Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Skráðu bílinn þinn frítt inn á diesel.is Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 þegar þú ætlar að selja bílinn Því var haldið fram af oddvitumríkisstjórnarflokkanna, rétt eins og þjóðin væri bæði illa upp- lýst og heimsk, að umsókn um að fá að ganga í ESB væri alls ekki umsókn um að fá að ganga í ESB.    Þótt Brussel-menn bæðu ríkisstjórnina op- inberlega að láta ekki eins og samn- ingaviðræður færu fram um aðlögun landsins að Evrópu- sambandinu, var leikarskapnum haldið áfram.    Bröltið gengi víst út á að „sjáhvað væri í pakkanum“.    Á daginn kom að það varsprengja í pakkanum og hún reyndar þegar sprungin og evran, stóra glæsta gulrótin, þarfnaðist nú sífelldra björgunaraðgerða og áfallahjálpar nær annan hvern dag.    Þjóðirnar, sem tóku hana upp,engdust hver af annarri í efnahagslegum ömurleika og tjóni.    Jóhanna Sigurðardóttir líktisamstarfsfólki sínu í stjórn- armeirihluta við villiketti sem vandi væri að „smala.“    Nú segir hún það sama fólkvera í „panik“.    Og hún bætir því við að það sémeð öllu óþarft að ræða við það um þau stórmál sem tveir ráð- herrar, a.m.k. vilja fá að ræða.    Er hægt að nota orðið samstarfum þessa umgengni? Jóhanna Sigurðardóttir Smalar taugaveikl- uðum villiköttum STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað Vestmannaeyjar 13 léttskýjað Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 12 þoka Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 18 léttskýjað Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 23 skýjað Brussel 23 léttskýjað Dublin 21 léttskýjað Glasgow 20 skýjað London 20 léttskýjað París 23 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 28 þrumuveður Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 27 léttskýjað Chicago 18 skúrir Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:18 21:48 ÍSAFJÖRÐUR 5:09 22:07 SIGLUFJÖRÐUR 4:51 21:50 DJÚPIVOGUR 4:44 21:21 Hrefnuveiðimenn hafa annað eft- irspurn í sumar og tryggt nægi- legt framboð af hrefnu. Hrefnu- veiði hefur gengið vel og 29 dýr veiðst síðan 30. apríl en heild- arkvótinn er 216 dýr. Hrefnuveiðibátarnir Hrafnreyð- ur KÓ og Hafsteinn SK hafa verið á hrefnuveiðum í sumar. Gunnar Bergmann Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hrafnreyðar ehf. sem gerir út hrefnuveiðibátinn Hrafnreyði KÓ, segir að ekkert hafi verið farið út til veiða síðan í vikunni fyrir verslunarmanna- helgi, fyrst og fremst vegna veð- urs en einnig vegna þess að eft- irspurnin ráði för. Hins vegar standi til að fara út í vikunni. Hrefnan vinsæl á grillið Gunnar Bergmann segir að hrefnurnar hafi einkum veiðst í Faxaflóanum en líka í Breiðafirði og fyrir sunnan land. Hrefnukjöt sé vinsæll grillmatur og veiðin taki mið af eftirspurninni á grill- tímanum enda fari allt kjötið á innanlandsmarkað. Grilltímabil sumarsins hafi náð hámarki og því sé eðlilegt að fara rólega í veiðina. Hrefna eða hrafnreyður er sjö til 11 metrar á lengd og fimm til 10 tonn að þyngd. Hrefnurnar sem veiðst hafa verið frá tæplega 600 kg upp í liðlega átta tonn að þyngd. Veiðitímabilinu lýkur 30. októ- ber, en Gunnar Bergmann áréttar að aðeins sé farið út í góðu veðri og þegar það henti þeim. steinthor@mbl.is 29 hrefnur eru komnar á land Hrefnukjöt Það hentar vel í steikur. Íslendingar eru enn í 5. sæti í sínum riðli á ól- ympíumótinu í brids þegar þremur umferð- um er lokið af 15 í riðlakeppninni mótsins, sem fer fram í Lille í Frakklandi. Keppt er í fjórum riðlum í opnum flokki mótsins og fara fjórar efstu sveitirnar áfram í úrslit úr hverjum riðli. Tveir sigrar og eitt tap Íslenska liðið tapaði fyrsta leik gærdagsins fyrir Grikkjum, 1:25 en vann síðan Tyrki, 22:8, og Vene- súela, 25:3. Íslenska liðið er nú með 213 stig í 5. sæti í riðlunum en Kín- verjar eru með 218 stig, Norðmenn 220 stig, Ísrael 247 stig og Mónakó 257 stig. Tyrkir eru fast á hæla Ís- lendingum með 212 stig í 6. sæti. Íslendingar spila á dag við Bot- svana, Noreg og Mónakó og þurfa því að halda vel á spöðunum eigi þeim að takast að ná í úrslitin. Lið Mónakó, sem er skipað atvinnu- mönnum frá Noregi, Ítalíu, Frakk- landi og Sviss, vann Evrópumótið í brids í júní og er til alls líklegt á ól- ympíumótinu. gummi@mbl.is Ísland enn í 5. sæti á ÓL í brids

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.