Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðasmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Grænkáls-
draumur
NÝR SAFAMATSEÐILL
FULLUR AF HOLLUM OG NÆRINGAR-
RÍKUM ÞEYTINGUM OG SÖFUM
Íslenskt
grænkál
lífræn
t
Ofurfæðudrykkur með nýuppteknu
lífrænu grænkáli, hlaðinn vítamínum
og steinefnum til að auka orku og þrek.
Einstaklega bragðgóður og seðjandi.
Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg
náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í
almennt sorp að notkun lokinni.
Efnamóttakan leggur heimilum og
fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda
söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja
í hann ónýt smáraftæki.
Kassinn er margnota og hann má nálgast á
söfnunarstöðvum sveitarfélaga.
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is
Rafhlöðukassi
Það má losa úr kassanum á
söfnunarstöðvum sveitarfélaga
(endurvinnslustöðvum). Einnig er víða
tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar
rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs.
Hvert á að skila?
Það er oft fróðlegt
að fylgjast með
hvernig stjórn-
málamenn flytja mál
sín, – ekki hvað þeir
segja, heldur mun
fremur hverju þeir
kjósa að sleppa í frá-
sögn sinni. Gísli Mar-
teinn Baldursson,
einn af núverandi
fimm borgarfulltrú-
um Sjálfstæðisflokksins, ritaði ný-
lega grein í Fréttablaðið um sér-
stakt áhugamál sitt,
„Framtíðarbyggð í Vatnsmýri“. Sú
grein varð síðan tilefni til ritstjórn-
argreinar í blaðinu undir fyrirsögn-
inni „Aðalskipulagi ber að hlíta“.
Skipulagsvald sveitarstjórna
Það er rétt, að samkvæmt lögum
um skipulagsmál ber sveitar-
stjórnum m.a. að hlutast til um gerð
aðalskipulags. Hins vegar mætti líka
geta þess að slíkt skipulag öðlast
fyrst gildi, eftir að umhverfis-
ráðherra hefur opinberlega staðfest
það. Í því sambandi hefði einnig
mátt rifja upp, að tillaga
Reykjavíkurborgar að
Aðalskipulagi Reykja-
víkur 2001-2024 var
staðfest af þáverandi
umhverfisráðherra 20.
des. 2002 með nokkrum
árituðum fyrirvörum.
Meðal þeirra var eft-
irfarandi: „Uppbygging
í Vatnsmýri og tíma-
setning hennar er háð
flutningi á flugstarfsemi
af svæðinu, sbr. kafla
3.2.1. í greinargerð I,
Stefnumótun“.
Samtímis þessari áritun sinni
skipaði umhverfisráðherra þriggja
manna nefnd „til að fara yfir svæð-
isskipulag höfuðborgarsvæðisins
2001-2024, og gera tillögur um land-
notkun í Vatnsmýri á svæði IV, sem
tekur til tímabilsins 2016-2024“.
Helga Jónsdóttir þáverandi borg-
arritari var tilnefnd í nefndina af
Reykjavíkurborg, undirritaður var
tilnefndur af samgönguráðherra, og
Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri
í umhverfisráðuneyti var formaður
nefndarinnar. Nefndin skilaði ráð-
herra skýrslu sinni 1. desember
2003, og voru þar tíundaðar meg-
inröksemdir bæði Reykjavíkur-
borgar og samgönguráðuneytis.
Niðurstaða nefndarinnar var hins
vegar formlega skráð eftirfarandi:
„Samkvæmt framansögðu fara þau
sjónarmið að halda tveggja flug-
brauta flugvelli í Vatnsmýrinni og
áform Reykjavíkurborgar um aðra
landnýtingu í Vatnsmýrinni ekki
saman. Að þessum forsendum
fengnum er ljóst að sameiginleg nið-
urstaða um tillögu til breytinga á
skipulagi næst ekki í nefndinni.
