Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Emil Vilhjálmsson var vinnu-
félagi minn á Trésmiðjunni Borg
í hartnær þrjá áratugi. Við lærð-
um hjá sama meistaranum, Ísak
Árnasyni á Sauðárkróki og vor-
um ósjaldan saman í verki eftir
að hann kom til starfa á „Borg-
inni“.
Emil var þrekmikill, úthalds-
góður og rómsterkur. Á yngri
árum stjórnaði hann m.a. vinnu-
flokki sem byggði útihús til
sveita. Einnig var hann á sjó á
tímabili. Þótt hann hafi orðið
fyrir óhöppum og slysum í gegn
um tíðina stóð hann alltaf sína
plikt, hvar sem hann var í vinnu,
hvort heldur á sjó eða landi,
þrátt fyrir þrautir og vanlíðan
sem af þeim hlutust og hann bjó
við alla tíð.
Hann var einstaklega dug-
Emil V.
Vilhjálmsson
✝ Emil Vil-hjálmur Vil-
hjálmsson var
fæddur í Reykjavík
29. desember. 1944.
Hann lést 3. ágúst
2012.
Jarðarför Emils
fór fram frá Sauð-
árkrókskirkju 11.
ágúst 2012.
mikill til allra verka
og var gjarnan val-
inn til að leysa
smíðaverkefni sem
kröfðust útsjónar-
semi og áræðni.
Hann gekk ein-
beittur að hverju
verki og hugsaði
gjarnan um mögu-
lega lausn á flókn-
um viðfangsefnum
að loknum vinnu-
degi.
Trúmennska og ósérhlífni eru
þau orð sem í mínum huga lýsa
Emil Vilhjálmssyni best.
Hann varð nýlega að hætta
störfum, vegna heilsubrests. Þó
er fráfall hans óvænt og ótíma-
bært.
Honum reyndist erfitt að
sætta sig við að heilsan leyfði
ekki að hann héldi áfram að
vinna, hann sem þekkti ekki
annað, alinn að nokkru upp hjá
vandalausum og hafði unnið
hörðum höndum frá blautu
barnsbeini.
Ekki er sama gæfa eða gjörvi-
leiki. Það sannaðist á Emil eins
og fleirum. Honum var margt
vel gefið, en hann bar ekki gæfu
til að njóta sem skyldi. Þrátt fyr-
ir þá mörgu góðu kosti sem hann
var búinn, varð hann að lúta
ægivaldi Bakkusar, sem reyndist
honum harður húsbóndi og dýr-
keyptur félagsskapur. Alkóhól-
isminn svipti hann ýmsu því sem
okkur þykir dýrmætast í lífinu
og hann átti oft í erfiðri baráttu
við sjálfan sig þótt hann kvartaði
ekki. Það var ekki hans stíll.
Aldrei heyrði ég Emil tala illa
um nokkurn mann, en hann
hafði auga fyrir hinu spaugilega
og gat gert góðlátlegt grín að
náunganum ef svo bar undir.
Hann bjó yfir miklu líkamlegu
þreki, góðri greind og næmi fyr-
ir blæbrigðum málsins. Hann
kunni að meta skáldskap og var
vel heima í bókmenntum tutt-
ugustu aldarinnar. Hann velti
oft fyrir sér dýpri merkingu
hlutanna og rökum tilverunnar.
Hann var einnig hrifnæmur og
gat á góðri stundu flutt ljóð og
lausavísur ýmissa höfunda með
þeim hætti að eftirminnilegt er
þeim sem á hlýddu.
Með Emil Vilhjálmssyni er
genginn góður drengur, sem
setti svip sinn á mannlífið á
Króknum.
Með eftirsjá og samúðar-
kveðjum til aðstandenda.
Bragi Skúlason.
Ég vil minnast
Heidi Jaeger Grön-
dal nú, sérstaklega vegna þess að
ég hefði viljað skrifa eftir mann
hennar, Benedikt Gröndal, sem
lést fyrir nokkrum árum.
Heidi mun ég hafa hitt þegar
ég var um 19 ára, kringum 1971.
Þá bjó móðir mín, Amalía Líndal,
sem var líkt og hún einnig frá
Bandaríkjunum, í Mávahlíð í
Reykjavík, í grennd við Heidi.
Er ég heimsótti mömmu benti
hún mér á að heilsa upp á þessa
nýju vinkonu sína meðal amer-
Heidi Jaeger
Gröndal
✝ Heidi JaegerGröndal fædd-
ist árið 1922 í Berl-
ín. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir hinn 22.
júlí sl.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hennar.
