Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 1

Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  189. tölublað  100. árgangur  BIOPHILIA KVEIKJA AÐ EINHVERJU MIKLU STÆRRA BRYDDAÐ UPP Á SPENNANDI NÝJUNGUM TORFBÆIR OG ÞJÓÐBÚNINGAR Í AÐALHLUTVERKI MENNINGARNÓTT 30 LJÓSMYNDABÆKUR 10TÓNVÍSINDASMIÐJUR 33 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt íslenskir sjómenn skipi allar stöður um borð í fossum og fellum sem eru í föstum áætlunarsiglingum á milli Íslands og Evrópu teljast þeir færeyskir launþegar og greiða skatta sína í Færeyjum. Eimskip skráir skip sín í Antígva og Barbúda í Karíbahafi og skip Samskipa eru á Alþjóðlegri fær- eyskri skipaskrá (FAS). Bæði fyrir- tækin eru með dótturfélög í Færeyj- um og nýta sér ívilnunarkerfi sem þar er boðið upp á fyrir kaupskipaút- gerðir. Áhafnirnar greiða 35% flatan tekjuskatt í Færeyjum en skipa- félögin fá 28% hans til baka í gegn- um alþjóðlegu skipaskrána. Launa- kostnaður útgerðanna er því niður- greiddur en færeyski landssjóðurinn heldur eftir 7% skattgreiðslnanna og fær einhverjar tekjur til viðbótar af skráningu skipa sem annars væru skráð annars staðar. Íslensku sjó- mennirnir starfa þó samkvæmt ís- lenskum kjarasamningum og fá laun sín í íslenskum krónum hér á landi. Lög sem samþykkt hafa verið um Íslenska alþjóðlega skipaskrá hafa ekki virkað. Ekkert kaupskip er þar skráð og engin hreyfing á því. Ástæðan er kröfur um íslenska kjarasamninga og að skattaívilnun- arkerfið stóðst ekki EES-reglur. Skattarnir til Færeyja  Íslenska alþjóðlega skipaskráin virkar ekki  Íslensku farmennirnir eru færeyskir launþegar  Óvissa er um ýmis réttindi þeirra hér á landi MEkkert kaupskip »4 Farmenn » Áætla má að nokkuð á ann- að hundrað sjómenn hafi vinnu við sex gámaflutningaskip sem eru í ferðum til Evrópu. » Íslensku farmennirnir teljast færeyskir launþegar og vinna sér ekki inn réttindi til atvinnu- leysisbóta og fæðingarorlofs.  Mesti hiti á landinu hefur náð 20 stigum 19 daga í röð. Það er lengsta 20 stiga syrpan í áratugi. Gangi spár eftir verður 20 stiga hámarkshiti á landinu 22 daga í röð. Í gær var hlýjast á Bíldudal, Hvanneyri, Stafholtsey og við Þyr- il í Hvalfirði. Þorsteinn V. Jónsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í gærkvöldi að í dag væri spáð 20 stiga hita á norðvestan- verðu landinu. „Á fimmtudaginn er einnig spáð hita vel upp fyrir 20 stig og upp undir 25 stigin suð- vestanlands,“ sagði Þorsteinn. Svalara verður á föstudag, en hitinn gæti þó náð 20 stigum suð- vestanlands. annalilja@mbl.is Hiti á landinu yfir 20 stig í 22 daga Morgunblaðið/Ómar  Rekstur á sundlaug og íþrótta- húsi á Kirkjubæjarklaustri er í hættu í kjölfar fyrirhugaðrar lok- unar á sorpbrennslu í Skaftár- hreppi. Orka sem verður til við sorpbrennsluna er meðal annars nýtt til upphitunar á íþróttamann- virkjunum. Að sögn sveitarstjóra ber sveitar- félaginu að bjóða nemendum upp á íþróttir og sundkennslu samkvæmt námskrá. „Við erum skítblönk og orkan sem sorporkustöðin hefur búið til skiptir okkur mjög miklu. Nú þurfum við að finna