Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 23

Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 23
mín, kunni að gefa, kunni að vera blíð, kunni að hlusta og kunni að stjórna sínu fólki með mjúkri hendi. Alla mína barnæsku kom ég til þeirra ömmu og afa í Gautlandið, allavega einu sinni í viku og þaðan á ég margar góðar minningar. Í Gautlandinu heyrði ég fyrst í Rás 2 í eldhúsinu með ömmu, fékk allt- af sykur á cheeriosið mitt og mátti máta fínu skartgripina hennar. Mér fannst gaman að horfa á hendurnar hennar ömmu en hún var með langa og fallega fingur. Það var gaman að sjá hvernig hún vann og hversu vel hún kunni til verka. Á uppvaxtarárum mínum var hún há, limalöng og með dökka fallega húð sem lyktaði alltaf vel. Við mamma bökuðum alltaf lagkökuna með ömmu fyrir jólin. Síðan voru við alltaf saman á að- fangadag fyrst í Gautlandinu, svo í Dísinni og núna síðustu árin heima hjá mér og Hilmari í Foss- voginum. Mér er minnisstætt þegar amma og afi komu og gistu hjá okkur í Dísinni þegar mamma og pabbi fóru erlendis. Ég var þá að hefja unglingsárin. Eftir kvöld- matinn sögðu þau mér ógleyman- legar sögur frá æskuárum sínum, sem og hvernig þau kynntust og hversu snúið þetta hafi verið á þeim tíma. Eftir að ég varð sjálf móðir vandi ég komur mínar til þeirra reglulega. Amma var einstaklega barngóð og ótrúlegt hvað hún var minnug. Hún mundi allt frá barn- æsku barna sinna. Það var gaman að heyra hana lýsa öllu, allt frá fæðingu barna sinna og gefa góð ráð og ekki vantaði ástina og hlýjuna sem streymdi frá henni. Ömmu var mikið í mun að segja frá æsku sinni og var alltaf dugleg að deila minningum sínum, sem við munum bera áfram til kom- andi kynslóða. Amma var svo sniðug, hún vandi eldri dóttur mína á að fá súkkulaðirúsínurnar í skál sem beið hennar þegar við komum í heimsókn. Hún kunni leiðina að hjartanu, enda elskuð fyrir rjóma- sósurnar sem og aspassúpuna sem hún gerði fyrir alla fjölskyld- una á annan í jólum í ára raðir. Við mamma og amma náðum allar þrjár að verja tíma saman einu sinni erlendis í kvennaferð. Amma og mamma komu með Oddfellow til Kaupmannahafnar árið 2001 og ég frá Svíþjóð þar sem ég var búsett. Amma spurði mig hvaða hring ég væri komin með á fingurinn, en það var trúlof- unarhringur sem ég var nýbúin að setja upp og ekki farin að segja neinum frá. Amma var elskuð í Oddfellow eins og alls staðar þar sem hún kom enda sýndi hún öllum áhuga og mikla hlýju og passaði sig alltaf að skilja ekki neinn útundan. Allar sumarbústaðaferðirnar, afmælin, jólin og áramótin, allar stærstu stundirnar í lífi mínu hafa amma og afi verið með mér. Ég á eftir að sakna þeirra, en um leið er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar. Takk fyrir allt elsku amma mín – Kysstu afa frá mér. Þín, Bryndís. Kveðja frá systkinum Til foldar er hnigin að feðranna gröf nú fær hún að hvílast, án hindrana og töf, því dagsverki er lokið, hún lýðnum var ljós og lofsæk er minning, sér verðskuldar hrós. Hún safnaði í kornhlöður dyggðum og dáð því dæmi hún gefur, þó verði ekki skráð. En drottin þau metur að verðleikum víst þeim veiku og hrumu hann gleymir æ síst. Farðu nú vel, og flestir þín spor feta víst ættu, ef brysti ei þor því sál þín var heilbrigð sem svífur í geym og sælt er að vera nú loks komin heim. (Höf. Jóhann B Snæfeld) Ólafur Bjarni, Bjarni, Elísabet, Diljá Sjöfn og Haukur. Þær eru líkar í minningunni, Bína og mamma, hávaxnar