Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Guðrún Katrín Þorbergsdóttirforsetafrú fæddist 14. ágúst1934 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðrún S. Bech hús- móðir og Þorbergur Þorbergsson stýrimaður. Hún var tvígift, fyrri maður henn- ar var Þórarinn B. Ólafsson læknir og eignuðust þau dæturnar Erlu myndlistarmann, fædd 1955, og Þóru kennara, fædd 1960. Árið 1974 giftist hún Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og eiga þau tvíburadæturnar Guðrúnu Tinnu viðskiptafræðing og Svanhildi Döllu, stjórnmálafræðing og lögfræðing, fæddar 1975. Guðrún Katrín útskrifaðist frá MR árið 1955. Hún bjó í Danmörku og Svíþjóð frá 1965-1972 og stundaði nám í fornleifafræði við Gautaborg- arháskóla veturinn 1971-1972 og seinna þjóðfélagsfræði við HÍ. Hún starfaði á Náttúrufræði- stofnun Íslands í átta ár og var fram- kvæmdastjóri Póstmannafélags Ís- lands árin 1979-1987 og aftur árið 1989. Hún sat í stjórn Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafns Íslands, frá 1991 til dauðadags. Þá var hún bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi í sex- tán ár samfleytt. Hún rak hannyrðaverslunina Garn Gallerí við Skólavörðustíg í Reykja- vík og vann talsvert við prjónahönn- un en uppskriftir eftir hana birtust í ýmsum blöðum og tímaritum. Guðrún Katrín tók virkan þátt í forsetakosningunum 1996 og talaði með Ólafi Ragnari á mörgum fram- boðsfundum. Hún var ávallt mjög sýnileg sem forsetafrú við ýmsa við- burði og þótti glæsilegur fulltrúi landsins. Hún náði að þræða hinn hárfína veg milli þess að standa við hlið mannsins síns og gegna sjálf- stæðu hlutverki í framboðinu. Hún lét að sér kveða eftir að hann tók við embættinu, einkum á sviði menning- ar og lista, í velferðarmálum og í bar- áttunni gegn fíkniefnum. Guðrún Katrín greindist með bráðahvítblæði í septembermánuði árið 1997 og lést í Seattle Bandaríkj- unum 12. október 1998. thorunn@mbl.is Merkir Íslendingar Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir 90 ára Dóra Þorvaldsdóttir Guðný Stefánsdóttir 85 ára Laufey Lárusdóttir Sigurður Björnsson Þorgils Eiríksson Þorvarður Örnólfsson 80 ára Alexía Margrét Gísladóttir Elín Hrefna Ólafsdóttir Guðlaug Vagnsdóttir Hólmfríður Hólmgeirsdóttir Jóna Magnúsdóttir Jónína Þorsteinsdóttir Úlfar Nathanaelsson 75 ára Guðrún Pálsdóttir Lára Ingibjörg Ágústsdóttir Margrét Pétursdóttir Svavar Símonarson 70 ára Guðríður Jóhannsdóttir Kristín Pálsdóttir Margrét Guðmundsdóttir 60 ára Edda Rósa Helgadóttir Helga Jóna Ársælsdóttir Jón Metúsalem Einarsson Lillian V. R. Óskarsdóttir Ragnar Önundarson Sigrún Andrésdóttir Stefán Björnsson Þorkell Jóhann Pálsson 50 ára Alda Björg Ármannsdóttir Bjarni Gunnar Gylfason Dagný Jónasdóttir Elísabet Magnúsdóttir Erla Björg Másdóttir Eyjólfur Þórður Þórðarson Hjörleifur Kristinsson Ingibjörg Kr. Þorsteins- dóttir María M. Aðalbjarnardóttir Sigríður Garðarsdóttir Sólveig María Jörgensen Þóra Hinriksdóttir 40 ára Aldís Baldvinsdóttir Birna Gestsdóttir Eðvarð Ingólfsson Haukur Óskarsson Hrönn Brynjarsdóttir Leo Smári Gunnarsson Piotr Pekala Rakel Heiðmarsdóttir Reinhard Valgarðsson Reynir Stefánsson Sigríður Guðmundsdóttir Sigurjón Grétarsson Sísí Bender Þórir Gunnarsson 30 ára Anna Kristín Ármannsdóttir Auðunn Bjarnason Auður Bjarnadóttir Jón Ágúst Runólfsson Kristín María Dýrfjörð Lísbet Patrisía Gísladóttir Marcin Florczyk Margrét Friðgeirsdóttir Nancy Bechtloff Nína Margrét Andersen Sigríður Helga Árnadóttir Sigurður Víðir Sigurjónsson Steinar Rafn Garðarsson Sveinbjörn Leósson Valdís María Emilsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Steinar Karl er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann býr í Reykjavík og starfar hjá Samhjálp sem umsjón- armaður Hlaðgerðarkots, meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefna- neytendur. Foreldrar Hlífar Karlsson, mjólkur- og fiskeldisfræð- ingur á Húsavík, f. 1946 og Steinunn Steinars- dóttir, f. 1951, vinnur á Sóltúni. Steinar Karl Hlífarsson 50 ára Ólafur ólst upp á Patreksfirði og er búsett- ur í Garðabæ. Hann starf- ar sem húsasmíðameist- ari og byggingastjóri. Maki Gríma E. Ársæls- dóttir, f. 1962, snyrtifr. Börn