Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar Bjóðum öflugar og endingargóðar vélar frá Electrolux og Primus. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og við aðstoðum þig við að finna hagkvæmustu lausnina. ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, STRAU- OG BROTVÉLAR Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Ég hef haft kynni af svo mörgum skemmtilegum tónlistarmönnum í gegnum tíðina sem hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á mig í tónlist- inni. Mér datt svo í hug að það gæti verið gaman að gera eitthvað með þessum hetjum mínum opinber- lega,“ segir Ívar Pétur Kjartansson, tónlistarmaður og plötusnúður. Þriðjudagskvöld á Kaffibarnum nú í ágústmánuði kallast Ívar undir áhrifum en þar fær Ívar til liðs við sig nokkrar af „hetjunum“ sínum úr tónlistarheiminum. Ívar hefur í fimm ár þeytt skífum á aðal- skemmtistöðum borgarinnar og spil- að með hljómsveitum og tónlist- armönnum á borð við FM Belfast, Benna Hemm Hemm og Good Moon Deer. Mæting verið góð „Það er gaman að geta þakkað op- inberlega fyrir sig og fá þá sem hafa haft áhrif á mann frá unglingsárum til að vinna með sér. Þetta fólk hefur haft áhrif á mig og suma myndi ég hreinlega kalla lærifeður eins og Curver Thoroddsen. Í síðustu viku var Sigtryggur Baldursson með mér á Kaffibarnum en ekki síst þar sem að ég er sjálfur trommuleikari hefur hann haft mikil áhrif á mig. Sig- tryggur er að mínu mati einn færasti trommuleikari í heiminum.“ Mæting var góð síðasta þriðjudag og greini- lega mikill áhugi fyrir samstarfi Ív- ars og Sigtryggs. Örvar Smárason, einn af stofn- endum hljómsveitarinnar Múm er sá sem Ívar fær til sín í kvöld. Örvar mun bæði tína til tónlist sem hefur haft áhrif á Múm og svo tónlist sem hann er að hlusta á í dag. Múm er sú hljómsveit sem fleytti Ívari í gegn- um menntaskólann, að hans sögn. Þá mun Ghostigital slást í för með Ívari 21. ágúst. „Nei, ég hef ekki unnið með þessu fólki á þennan hátt áður og gaman að fá svona jákvæð viðbrögð við þessari hugmynd. Svo er ferða- mannastraumur það mikill að það hefur verið ótrúlega gaman að spila á sumrin á virkum dögum á Kaffi- barnum. Erlendir ferðamenn eru í stuði hvort sem það er þriðjudags- eða miðvikudagskvöld, það skiptir þá engu máli. Ég myndi segja að það hafi yfirleitt verið fleiri erlendir ferðamenn á þessum uppákomum nema kannski að síðast hafi um það bil jafn margir Íslendingar og út- lendingar mætt.“ Kvöldin hans Ívars hefjast klukk- an 22 og standa þar til Kaffibarnum er lokað eða til klukkan 01.00. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kvöldið Ívar Pétur spilar með Örvari Þóreyjar- Smárasyni í kvöld. Goðin hans Ívars  Ívar Pétur Kjartansson þeytir skífum með helstu áhrifavöldum sínum Danshópurinn Shalala, leiddur af Ernu Ómarsdóttur, dansara og danshöfundi, kom fram á Fen- eyjatvíæringnum í danslistum sem fram fór í júní sl. Tvíæringurinn er með virtari danshátíðum sem haldnar eru í Evrópu og steig margur heimskunnur danshóp- urinn og dansarinn á svið í ár, líkt og hin fyrri. Má þar nefna Ultima vez og ballerínuna Sylviu Guillem. Erna og félagar hennar í Shalala voru í Feneyjum í viku við æfingar og sýningar á verkinu Við sáum skrímsli. Þá sýndi hópurinn verkið Teach us to outgrow our madness í Suður-Frakklandi fyrir rúmri viku og mun sýna það víða um Evrópu í haust. Viðtal við Evrópu vegna tvíæringsins má finna á vefnum YouTube með því að slá inn í leit- arglugga: „Dance Biennale 2012 - Erna Ómarsdóttir (interview)“. Farsæl Erna Ómarsdóttir. Shalala á Feneyja- danstvíæringnum Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Ýmislegt er í bígerð um þessar mundir hjá félögum Vesturports. Nú er verið að setja upp leiksýninguna Bastard í Malmö og í haust verður hún sýnd í Kaup- mannahöfn. Í kjölfarið á því verður sýningin sett upp með ís- lenskum leik- urum í