Nefndin telur eigi að síður mikil-
vægt að borgaryfirvöld í Reykjavík
og samgönguyfirvöld taki upp form-
legar viðræður um framhald
málsins.“
Of langt mál yrði að rekja hér síð-
ari og brokkgengan feril málsins,
sem m.a. fól í sér að þáverandi sam-
gönguráðherra skipaði í apríl 2005
nefnd fulltrúa ráðuneytisins og
Reykjavíkurborgar til að kanna hvar
annars staðar á höfuðborgarsvæðinu
væri unnt að byggja flugvöll. Á veg-
um nefndarinnar var litið til 13 hugs-
anlegra svæða, en 11 þó fljótlega úti-
lokuð. Eftir stóðu aðeins tveir kostir,
Hólmsheiði og Löngusker, – en þó
með eftirfarandi skráðum fyrirvara:
„Sá fyrirvari er bæði um Hólmsheiði
og Löngusker að litlar sem engar
veðurfarsathuganir liggja fyrir um
þá staði, og því verður ekki fullyrt á
þessu stigi að þeir henti undir flug-
völl. Þetta á sérstaklega við um
Hólmsheiði þar sem flugvöllur mundi
vera í 135 m hæð yfir sjó og mun nær
fjöllum en núverandi flugvöllur.“
Ný skipulagslög
Í sept. 2010 samþykkti Alþingi ný
skipulagslög. Meðal nýmæla þar er
að umhverfisráðherra skuli leggja
fram á Alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um landsskipulagsstefnu til 12
ára. Í þeirri stefnu skal samþætta
áætlanir opinberra aðila um sam-
göngur, byggðamál o.fl., – sem þýðir
að slík landsstefna skuli m.a. hafa
hliðsjón af ákvæðum samgönguáætl-
unar Alþingis. Þess er að geta, að í
öllum þeim samgönguáætlunum, sem
Alþingi hefur samþykkt, hefur ítrek-
að verið minnst á þýðingu núverandi
Reykjavíkurflugvallar sem miðpunkt
áætlunarflugs innanlands, og aðal-
áfangastað sjúkraflugs hérlendis.
Við gerð svæðis- eða aðalskipulags
ber sveitarfélögum því framvegis að
byggja tillögur sínar á lands-
skipulagsstefnu ríkisins. Samkvæmt
57. gr. laganna skal umhverf-
isráðherra eigi síðar en árið 2012
leggja fyrir Alþingi í fyrsta sinn til-
lögu sína að landsskipulagsstefnu.
Landsfundir Sjálfstæðisflokks
Ég býst við að flestir stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokks telji að æðsta
ákvörðunarvald um stefnu sé enn að
finna á landsfundum hans, og að
kjörnum frambjóðendum hans til Al-
þingis eða sveitarstjórna beri að
hafa hliðsjón af henni. Þessir fundir
hafa undanfarna marga áratugi
ítrekað ályktað um þýðingu þess að
núverandi Reykjavíkurflugvöllur
verði áfram á sínum stað. Síðasti
landsfundur samþykkti eftirfarandi:
„Reykjavíkurflugvöllur gegnir lyk-
ilhlutverki sem miðstöð innanlands-
flugs. Landsfundur leggur áherslu á
að innanlandsflug verði með svipuðu
sniði og verið hefur, og áfram verði
stutt við flugleiðir til jaðarbyggða,
þó þannig að hagkvæmni sé gætt í
hvívetna. Landsfundur leggur
áherslu á að hafist verði handa um
uppbyggingu samgöngumiðstöðvar
í Reykjavík hið fyrsta og henni lokið
á sem skemmstum tíma“.
Lokaorð
Í starfi borgarfulltrúa felast ef-
laust margar ánægjustundir. Sagt
er að ofarlega þar á blaði sé út-
hlutun nýrra byggingalóða. Kunn-
ugt er, að Reykjavík telur sig þar
vera í harðri samkeppni við
nágrannasveitarfélögin um búsetu
nýrra íbúa, þ.e. nýrra skattgreið-
enda. Þótt enginn skortur sé á nýj-
um lóðum af ýmsu tagi, þegar litið
er á höfuðborgarsvæðið sem eina
heild, telja sumir borgarfulltrúar
Reykjavíkur að megintromp þeirra
hljóti að vera að geta boðið upp á
nýja íbúðabyggð á flugvallarsvæð-
inu. En af hverju stoppa þar? Væri
ekki tilvalið að fylla upp í Reykjavík-
urhöfn og bjóða einnig þar upp á
nokkrar nýjar íbúðablokkir, – fyrst
greiðar, hagkvæmar og nútímalegar
samgöngur við höfuðborgina skipta
engu máli?
Það verður eflaust áhugavert
rannsóknarefni fyrir fræðimenn
framtíðar að rannsaka hvernig sum-
ir borgarfulltrúar gátu verið svo
veruleikafirrtir að leggja til lokun
Reykjavíkurflugvallar, sem hefur
verið miðstöð almennings-
samgangna hérlendis undanfarna
sjö áratugi. Ljóst er að án hans get-
ur Reykjavík hvorki þjónað sem
framtíðarmiðstöð sjúkraþjónustu
Íslands, – né heldur sem höfuðborg
þess.
Vansagt um Vatnsmýrarskipulag
Eftir Leif
Magnússon » Væri ekki tilvalið að
fylla upp í Reykja-
víkurhöfn og bjóða einn-
ig þar upp á nokkrar
nýjar íbúðablokkir, –
fyrst greiðar, hag-
kvæmar og nútímalegar
samgöngur við höfuð-
borgina skipta engu
máli?Leifur Magnússon
Höfundur er verkfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not-
anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.