Aðalheiður Ýr, f. 1984, Halldór Kristján, f. 1988, d. 1988 og Svein- björn Þór, f. 1988, d. 1988. Víðir Hólm, f. 1993. Foreldrar Sæmundur Jón Kristjánsson, f. 1924, d. 1991 og Aðalheiður Kolbeins, ljósmóðir, f. 1924. Ólafur Sæmundsson 30 ára Halldóra er frá Akureyri og býr í Vest- mannaeyjum. Hún er lög- fræðingur að mennt og starfar sem fulltrúi sýslu- manns í Eyjum. Maki Þórður Hall- dórsson, f. 1981, pípari og bóndi. Börn Berglind Halla, f. 2002, Haukur Leo f, 2007 og Hrafn Leví, f. 2010. Foreldrar Haukur Hall- dórsson, f. 1945 og Bjarn- ey Bjarnadóttir, f. 1950, bændur á Þórsmörk. Halldóra Kristín Hauksdóttir sat í starfshópi Seðlabankans vegna undirbúnings að Neyðarlögunum, sat í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna 2009-2011 og í stjórn Framtakssjóðs Íslands 2010-2011. Ragnar hefur skrifað fjölda blaða- greina í Morgunblaðið, um fjármál, viðskipti og almenn þjóðmál. Veiðir við vatnamót Hvítár Ragnar stundar stangveiðar, golf og bridge: „Stangveiðin er nú reynd- ar mín sérfræðigrein. Ég hef auðvit- að prófað ýmsar ár um dagana en nú orðið veiði ég aðallega í Hvítá í Borg- arfirði og er orðinn býsna kunnugur vatnamótum árinnar þar sem fersk- vatnsþverárnar renna út í jök- ulvatnið. Þetta er svolítil kúnst og orðin töluverð fræði hjá mér sem ég hef gaman miðla þeim yngri. Ég get hins vegar ekki státað af golfkunnáttunni. Það eru komin um 20 ár frá því ég eignaðist fyrst golf- kylfur en ég held að ég sé alltaf sami byrjandinn í þessu góða sporti.“ En svo spilar þú bridge, er það ekki? „Jú. Ég hef verið í föstum spilahópi í 20 ár. Þetta eru einkum viðskipta- fræðingar en við spilum undir öruggri leiðsögn Helga Jóhannssonar sem var með Samvinnuferðir og síðar Sumarferðir. Svo er einn augnlæknir í hópnum sem gætir þess að við sjáum á spilin.“ Fjölskylda Eiginkona Ragnars er Áslaug Þor- geirsdóttir, f. 5.5. 1953, hússtjórn- arkennari. Hún er dóttir Þorgeirs Þórarins Þorsteinssonar, f. 26.8. 1902, d. 20.4. 1999, ráðsmanns, og Guðrúnar Davíðsdóttur, f. 6.10. 1914, d. 18.10. 1995, húsfreyju. Synir Ragnars og Áslaugar eru Þorgeir Ragnarsson, f. 15.6. 1978, sagnfræðingur, búsettur í Reykjavík en kona hans er Hrefna Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og eru börn þeirra Áslaug Lilja og Sigurjón Kári; Önundur Páll, f. 27.5. 1982, stjórnmálafræðingur og hagfræðinemi, búsettur í Reykjavík en kona hans er Una Sighvatsdóttir, blaðamaður við Morgunblaðið. Systkini Ragnars er Greta Önund- ardóttir, f. 28.10. 1948, kennari og flugfreyja, búsett í Reykjavík; Ásgeir Önundarson, f. 10.11. 1950, bókari í Reykjavík; Páll Torfi Önundarson, f. 30.3. 1955, yfirlæknir í blóðrann- sóknum við Landspítalann, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Ragnars eru Önundur Ásgeirsson, f. á Sólbakka á Flateyri 14.8. 1920, fyrrv. forstjóri Olíu- verslunar Íslands, og Eva Harne Ragnarsdóttir, f. 14.7. 1922, kennari og húsfreyja. Úr frændgarði Ragnars Önundarsonar Ole Christian Harne gestgjafi í Árhúsum í Danmörku Margrete Harne f. Nilsen, húsfr. Ásgeir Eyþórsson kaupmaður í Kórnesi og Rvík. Jensína Matthíasdóttir af Vigur- og Eyrarætt Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hrauni. Torfi Halldórsson stofnandi Stýrimannask. á Ísaf. María Össurardóttir frá Súgandaf. Ragnar Önundarson Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstj. Olíuverslunar Íslands Eva Harne Ragnarsdóttir kennari og húsfr. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur og rith. Grete Harne húsfr. Ásgeir Torfason skipstj. á Flateyri. Ragnheiður Eiríksdóttir húsfr. á Flateyri. Eiríkur Sigmundsson b. á Hrauni á Ingjaldssandi. Ragnar Ásgeirsson læknir á Ísaf. María Ragnarsdóttir hjúkrunarfr. í Rvík. Jensína Eiríksdóttir frá Hrauni Þórhallur Ásgeirsson, fyrrv. ráðuneytisstj. Vala Thoroddsen forsætisráðherrafrú Ásgeir Thoroddsen hrl. Ásgeir Ásgeirsson forseti Skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar Ragnar með dýrgrip sem hann eign- aðist eftir afa sinn og nafna. Hann lét gera upp púltið í upprunalegri mynd og gaf það forsetaembættinu á Bessastaði. Það var afhent þangað 1. desember sl. Morgunblaðið/G. Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.