Borgar- leikhúsinu. Leiksýningin Faust verður sett upp í New York í desember á listahátíðinni BAM og Hamskiptin verða sýnd í London í janúar í Lyric leikhúsinu. Við það má bæta að tvær sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir eru væntanlegar frá leikhópnum. Afsanna eða sanna Íslendingasögurnar „Þetta eru völd atriði úr Íslend- ingasögunum,“ segir Rakel Garð- arsdóttir um sjónvarpsþætti sem hún vinnur nú að við að framleiða ásamt Ágústu Ólafsdóttur. „Það eru í raun tíu ár síðan fornleifafræðing- urinn og handritahöfundurinn Vala Garðarsdóttir byrjaði að vinna við verkefnið, en hún kom með það til okkar í Vesturporti fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá unnu hún og Björn Hlynur Haraldsson handritið saman. Hann byrjaði svo að leik- stýra þáttunum og við erum búin að vera að taka í allt sumar,“ segir Rakel. Þættirnir eru sex talsins og eru bæði leiknir þættir og fræðsluþættir í senn að sögn Rakelar. „Í þáttunum reynum við að kom- ast að því hvort Íslendingasögurnar séu sannar eða ekki,“ segir Rakel. Ríkissjónvarpið hefur keypt sýning- arrétt á þáttunum segir Rakel og „vonandi verður fyrsti þátturinn sýndur milli jóla og nýárs“. Þar að auki hafa Norðurlöndin og Norður- Ameríka keypt sýningarrétt á þátt- unum að sögn Rakelar. „Við viljum koma þáttunum að sem víðast. Það er einnig markmið hjá okkur að þeir verði nýttir í skólakerfinu í fram- tíðinni,“ segir Rakel. Mæður í fangelsi Nína Dögg Filippusdóttir vinnur einnig að gerð sjónvarpsþátta, ásamt Unni Ösp Stefánsdóttur. „Þetta er sjónvarpsþáttasería sem Unnur Ösp og ég erum búnar að vera vinna að mjög lengi. Hún fjallar um konur í fangelsi en við erum ennþá að vinna í handritinu,“ segir Nína Dögg. Framleiðslufyrirtækið Mystery kemur að gerð þáttanna en að sögn Nínu Daggar eru þeir vænt- anlegir í sjónvarpið um haustið á næsta ári. Nína Dögg segir kveikj- una að þáttunum hafa verið grein sem birtist í blaðinu Ísafold sem fjallaði um mæður í fangelsi en um þær mundir voru Unnur Ösp og Nína nýbúnar að eignast sín fyrstu börn. „Í kjölfarið að því fórum við að hugsa hvað þetta eru magnaðar að- stæður. Við hringdum í fangelsið og fengum að koma í heimsókn og spjölluðum við mæður þar. Út frá því kviknaði þessi hugmynd að vekja athygli á málefninu sem er ennþá mikið tabú og falinn heimur. Það eru mæður í öllum kringumstæðum,“ segir Rakel. Vesturport er einnig með kvik- mynd í bígerð en Gísli Örn Garð- arsson, Nína Dögg og Rakel gátu lít- ið sagt um hana að svo stöddu. Nína Dögg mun fara með aðalhlutverkið í þeirri mynd að sögn Gísla. Rakel bætir við að þjóðin geti beðið spennt eftir myndinni. „Þetta verður alveg svakalegt.“ Vesturport með marga bolta á lofti  Sjónvarpsþættir, kvikmynd og leiksýningar erlendis Ljósmynd/Grímur Bjarnason Vesturport Nína Dögg Filippusdóttir lék í Faust sem Vesturport setti á svið í Borgarleikhúsinu 2010 og fer nú með til New York í desember. Rakel Garðarsdóttir Kvikmyndin Oblivion, sú sem tekin var að hluta hér á landi í sumar og skartar Hollywood-stjörnunni Tom Cruise, verður frumsýnd viku fyrr en áætlað var, 12. apríl á næsta ári og þá eingöngu í IMAX-kvikmynda- húsum. Framleiðandi myndarinnar, Universal Pictures, og IMAX- fyrirtækið sendu frá sér tilkynn- ingu þessa efnis í gær. Myndin verður heimsfrumsýnd viku síðar, 19. apríl. Í Oblivion segir af Jack nokkrum Harper sem hefur þann starfa að gera við fjarstýrðar flaug- ar og er hann einn fárra sem sinna því starfi á jörðinni því hún hefur meira eða minna verið lögð í eyði af manna völdum. Harper bjargar ókunnri þokkagyðju sem brotlent hefur geimfari sínu og hrindir sú björgun af stað atburðarás mikilli og Harper þarf að bjarga mannkyni öllu, að því er fram kemur á vefnum IGN. Oblivion frumsýnd viku fyrr í IMAX Framtíðartryllir Tom Cruise leikur Jack Harper í kvikmyndinni Oblivion. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.