Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold VIÐ ERUM ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS AFP Tveir slökkviliðsmenn hafa látist í baráttunni við skóg- arelda sem geisa skammt frá Benidorm á Spáni, hér berjast menn við elda í grennd við Alicante. Veturinn var sá þurrasti á Spáni í áratugi. Á Kanaríeyjum geisa enn skógareldar á eynni Gomera, alls hafa um 3.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunum. Miklir skógareldar á Spáni Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hörð gagnrýni á norsku lögregluna kemur fram í nýrri skýrslu 10 manna, óháðrar sérfræðinganefndar sem ríkisstjórnin skipaði til að rann- saka hryðjuverkin 22. júlí í fyrra, að sögn Aftenposten. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjutilræði Anders Behring Breiviks á stjórn- arbyggingar í Ósló, segir í skýrsl- unni. Alls létu 77 lífið í árásum Brei- viks í Ósló og Útey. Lögregluyfirvöld í Noregi hefðu getað gripið mun fyrr inn en gert var og brugðust því fólkinu sem var statt í Útey þann 22. júlí í fyrra, segir í skýrslunni. Stjórnvöldum er hins vegar hrósað fyrir góða upplýsinga- gjöf til þjóðarinnar eftir atburðina. Norska öryggislögreglan, PST, er harðlega gagnrýnd. En nefndin sem vann skýrsluna tekur hins vegar fram að hún hafi samt engar for- sendur til þess að segja að PST hefði beinlínis getað hindrað árásirnar. Nefndin leggur fram ýmsar tillög- ur til úrbóta, m.a. að gert verði refsi- vert að fá þjálfun í hryðjuverkum, einstaklingum verði bannað að eiga hálfsjálfvirk skotvopn og eftirlit með vopnum og hættulegum efnasam- böndum verði hert. Lögregla gagnrýnd  Norsk rannsóknarnefnd vill herða eftirlit með vopnum Fái betri upplýsingar » Nefndin vill að farið verði yf- ir reglur um þagnarskyldu í heilbrigðiskerfinu. Tryggja verði að lögregla og aðstand- endur fái nægilegar upplýs- ingar þegar neyðarástand skapast. » Nefndin segir að aðhlynning sem fórnarlömbin fengu hjá björgunar- og heilbrigðistarfs- fólki hafi verið með ágætum. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Umskipti virðast hafa orðið í valda- baráttu hersins og Mohammeds Mursis, forseta Egyptalands. Forset- inn sendi um helgina varnarmálaráð- herra landsins, Hussein Tantawi, og fleiri háttsetta menn á eftirlaun, aðra færði hann til. Einnig felldi Mursi úr gildi tilskipanir sem herforingjaráðið lögfesti skömmu fyrir forsetakjörið í sumar en þar var vald forsetans gert nánast að engu. Allt benti til þess í gær að herinn myndi sætta sig við aðgerðir Mursis. Fréttaskýrendur segja margt óljóst við málið. Bent er á að arftakar Tan- tawis og næstráðanda hans séu einnig liðsmenn herforingjaráðsins. Að sögn New York Times fullyrti háttsettur hershöfðingi að breytingarnar hefðu verið gerðar eftir „skoðanaskipti“ milli herforingjanna og forsetans. Valdamestur eftir Mubarak Mursi segir að um sé að ræða nauð- synlega endurnýjun er ekki hafi beinst gegn „einstaklingum eða stofn- unum“. Tantawi, sem er 76 ára, fær nafn- bótina ráðgjafi forseta. Mursi var for- setaefni Bræðralags múslíma, sem hefur meirihluta á þingi ásamt öðrum íslamístaflokki. Liðsmenn Bræðra- lagsins fagna frumkvæði forsetans og stjórnarmálgagnið Al-Ahram sagði að um „byltingarkennda“ ákvörðun væri að ræða. En aðrir óttast einræði íslamista. Tantawi varð í raun valdamesti maður landsins eftir fall Hosni Mub- araks, fyrrverandi forseta, í fyrra. Tantawi var varnarmálaráðherra í 20 ár í forsetatíð Mubaraks. Mursi forseti treystir völd sín  Egypski herinn virðist sætta sig við aðgerðirnar AFP Ánægja Þúsundir manna fögnuðu ákvörðun Mursis á Tahrir-torgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.