Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 www.falkinn.is ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Háar í mittið - 3 síddir Eigum enn góðar buxur á útsölunni Str. 34 - 56 á 3.900 kr. Str. 34 - 52 Laugavegi 63 • S: 551 4422 LÍÐUR AÐ ÚTSÖLULOKUM 50%-70% AFSLÁTTUR SUMARKÁPUR – SPARIDRESS GALLAFATNAÐUR – BOLIR OG M.FL. Þráinn aðstoðaði fjallagarpa Föðurnafn annars aðstoðarmanns fjallgöngugarpanna sem klifu Hraundranga í Öxnadal sumarið 1956 var leiðrétt hér í blaðinu fyrir helgi. Af því tilefni kom í ljós að þriðji aðstoðarmaðurinn var með í för þennan ævintýradag, Þráinn Karlsson, sem síðar varð einn ást- sælasti leikari þessarar þjóðar. ÁRÉTTING Sautján ökumenn voru teknir fyr- ir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi og einn í Garðabæ og Hafnarfirði. Fimm voru teknir á laugardag, ellefu á sunnudag og einn aðfara- nótt mánudags. Þetta voru þrettán karlar á aldrinum 21-65 ára og fjórar kon- ur, 18-35 ára. Tveir þessara öku- manna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðl- ast ökuréttindi. Tveir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi Samkvæmt ársreikningi Hreyfing- arinnar 2011 var flokkurinn rekinn með hagnaði það árið. Rekstrar- tekjur Hreyfingarinnar á árinu 2011 voru 688.578 kr. og rekstrargjöld 109.683 kr. Rekstrarafkoma ársins var því 583.579 kr. og handbært fé í árslok var 788.818 kr. Mikið af styrkjum Hreyfingarinn- ar kemur frá þingmönnum flokksins, en að sögn Margrétar Tryggvadótt- ur, þingmanni Hreyfingarinnar, ber þingmönnum Hreyfingarinnar engin skylda til þess að greiða ákveðna upphæð til flokks- ins. „Við höfum haft það þannig að félag þinghóps Hreyfingarinnar hefur styrkt Hreyfinguna um ákveðna upphæð á hverju ári. Svo er okkur sem ein- staklingum al- gjörlega frjálst hvort við styrkjum flokkinn eða ekki,“ segir Margrét. pfe@mbl.is Hreyfingin rekin með hagnaði árið 2011 Margrét Tryggvadóttir Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Enn er óvíst skólavist um 371 í fram- haldsskólum landsins. Engu að síður hefur gengið vel að koma nemendum í skólana og þeim fækkar dag frá degi sem bíða svars. Í síðustu viku voru um 800 án skólavistar og unnið er að því hörðum höndum að leysa mál sem flestra fyrir skólasetningu í næstu viku. Samkvæmt lögum ber framhalds- skólum að tryggja öllum umsækjend- um sem eru 18 ára og yngri skólavist, en skólunum er þröngur stakkur sniðinn og staða margra þeirra þung. Alls sóttu 9.600 um framhaldsskóla- vist í vetur. „Það er búið að biðja okkur um að taka inn fleiri nemendur. Við ætlum að reyna að taka á okkur fleiri nem- endur en það er ljóst að það er mjög þrengt að skólanum,“ segir Bryndís Sigurjónsdóttir, skólameistari Borg- arholtsskóla, aðspurð hvernig innrit- anir gangi. Hún á þó von á því að inn- ritunum ljúki í þessari viku. Allir komnir inn úr 10. bekk Áhersla er lögð á að þeir fái skóla- vist sem hafa minnsta menntun og þá sérstaklega þeir sem eru yngri en 18 ára. Búið er að innrita alla þá sem komu beint úr 10. bekk, en 28 um- sækjendur á aldrinum 16-17 ára hafa enn ekki komist að. Stærstur hluti þeirra sem óvíst er um er á aldrinum 18-24 ára, eða 202 umsækjendur. 141 umsækjandi sem ekki hefur komist að er eldri en 25 ára. „Við fylltum allt í vor eins og við gátum. Það er mikil aðsókn í skólann frá eldri nemendum og við reynum eins og við getum að koma fólki inn,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdótt- ir, skólameistari FB, en stíf vinna er nú framundan hjá skólanum. Enn er óvissa um innritanir  9.600 sóttu um framhaldsskólavist Innritanir skólanna » Enn er óvíst um skólavist 371 í framhaldsskólunum. » Samkvæmt lögum ber fram- haldsskólum að tryggja öllum umsækjendum sem eru 18 ára og yngri skólavist. » Menntamálaráðuneytið tel- ur að takast muni að bjóða flestum eða öllum skólavist. Morgunblaðið/Ernir Framtíðin Nýstúdentar Kvenna- skólans í Reykjavík fyrir ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur lokið rannsókn á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa ráðist á mann í Breiðholti í júlí, haldið honum nauðugum og neytt hann til að millifæra peninga. Málið er nú komið til embættis Ríkissaksókn- ara þar sem tekin verður ákvörðun um hvort mennirnir verði ákærðir. Mennirnir tveir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir og eru þeir enn í haldi á grundvelli almannahags- muna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Frelsissvipting til ríkissaksóknara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.