:
Lífeyrissjóðirnir taka þann þátt
í rekstri fyrirtækja að eiga hlutafé
í nokkrum þeirra. Langoftast er
um að ræða lága eignaprósentu,
sem ekki fylgir stjórnarseta eða
réttur til hennar. Í undantekning-
artilvikum er eignin það stór að
kalli á setu í stjórn. Önnur er
þátttakan ekki.
Í kjölfar bankahrunsins haustið
2008 var ákaft kallað eftir að líf-
eyrissjóðirnir legðu til fjármagn
til uppbyggingar í at-
vinnulífinu. Er það
skoðun varaþing-
mannsins nú að það
eigi þeir ekki að
gera?
Lífeyrissjóðirnir og
Framtakssjóður Ís-
lands kaupa hlutafé í
fyrirtækjum. Þeir
leggja þeim ekki til
rekstrarfé. Þeir kaupa
rekstrarhæf fyrirtæki,
sem þýðir að þeir
kaupa ekki fyrirtæki
eða hlut í þeim ef fyrirtækin eru
um of skuldsett.
Framtakssjóður Íslands er sett-
ur á stofn til skamms tíma. Um
hann segir í grein á vef Lífeyr-
issjóðs verzlunarmanna: „Fram-
takssjóður Íslands er því mynd-
aður við þessar erfiðu aðstæður af
brýnni nauðsyn til að endurreisa
íslenskt atvinnulíf, að blása á ný
lífi í hlutabréfamarkað í landinu
og tryggja heilbrigða stjórn-
unarhætti í atvinnulífinu.“ Að til-
teknum tíma liðnum hefur Fram-
takssjóðurinn gegnt þessu
hlutverki og selur hlutabréf sín –
á markaði. Sannarlega er vand-
lifað á Íslandi ef fyrst er krafist
fjárfestingar í atvinnulífinu, en
hún síðan fordæmd þegar af henni
verður!
Varaþingmaðurinn segir að
hrun fjármálakerfisins hafi
„… endurnýjað og aukið völd gam-
allar valdastéttar í íslensku við-
skiptalífi. Valdastéttar sem sýslar
ekki með eigin fjármuni heldur
með sparifé (ævisparnað) al-
mennra launamanna.“
Af samhenginu má ráða að
þarna eigi hann við stjórnendur
lífeyrissjóðanna, en ekki eru þeir
nánar skilgreindir né útskýrt á
hvaða hátt þeir geti talist vera
valdastétt. Enn síður er ljóst af
greininni hvernig það má vera að
völd þeirra hafi endurnýjast. Í því
hlýtur að felast að einhvern tíma
áður hafi þeir verið valdastétt.
Mér er bara ekki kunnugt um að
slík valdastétt hafi verið í landinu,
hef þó heyrt um þær nokkrar.
Hverjir sýsla með annarra fjár-
muni? Ætli það séu ekki aðallega
þrír hópar. Jú, stjórnendur lífeyr-
issjóðanna sýsla með fjármuni
sjóðfélaga, rétt er það, og um þá
sýslan gilda ítarlegustu reglur
sem um nokkra fjársýslan í land-
inu gilda og harðasta eftirlit sem
hér tíðkast. Síðan eru það stjórn-
málamenn sem taka skattfé af
okkur og taka lán út á framtíð-
arskattlagningu landsmanna og
ráðstafa því, hvernig? Jú, ef
marka má fyrri málflutning helstu
forystumanna og hugmyndafræð-
inga Sjálfstæðisflokksins hafa þeir
farið illa með það fé landsmanna
sem þeim hefur verið falið. Loks
eru það bankamenn og í stöku til-
vikum stjórnendur almennings-
hlutafélaga. Hvernig hafa þeir
reynst? Voru það ekki einmitt þeir
sem töpuðu öllu og voru samt eftir
það með þúsunda milljarða kröfur
á baki íslenska þjóðarbúsins og
heil Rannsóknarskýrsla Alþingis
var skrifuð um? Tjón lífeyrissjóð-
anna af hruninu reyndist vera um
20%. Hverjir hafa staðið sig best
og hverjir verst í að fara með ann-
arra fé?
Óli sér ofsjónum yfir að lífeyr-
issjóðir geti átt allt að 15% hlut í
einu fyrirtæki og boðar að Sjálf-
stæðisflokkurinn leggi fram frum-
varp á Alþingi um að lækka þetta
hlutfall í 5%. Ef 15% er of hátt
hlutfall verður að fá svör við
nokkrum spurningum.
Hverjum ryðja lífeyrissjóðirnir
frá í sínum hlutabréfakaupum?
Hafa þeir rutt einhverjum frá?
Hvernig á að fjármagna endur-
reisn atvinnulífsins á Íslandi ef líf-
eyrissjóðunum verður ekki heimilt
að taka þátt í því verkefni nema
að litlu marki?
Hvers vegna ættu lífeyrissjóð-
irnir fremur en aðrir að vera úti-
lokaðir frá fjárfestingum í fyr-
irtækjum? Hvar er nú hið
marglofaða frelsi til athafna?
Hvert á athafnamaðurinn að
leita eftir fjármögnun fyrirtækis
síns?
Staðreyndin er sú að lífeyr-
issjóðirnir í landinu eiga samstarf
við innlenda og erlenda ein-
staklinga og félög varðandi fjár-
mögnun margra hlutafélaga með
hlutabréfaeign. Má þar nefna fyr-
irtæki eins og Össur, Marel,
Haga, Eimskip, HS Orku og Sjóvá
sem dæmi.
Staðreyndin er einnig sú að
hvern dag knýja athafnamenn
dyra hjá einhverjum lífeyrissjóð-
anna og óska eftir samstarfi sem
felst í að sjóðirnir leggi til hlutafé.
Á að vísa þeim á brott eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
forystu um að sveigja íslenskt við-
skiptaumhverfi í átt til einhvers
konar sovétskipulags í aust-
urþýskum anda fyrir frumkvæði
Óla Kárasonar?
Á ég að trúa því að varaþing-
maðurinn tali fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins þegar hann boðar
aukin höft á viðskiptafrelsi og
auknar takmarkanir á athafna-
frelsi frumkvöðla, athafnamanna
og gróinna fyrirtækja með því að
takmarka aðgang þeirra að fjár-
mögnun? Njáll hefði látið segja
sér slíkt þremur sinnum! Ég hefði
haldið að nóg væri nú þegar að
gert undir forystu núverandi rík-
isstjórnar.
Viðhorf af þessu tagi eiga ekk-
ert erindi inn á Alþingi.
Varaþingmaður á rangri leið
Eftir Þórhall
Jósepsson » Talar varaþingmað-
urinn fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn þegar
hann boðar höft á við-
skiptafrelsi og takmark-
anir á athafnafrelsi
frumkvöðla og athafna-
manna með því að hefta
aðgang þeirra að fjár-
mögnun?Þórhallur Jósepsson
Höfundur er starfsmaður Lífeyr-
issjóðs verzlunarmanna.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.