Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 15

Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins. Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Stórglæsilegt stílhreint og vandað 187 fm einbýlishús á óvenju glæsilegri ræktaðri lóð með stórri sólverönd. Eignin er klædd að utan með flísum á vandaðan hátt. Þorbjörg (GSM 661-1128) tekur á móti gestum í dag, miðvikudag, og sýnir húsið milli kl. 17:00 og 19:00. OPIÐ HÚS STARARIMI 21 - REYKJAVÍK EIGN Í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Skráningu í nám fyrir haustönn 2012 er nú lokið í háskólum landsins. Fjölgun nemenda heldur áfram frá undanförnum árum, samkvæmt upplýsingum blaðsins, en alls staðar á sér stað umtalsverð aukning í skráningu milli ára. „Um 100 fleiri sóttu um í ár samanborið við árið í fyrra. Við reiknum með um 700 nýnemum í ár,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynn- ingarsviðs hjá Háskólanum á Akur- eyri. „Við höfum aldrei haft fleiri ný- nema auk þess sem aldrei hafa borist fleiri umsóknir, og erum að vonum mjög ánægð með það,“ segir Dagmar en að hennar sögn sóttu um 1.220 manns um skólavist í ár. „Af þessum 1.220 eru alltaf ein- hverjar umsóknir sem eru ekki sam- þykktar, og loks nokkrir sem greiða ekki innritunargjöldin og falla þess vegna út,“ segir Dagmar en að henn- ar sögn munu um 1.650 manns stunda nám við HA á komandi ári. Umsóknum í Háskólann á Bifröst hefur einnig fjölgað milli ára. „Okk- ur hafa borist 30% fleiri umsóknir en í fyrra, sem er vitaskuld ánægjuleg þróun,“ segir Ingibjörg Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu hjá Háskólanum á Bif- röst. „Um 400 manns hafa sótt um skólavist, en það er þó ekki endanleg tala þar sem enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda,“ segir Ingibjörg. Viðskiptin sækja í sig veðrið Aðspurð hvaða nám sé vinsælast segir hún það aðallega vera á sviði viðskipta. „Viðskiptafræðin er alltaf vinsælust hjá okkur, en langflestir sækja um nám í viðskiptatengd fög. Viðskiptalögfræðin er einnig vinsæl og þessar deildir eru stórar hjá okk- ur,“ segir Ingibjörg. Á Bifröst er stór hluti nemenda í fjarnámi. „Margir stunda fjarnám við skólann, og hefur það fyr- irkomulag gefist vel. Meistaranámið okkar er einnig að hluta til samsett úr fjar- og staðarnámi þannig að hlutfall þeirra nemenda sem stunda fjarnám við skólann er orðið nokkuð stórt,“ segir Ingibjörg. Tölur yfir nýskráningar í HÍ liggja ekki fyrir og ekki náðist í HR við vinnslu fréttarinnar. Aldrei fleiri um- sóknir í háskólana  Viðskiptatengd fög vinsæl Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lærdómsþorsti „Okkur hafa borist 30% fleiri umsóknir en í fyrra, sem er vitaskuld ánægjuleg þróun,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir á Bifröst. Hjörtur J. Guðmundsson Guðrún Sóley Gestsdóttir Mikilvægt er að fengin verði lending án tafar í viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu að mati Ög- mundar Jónas- sonar innanríkis- ráðherra en utanríkismála- nefnd Alþingis fundaði í gær og í fyrradag um stöðu mála í aðild- arviðræðunum. „Ég er í rauninni að ítreka afstöðu sem ég hef lýst lengi, hve mikil- vægt það er að fá lyktir í þetta mál. Ég hefði haldið að það hlyti að vera orðið öllum ljóst að tímaglasið er að verða útrunnið í þessum efnum,“ segir Ögmundur. Þá segist hann hafa rökstuddan grun um að sam- bandið sjálft vilji draga málið á lang- inn enda vilji það alls ekki að inn- ganga í það verði felld hér á landi. Ekki eftir neinu að bíða „Þannig yrðum við að velkjast í þessu árum saman þangað til niður- staða fengist og það er eitthvað sem við getum ekki látið bjóða okkur. Ég tel reyndar að það sé komið á daginn hvernig þessi samskipti öll líta út og að það sé ekki eftir neinu að bíða að spyrja þjóðina álits,“ segir Ögmund- ur og bætir við að þegar fulltrúar þjóðarinnar deili um málið á Alþingi og geti ekki komið sér saman um það sé hægur vandi að skjóta því til hennar og láta hana kveða upp úr hvað hún vilji gera. „Ég vil láta spyrja einfaldrar spurningar og hún er þessi: Á grund- velli þess sem þegar liggur fyrir, og með hliðsjón af því sem er að gerast innan Evrópusambandsins, vilt þú að Ísland fái aðild að sambandinu? Einhvers staðar heyrði ég stjórn- málamann segja að menn mættu ekki vera svona hræddir við fólk. Það á hins vegar við um þá sem ekki þora að skjóta þessu máli til þjóð- arinnar en enga aðra. Stundaglasið er einfaldlega að renna út og það hljóta allir að gera sér grein fyrir því. Við förum ekki með þetta mál óútkljáð inn í nýtt kjörtímabil,“ segir Ögmundur. Þá gefur hann lítið fyrir ummæli þess efnis að ekki liggi nægar upp- lýsingar fyrir um það hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með fyrir Ísland svo hægt sé að taka af- stöðu til málsins. „Við erum búin að lifa með þessu Evrópusambandi og öllu þessu að- lögunar- og aðildarferli núna í nokk- ur ár og að gefa sér að það viti eng- inn neitt um það hvað hann er að tala um þegar hann tekur afstöðu í skoð- anakönnunum eða á opinberum vett- vangi er hrokafull afstaða. Það eru fá mál sem hafa verið skoðuð eins ít- arlega ofan í kjölinn,“ segir Ög- mundur ennfremur. Peter Stano, talsmaður Štefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusam- bandsins, sagði í samtali við Bloom- berg-fréttaveituna í gær að sam- bandið fylgdist með umræðunni á Íslandi og myndi halda viðræðum við íslensk stjórnvöld áfram á meðan vilji væri fyrir því hér á landi. Ákvörðunin Íslendinga „Það er á valdi Íslendinga að ákveða hvort þeir vilji halda áfram,“ segir Stano. „Ef þeir ákveða að hætta viðræðunum þá mun vitanlega enginn neyða þá til þess að halda þeim áfram,“ sagði Stano. Hann lagði ennfremur áherslu á að það hefði verið Ísland sem sótti um aðild að Evrópusambandinu en ekki öfugt. „Evrópusambandið sótti ekki um að Ísland yrði aðildarríki,“ sagði hann og bætti því við að þegar Ísland hefði „ákveðið að það vildi inngöngu hóf- um við ferlið og aðildarríkin sam- þykktu það að aðildarferli Íslands hæfist. Ef Ísland ákveður að hætta þá mun enginn hindra það í að gera það“. Fá mál verið skoðuð eins ofan í kjölinn Morgunblaðið/Styrmir Kári Evrópumálin Bjarni Benediktsson og Árni Þór Sigurðsson, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, á fundi nefndarinnar í byrjun vikunnar.  Innanríkisráð- herra vill lendingu í málinu án tafar Ögmundur Jónasson - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.