Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 14

Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Staðan á pysjum sem komast á legg úr lundavarpinu í ár virðist ætla að vera svipuð og í fyrra þegar litið er á heildarmyndina yfir landið að sögn Erps Snæs Hansen hjá Nátt- úrustofu Suðurlands. „2011 var mun verra ár víðast hvar um landið eins og sést á súlu- ritinu yfir varpárangurinn. Þá kom- ust engir ungar á legg víða. Árang- urinn nú virðist ætla að vera betri á þeim stöðum þar sem allt drapst í fyrra en á móti dregst hann saman annars staðar,“ segir Erpur. Svo virðist sem allir ungar hafi drepist í Papey í sumar en í Vest- mannaeyjum kemur árangurinn mest á óvart, þar er uppsveifla frá aldauða. „Í júlí var helmingurinn dauður í Papey og að sögn heima- manna er gríðarlegt magn þar af dauðum pysjum núna,“ segir Erpur. Eyjamenn fá bæjarpysjur „Í Vestmannaeyjum virðist hlut- fall þeirra pysja sem komast á legg ætla að enda í 18%, það var 0% í fyrra en ætti að vera 43% í eðlilegu ári. Pysjunum í holunum hefur ekki fækkað í ellefu daga en ef þær drep- ast gerist það yfirleitt á fyrstu tíu dögunum frá klaki. Ef fer sem horf- ir komast um það bil 200.000 pysjur á legg í ár, sem þýðir að það verða einhver hundruð bæjarpysja. Í Eyj- um er þetta ástand sem minnir á ár- in 2008 til 2009 sem voru nú ekki merkileg ár en samt töluvert annað en árin 2010 og 2011 þegar það var aldauði. Ég hef ekki séð svona mik- ið af lunda í Eyjum í lok júlí í fimm- tán ár, en það kemur varpárangri í holunum ekkert við. Það er fullt af fugli eftir í kerfinu enda verður lundi 15 til 20 ára gamall,“ segir Erpur. Hann kveðst vera glaður yfir öll- um þeim pysjum sem komist á legg enda muni um hverja og eina þegar lægðin í lundastofninum hefur stað- ið yfir svo lengi. Nú er áttunda árið í röð sem eitthvað bjátar á í stofn- inum í Vestmannaeyjum. „Við vonum að þetta sé uppsveifla en hún er ekki byggð á endurreisn sandsílastofnsins. Við vitum að full- orðnu fuglarnir eru að éta ljósátu og að bera síld og fleira í ungana. Með- an sú áta heldur ná ungarnir að vaxa en þeir vaxa samt ekki á eðli- legum hraða.“ Eins og sést á meðfylgjandi súlu- riti um varpárangur í ár og í fyrra sést að hann hefur aukist í Lundey í Skjálfanda og Hafnarhólma í Borg- arfirði eystri. Erpur segir að varp- árangurinn fari batnandi á Norð- austurlandi. „Lundinn var í smáloðnu fyrir austan og því byrjaði varpið vel í Papey og svo virðist þessi loðna hafa fært sig norðar þegar leið á sumarið. Þá fékk lundinn í Papey ekki nóg í ungana og botninn datt úr þessu þar á meðan allt fór í topp norðaustanlands. Hvort ungarnir komast á legg eða ekki snýst um fjarlægðina frá fæðunni.“ Ábúð: hlutfall varphola sem orpið er í 0.9 0.8 0.7 0.6 0.5 0.4 0.3 0.2 0.1 0 Pa pe y Ing ólf sh öfð i Dy rh óla ey Ve stm an na ey jar Ak ur ey Fa xa fló a Ell iða ey Br eið afi rð i Gr ím se y S tei ng rím sf. Víg ur Dr an ge y Gr ím se y Lu nd ey Sk jál fan da Ha fna rh ólm i B or ga f. E 2010 2011 2012 Heimild: Náttúrustofa Suðurlands Uppsveifla frá aldauða í Eyjum  Varpárangur hjá lundanum álíka og í fyrra  Í Vestmannaeyjum eykst hann um 18% milli ára  Hátt í 200.000 pysjur ættu að komast á legg í Eyjum í ár, allar pysjur drápust þar í fyrra Varpárangur: fleygar pysjur á varpholu 0.8 0.7 0.6 0.5 0.4 0.3 0.2 0.1 0.0 Pa pe y Ing ólf sh öfð i Dy rh óla ey Ve stm an na ey jar Ak ur ey Fa xa fló a Ell iða ey Br eið af. Gr ím se y S tei ng rím sf. Vig ur Dr an ge y Gr ím se y Lu nd ey Sk jál fan da Ha fna rh ólm i B or ga rf. E. Heimild: Náttúrustofa Suðurlands 2011 2012 Lundavarp í Eyjum 2007-2012 0.8 0.7 0.6 0.5 0.4 0.3 0.2 0.1 0 Ve nju leg t 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 Ábúð Ungi/Holu Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra afhjúpaði um helgina minnismerki um Hrafna-Flóka Vil- gerðarson, sem sett hefur verið upp að Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði. Hópur áhugafólks um uppbyggingu í Fljótum hafði veg og vanda að verkinu og fyrir hópnum fór Herdís Sæmundardóttir, sem stýrði athöfn við minnismerkið. Minnismerkið er lágmynd af þremur hröfnum Hrafna-Flóka á stöpli og mynd á stétt við stöpulinn. Stendur það rétt við þjóðveginn í Fljótum þar sem hann fer um land Ysta-Mós. Listaverkið er eftir Guð- brand Ægi Ásbjörnsson, myndlist- armann og -kennara á Sauðárkróki. Í ávarpi Herdísar við athöfnina kom fram að Sveitarfélagið Skagafjörður og Vegagerðin hefðu aðstoðað við undirbúning og nokkur fyrirtæki og sjóðir styrkt framkvæmdina. Í kaffi- samsæti í Ketilási á eftir flutti ráð- herra ávarp þar sem hann m.a. rakti ferðir Hrafna-Flóka til Íslands og hvernig hann nam land á Vest- fjörðum fyrst en síðar í Fljótum. Hrafna-Flóki kominn í Fljótin Ljósmynd/Innanríkisráðuneytið Hrafna-Flóki Innanríkisráðherra afhjúpar minnismerkið í Fljótum. Þjónustum allar gerðir ferðavagna Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau. Gott verð, góð þjónusta! Umboðsaðilar fyrir Truma & Alde hitakerfi á Mover undir hjólhýsi 249.900 kr. Tilboð Tilboð áTruma E-2400 Gasmiðstöð 159.900 kr. Tilboð Mikið úrval vara- og aukahluta! Markísur á frábæru verði Ísskápur: Gas/12 Volt/ 220V – Mikið úrval Sólarsellur á góðu verði – Fáið tilboð með ásetningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.