Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 VIRTU AL SHOW - ROOM www.k ahrs.co m KRONOTEX PLANKAHARÐPARKET Fyrir heimili jafnt sem sumarhús. 30ára ábyrgð FLÍSAR FYRIR FAGURKERA Ítölsk hönnun eins og hún gerist best RINGO INNIHURÐIR Einfaldar í uppsetningu - gott verð HU RÐ IR FLÍ SA R PA RK ET Ármúli 8 I 108 Reykjavík Sími 516 0600 I www.birgisson.isÞekking og persónuleg þjónusta BORÐLEGGJANDI GÆÐI Á GÓÐU VERÐI Kährs parket er gjöf náttúrunnar til þín og framtíðarinnar. 30ára ábyrgð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Guðrún var fædd og uppalin í Borg- arfirði og bjó þar alla tíð. Sigríður sagði að þeim sem að gjöfinni stæðu þætti rétt að þessi mynd kæmi aftur upp í Borgarfjörð og yrði falin söfn- unum hér,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgar- fjarðar, um gjöf sem söfnunum hefur borist. Það er mynd sem enski að- alsmaðurinn W.G. Collingwood mál- aði af barni á Gilsbakka 1897. Collingwood málaði þrjár myndir á Gilsbakka í Hvítársíðu þegar hann gisti þar á ferð um íslenska sögu- staði. Ein þeirra var af eins árs gömlu stúlkubarni og var fyrirmynd- in Guðrún Magnúsdóttir, dóttir séra Magnúsar Andréssonar og Sigríðar Pétursdóttur. Guðrún giftist Sigurði Snorrasyni og hófu þau búskap á Gilsbakka en Guðrún lést um aldur fram, 1943. Sigríður afhenti Safna- húsinu myndina með stuðningi Guð- rúnar systur sinnar og Ragnheiðar Kristófersdóttur, ekkju Magnúsar bróður þeirra. Sigríður sagði frá því að ástæðan fyrir því að Collingwood málaði mynd af Guðrúnu hafi verið sú að hún var yngst barna Magnúsar sem þá voru fædd en til voru ljósmyndir af þeim eldri. Fyrir kom að fólk vildi ekki þiggja greiðslu fyrir gistingu og skildi Collingwood þá oft eftir mynd- ir af börnum sem þakklætisvott. Guðrún Jónsdóttir segir að gjöfin sé mikilvæg fyrir safnið því myndin sé þáttur í borgfirskri sögu. „Coll- ingwood kom þetta sumar á mikið menningarheimili sem Gilsbakki var, þangað komu margir merkir vísinda- menn og koma enn. Guðrún Magn- úsdóttir var merk kona og á sér bæði sögu og afkomendur í Borgarfirði,“ segir Guðrún. Til sýnis í bókasafninu Sýning um séra Magnús og Gils- bakkaheimilið hefur verið uppi í Safnahúsinu í rúmt ár. Mynd Coll- ingwoods af Guðrúnu er til sýnis í anddyri bókasafnsins. Málaði mynd af yngsta barninu  Mynd Coll- ingwoods gefin Borgfirðingum Barn Mynd Collingwoods af Guð- rúnu Magnúsdóttur á Gilsbakka. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta gekk framar okkar björtustu vonum,“ segir Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri handverkshátíð- arinnar við Hrafnagilsskóla, sem fór fram um helgina og lauk í gær. Hátíð- in fór nú fram í 20. sinn og var sett að- sóknarmet alla daga, en heimsókn- irnar fóru yfir 20.000 eins og vonast var til. Veðrið lék við sýnendur og gesti og segir Ester að margir hafi komið alla fjóra dagana. „Við erum rosalega ánægð í Eyjafjarðarsveit,“ segir Est- er. Hún segir að lagt hafi verið upp með fjölbreytta handverkssýningu og gestir hafi kunnað vel að meta það. Blandan hafi verið góð og fjölbreytt dagskrá á útisvæðinu. Allir hafi fund- ið eitthvað við sitt hæfi á stóru svæði og veðrið hafi verið dásamlegt. „Það var líf og fjör hjá okkur um helgina,“ segir hún. Tvær ólíkar sýningar Í tilefni af 80 ára afmæli Búnað- arsambands Eyjafjarðar var jafn- framt sett upp stór landbúnaðarsýn- ing, þar sem meðal annars var kálfasýning, hrútaþukl, hestasýning, fjárhundasýning og rúningskeppni. Ester segir að margir hafi komið vegna handverksins en skoðað land- búnaðarsýninguna í leiðinni og öfugt. Þetta hafi verið tvær mjög ólíkar sýn- ingar og því hafi ekkert eitt staðið upp úr eða verið lögð áhersla á. Hins vegar hafi hátíðarkvöld- vaka og grillveisla á laugardagskvöld- inu slegið í gegn, en þar hafi m.a. ver- ið veitt verðlaun og viðurkenningar. Gert hafi verið ráð fyrir 500 manns en yfir 600 manns hafi mætt. „Aðsóknin var miklu meiri en við bjuggumst við,“ segir hún og bætir við að byrjað sé að huga að næstu sýningu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Handverk Boðið var upp á fjölbreyttar sýningar á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um helgina. Yfir 20 þúsund heimsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.