og bjartar á svip. „Það er Kortsætt- arsvipurinn,“ myndu þær segja glottandi en það var ekki skyld- leikinn úr Kjósinni heldur Guðný Kristjánsdóttir vinkona þeirra á Ísafirði sem leiddi þær saman. Þær voru um tvítugt þegar ævi- löng vinátta hófst. Bína og Villi og börnin Hjörtur og Bettý, áttu eftir að verða fastur þáttur í uppvexti okkar systra. Við gistum hjá þeim þegar mamma fór með pabba í siglingu, þau kenndu okkur að afgreiða í búð og gáfu okkur pólitíkina beint í æð þegar við unnum fyrir Alþýðu- flokkinn í kosningum. Bína og mamma þekktu sögu hvor annarrar betur en nokkur annar. Stundum var talað í hálfum hljóðum en þær gátu líka hlegið að afskiptasemi stórveldanna mæðra sinna og nefnt þær fullum nöfn- um, Ingigerði og Ísafoldu. Mamma kynntist pabba á Gull- fossi árið 1950 í siglingu milli Bor- deaux og Casablanca. Hún var hálf feimin að kynna nýja mann- inn fyrir vinum sínum en varla höfðu pabbi og Villi tekist í hendur þegar þeir smullu saman, stýri- maðurinn og prentarinn. Vinkon- urnar voru orðnar að vinahjónum. Augljósi samnefnarinn var jafnað- arhugsjónin en engan veginn sá eini. Pabbi hafði siglt um heimsins höf en það voru Bína og Villi sem kynntu hann fyrir landinu okkar. Um helgar var farið í útilegur; á meðan karlarnir renndu fyrir sil- ungi héldu vinkonurnar sig við tjaldið og fóru á trúnó. Margt var ofar barnslegum skilningi en allt lagði grunninn að forvitni okkar um mannlífið og pólitíkina sem lif- að hefur síðan. Við ólumst upp við öryggi þar sem allt var á sínum stað. En svo breyttist margt þegar pabbi dó sumarið 1972 og mamma varð ekkja aðeins 49 ára gömul. Vinátta Bínu og Villa er það sem stendur upp úr frá þeim árum. Ekki bara gagnvart mömmu heldur nutum við stelpurnar áhuga þeirra, um- hyggju og hlýju. Við flugum úr hreiðrinu og nýr kafli hófst í lífi allra. Bína og Villi hættu verslunarrekstri og vinkon- urnar unnu saman hjá Trygginga- stofnun. Þær sóttu fundi í Oddfel- low og oft var slegið saman í kvöldmat á föstudögum. „Þið eruð stelpurnar okkar,“ var viðkvæði Bínu eftir að mamma dó 2001. Ótaldar stundir í stofunni þeirra Villa voru skemmtilegar og nærandi. Við vorum velkomnar í jólaboð fjölskyldunnar að ógleymdum afmælisdögum þar sem háaldraður ættgarður Villa mætti í kaffi. Bína var vinkona mömmu og mamma okkar um leið. Hún brá upp mynd af mömmu sem þeirri ungu konu sem hún einu sinni var og ræddi hispurslaust um sorgir sem mamma hafði sjálf þagað um. Þannig raðaðist púsluspilið sam- an. Bína var óvenju hlý og æðru- laus manneskja. Barn að aldri beið hún árum saman eftir því að móðir hennar sneri heim af berklahæl- inu. Móðurmissirinn hefur líklega gert Bínu næma fyrir þeim sem fundu fyrir einsemdinni í hjart- anu. Hún skynjaði það sem bærð- ist í okkur áður en við gátum sett orð á það sjálfar. Oftar en ekki var hún akkeri í lífi okkar. Nú er hún búin að kveðja en hún skildi okkur eftir í góðum málum. Í minningunni lifir fyrir- myndin Bína og tengslin við af- komendur hennar halda áfram. Erla og Sigríður Sigurðardætur. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Elsku vinur minn. Þegar ég heyrði það að þú værir farinn frá okkur fann ég til í hjartanu. Mig langar að skrifa þér nokkur orð og þakka þér fyrir að hafa verið í lífi mínu og dóttur minn- ar í þessi 16 ár sem við höfum þekkst. Þú varst mér og henni alltaf góður. Hún kallaði þig Ingólf afa og þið voruð miklir vinir. Oft brölluðuð þið margt, fóruð í bíltúra og þú dekraðir við hana, gafst henni allskonar dótarí. Hún kunni svo sem alveg á þig og þú ekki lengi að gefa eftir og gefa henni það sem hana langaði í því þú sagðir allt- af að þú værir hálfgerður afi hennar. Henni fannst það alltaf voðalega spennandi að þú skyld- ir segja það að þú værir afi hennar. Elsku Ingólfur minn, mig langar að þakka þér fyrir þau ár sem ég þekkti þig, þú varst yndislegur maður, trúr og hjartagóður maður, talaðir aldr- ei illa um aðra og vildir öllum vel, þú varst alltaf tilbúinn að veita hjálp ef fólk þurfti á henni að halda. Ég á margar góðar minningar með þér, síðast bara þegar þú komst til mín með mömmu, þið fenguð ykkur bíl- túr í sveitina. Mér brá bara þegar ég sá þig því þú leist svo vel út, brúnn og reffilegur, og ég hafði orð á því við þig hvað þú litir vel út sagði við þig „váá, þú ert bara töffari“, sem þú varst og þú sagðir „takk fyrir það“ og brostir. Ég vill þakka þér, elsku vin- ur, fyrir að vera svona góður við mömmu mína því þú varst einn sá besti vinur sem hún átti, hún sagði alltaf að þú værir heið- arlegur maður og sinn besti vin- ur. Núna er hún búin að missa sinn besta vin. Elsku Ingólfur minn, ég bið þig að vaka yfir mömmu og hjálpa henni yfir þá sorg sem hún gengur í gegnum núna (því ég veit, vinur minn, að þú gast ekki meir). Núna finnur þú ekki lengur til í höfðinu þínu, þú ert laus við þjáningar þínar. Ég kveð þig, elsku vinur, og platafi (eins og þú sagðir) dótt- ur minnar með mikilli sorg og mundu eitt, elsku vinur, ég kveiki á kerti fyrir þig hjá myndinni af þér sem ég er með á hillunni þar sem myndin af pabba mínum er, þar set ég mynd af þér líka því þú varst hluti af fjölskyldu minni í 16 ár. Góða ferð, elsku Ingólfur minn, og guð geymi þig ávallt og minningar mínar geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Takk fyrir að vera til, kæri vin- ur. Kæra fjölskylda, ég vill votta ykkur mína dýpstu samúð og Guð veri með ykkur. Elsku vinur. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Kveðja, Helga Guðfinnsdóttir Það var mér mikið áfall að frétta að Ingólfur væri dáinn. Þótt samband okkar hafi verið slitrótt síðustu árin, þar sem ferðum mínum til Íslands fækk- aði, þá var svo gott að vita af Ingólfur Pálsson ✝ Ingólfur Páls-son fæddist í Reykjavík 13. apríl 1954. Hann lést 31. júlí síðastliðinn. Útför Ingólfs fór fram frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 14. ágúst 2012. honum heima á klakanum, enda þarf ekki alltaf samfundi til að halda tengslum. Þegar ég hugsa til Inga núna, birt- ast hlýjar og skemmtilegar minningar frá heimsókn hans til Austurríkis fyrir þrettán árum. Þar stendur hann ljóslifandi fyrir mér á flugvellinum í Vínarborg, hávaxinn, grannur, hárprúður, og með þessi skínandi bláu augu sem ekki leyndu kímnigáfunni. Hann kveikti sér í sígarettu og labbaði hægt og rólega á eftir okkur, enda ekki ástæða til að flýta sér. Hann ætlaði nefnilega að dvelja hjá okkur í einn mánuð. Sá tími leið þó sem hendi væri veifað. En þótt tíminn væri knappur til að sinna honum yfir miðja vikuna, þá gerðum við margt skemmtilegt saman yfir helg- arnar. Okkur þótti meðal ann- ars við hæfi, að sýna Íslend- ingnum almennilegan austurrískan fjallaskála. Til þess þurftum við að ganga upp bratta leið milli hárra hvítra kletta. Ingi var greinilega engin fjallageit, og af augnaráði hans mátti lesa að hann hefði ekkert haft á móti léttari skemmtun á