fjármagn til þess að kaupa þessa orku annars staðar,“ segir sveitarstjórinn. »18 Hætta á lokun sund- laugar á Klaustri Langtímasamningur hefur verið gerður á milli íslenska vatnsfyr- irtækisins Brúarfoss Iceland ehf. og kanadískra góðgerðasamtaka, On Guard for Humanity, um kaup á ís- lensku vatni. Ætlunin er að flytja vatnið út í gámum með þar til gerð- um blöðrum, til nota í flóttamanna- búðum og víðar um heim þar sem vatnsskortur ríkir eða vatn er ódrykkjarhæft sökum mengunar. Áform eru um að fylla á gáma og tankskip á fimm stöðum á landinu, þar á meðal á Ísafirði, en Brúarfoss hefur verið með samning við Ísa- fjarðarbæ. Að sögn Alberto de Sousa Costa, forstjóra og stjórn- arformanns góðgerðasamtakanna, verður vatnið flutt í sérhönnuðum gámum sem uppfylla allar alþjóð- legar kröfur. Þegar ákveðinni eft- irspurn hefur verið náð er fyrir- hugað að nota sérstök tankskip við vatnsflutninginn frá Íslandi. Að- standendur verkefnisins hyggjast greina nánar frá því á næstu vikum um hvaða útflutningsstaði er að ræða. „Verkefnið er alþjóðlegt og verður unnið í nánu samstarfi við hjálpar- samtök og frjáls félagasamtök sem aðstoða fórnarlömb stríðsátaka, náttúruhamfara og annarra hamfara víða um heim þar sem ekki er að- gangur að hreinu vatni,“ segir Alberto við Morgunblaðið. Hann segir kaupin á íslenska vatninu vera fjármögnuð með fram- lögum og styrkjum frá ein- staklingum í Kanada, einkaaðilum og opinberum stofnunum. Þá munu samtökin fá fjármagn vegna við- skipta með kolefniskvóta í þeim löndum sem vatnið verður flutt til. Hann segir verkefnið hafa fengið góðar móttökur. »12 Íslenskt vatn í flóttamannabúðir AFP Vatn Víða um heim er skortur á hreinu og ómenguðu vatni.  Kanadísk samtök gera langtíma- samning við Brúarfoss Iceland  Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fallist á kröfu eins íbúa í Hafnar- fjarðarbæ um að hann eigi rétt á að fá aðgang að skil- málaskjali milli bæjarins og þýsks banka. Nefndin segir upplýsinga- rétt almennings um málefni sveitarfé- lagsins ganga framar viðskipta- hagsmunum í þessu tilviki. „Þetta er auðvitað áfellisdómur yfir meirihlutanum að starfa með þessum hætti,“ segir Valdimar Svavarsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, spurður hvort úr- skurðurinn kalli ekki á bætt vinnu- brögð hjá bæjarstjórnarmeiri- hlutanum. »2 Fékk upplýsingar um lán í hendur Hafnarfjarðar- bær tapaði kærumálinu. Verið er að endurnýja hitaveitulögn í Mjóddinni. Sú framkvæmd krafðist þess að lögnin yrði færð til, en hún lá áður á milli athafnasvæðis Strætós bs. og Olís-þjónustustöðvarinnar í Mjódd. Nú á að leggja hana á milli Olís-stöðvarinnar og versl- unar Garðheima, sem þýddi að fjarlægja þurfti aspir sem Olís-menn höfðu gróðursett og höfðu verið þar um árabil. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur hafði Orkuveitan samráð við Olís um framkvæmdirnar og var þessi leið valin þar sem hún var betri en aðrir valmögu- leikar. sgs@mbl.is Morgunblaðið/RAX Aspir felldar vegna flutnings á hitaveitulögnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.