laugardegi. En með hverju skrefi birti yfir manninum. Hann fór mörgum orðum um fegurð náttúrunnar og var þó ekki þekktur fyrir ræðuhöld. Þegar hann var kominn á leiðarenda í 1800 metra hæð, geislaði hann allur. Aldrei fyrr hafði hann náð í slíka hæð fyrir eigin afli. Þegar við fórum í bátsferð um Melk, Wachau og Dürnstein viku seinna, sem endaði með mikilli göngu, var hann orðinn hinn vaskasti til gönguferða og fylgdu fleiri slíkar í kjölfarið bæði innan Vínar og utan. Allan þennan tíma var Ingi hinn besti gestur, rólegur að eðlisfari, skemmtilegur í sam- ræðum og ánægður og þakk- látur öllu því sem hægt var að gera saman. Handlaginn var hann með eindæmum, sem sannaðist best í því, að þegar ég einn daginn kom heim úr vinnu, var hann búinn að breyta og endurbæta allt eldhúsið okkar. Allar götur síðan hef ég notið eldhúsverk- anna og fundið hverja stund fyrir þakklæti í hans garð fyrir það góða starf sem hann þar vann. Þegar svo Ingi hélt heim til Íslands, hafði hann sem fjöl- skyldumeðlimur orðið mér að einstæðum vini, og ávallt þegar haldið var „heim“ á sumrum hittumst við eins oft og tæki- færin leyfðu. Nú hefur Ingólfur kvatt þennan heim og það er átak- anlega sárt og sorglegt og skil- ur eftir tóm sem verður ekki fyllt. Við vottum syni hans og eft- irlifandi systkinum innilega samúð. Eleonore Guðmundsson og Magnús Kiljan Hlynsson Vínarborg. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Móðir okkar og stjúpmóðir, GUNNLAUG HANNESDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést laugardaginn 11. ágúst á hjúkrunarheimilinu Eir. Sigríður Karlsdóttir, Ragnhildur Guðrún Karlsdóttir, Jóhanna Karlsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Guðmundur Karlsson, Garðar Karlsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FLOSI JÖRGENSSON, Hamrahlíð 7, Vopnafirði, lést á legudeild Sundabúðar, Vopnafirði, sunnudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram í Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 14.00. Helga Ólafsdóttir, Sunneva Flosadóttir, Sigurður Steinar Sigbjörnsson, Sölvi Flosason, Sigurbjörg Halldórsdóttir og barnabörnin. ✝ Móðir mín, amma og langamma, HELGA M. PÁLSDÓTTIR, Lindasíðu 2, Akureyri lést fimmtudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Þorgrímur G. Jörgensson, Helga Margrét Helgadóttir, Ómar Örn Magnússon, Sara Helgadóttir, Birgir Örn Guðjónsson og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, BJÖRGVIN ÞÓR KRISTJÁNSSON, lést á lungnadeild Landspítalans miðvikudaginn 8. ágúst. Útför hans fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Kristján Arngrímsson, Anna Dís Björgvinsdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Valdimar Leifsson, Arna Kristjánsdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Jón Þór Einarsson, Snorri Kristjánsson, Lily Hernandez, Anton Ísak Sigurðsson, Margrét Erla Finnbogadóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DAGMAR GUÐMUNDSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, lést sunnudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðmundur Bergþórsson, Matthildur K. Friðjónsdóttir, Þorsteinn Bergþórsson, Ásdís U. Bergþórsdóttir, Helgi Kr. Gunnarsson, Hrönn Bergþórsdóttir, Björgvin Ármannsson, Freyja E. Bergþórsdóttir, Þórarinn S. Hilmarsson, Björk Bergþórsdóttir, Guðni Sigurðsson, Aron K. Bergþórsson, Kristín B. Karlsdóttir, Jóhanna Bergþórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.