ískra eiginkvenna á
Íslandi, og ég gerði
svo.
Heidi tók mér
hlýlega, svo og synir
hennar tveir er þar
voru. Hún kom mér
fyrir sjónir sem opin
og metnaðarfull am-
erísk menntakona af
miðstéttartaginu;
og með þýskulegum
keim, að því er ég
ímyndaði mér.
Við ræddum um náttúruna í
Bandaríkjunum, og ég man sér-
staklega eftir að hún sagði, að svo
auðvelt væri að matreiða villta
skelböku þar, að það mætti skella
henni lifandi beint í pottinn! Syn-
ir hennar tveir voru mælskir og
var annar þeirra á náttúrufræði-
braut og hugði á læknanám. Fað-
irinn og yngsti sonurinn voru
fjarri þá.
Heidi hafði lesið bókina hennar
mömmu, Ripples from Iceland,
frá 1962; sjálfsævisögulega land-
kynningarbók, og sagði að sér
fyndist mamma spretta helst til
mikið úr spori í henni. En
mamma fjallaði þar m.a. mikið
um ameríska eiginkvenna-
klúbbinn á Íslandi.
Einnig mun Heidi hafa þekkt
til landkynningartímaritsins um
menningarmál er mamma gaf út
á ensku 1967-1970.
Ég heimsótti Heidi og fjöl-
skylduna tvisvar þá, en saknaði
þess nokkuð síðan að fundum
okkar bar aldrei saman aftur.
Mun það hafa verið af því hún
dvaldist upp frá því löngum í út-
löndum með manni sínum.
Er ég kom heim frá háskóla-
námi í Kanada, 1980, var mikið í
umræðunni, að maður hennar,
Benedikt Gröndal, hafði þá verið
ráðherra, og komið að umdeildum
ákvörðunum um að veita banda-
rísku varnarliðsmönnunum á
Keflavíkurvelli rýmra frelsi til að
umgangast Íslendinga utan vall-
arsvæðisins. Skynjaði ég að þar
væri hann að taka á persónulega
viðkvæmu máli, og mun svo hafa
verið á meðal fleiri okkar barna
sem áttu annað foreldrið frá
Bandaríkjunum en hitt íslenskt.
En nú eru amerísku eiginkon-
urnar á Íslandi sem mamma
þekkti óðum að birtast í minning-
argreinum um sig á Íslandi, og
gefst þá stundum tækifæri til að
rifja frekar upp þetta kald-
astríðstímabil í nýbúasögu Ís-
lands.
Ég vil ljúka þessari kveðju
með því að vitna í upphafið á nýju
ljóði eftir mig, sem bíður birting-
ar í þrettándu ljóðabók minni, en
það fjallar um heimsóknina að
dánarbeði mömmu, í Kanada
1989, og heitir: Sumarið var að
kveðja.
Það var haust í Ontario þá
þótt maður tæki varla eftir því;
garðborðsbekkirnir yfirgefnir þótt
grasið væri ennþá grænt,
Kanadagæsirnar í farflugi
yfir húsinu hennar mömmu.
Og nú, áratugum síðar,
gægjast sólstafir á stéttirnar
á síðsumri í Reykjavík,
og ég sé nú að andstæðan
milli ljóss og myrkurs var þá
hún, sitjandi á líknardeildinni
í myrkrinu, en heit.
Tryggvi V. Líndal.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast Margrétar Ólafs-
dóttur, Möggu mágkonu eins og
hún var iðulega kölluð þó svo hún
hafi formlega misst þann titil fyr-
ir rúmum áratug. Kynni okkar
hófust þegar mér var sem ung-
lingi boðið í bíltúr með Pétri
bróður mínum, Möggu og Óla
litla. Magga var hress og flott
með svakalega sítt hár og Óli lítið
krútt. En hratt flýgur stund.
Þegar við Magga eignuðumst
dætur með nokkurra mánaða
millibili nokkrum árum seinna
urðum við nánari og einlægur,
órjúfanlegur vinskapur hófst
milli okkar.
Magga reyndist mér alla tíð
ákaflega vel, var vinkona eins og
þær gerast bestar og miklu meira
en það. Hún var traust og jarð-
bundin manneskja, heil og sönn,
hugulsöm og hlý og miðlaði mér
ungri af dýrmætri reynslu hvað
Margrét Ólafsdóttir
✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. maí
1950. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi hinn 29. júlí
síðastliðinn.
Útför Margrétar
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju
miðvikudaginn 8.
ágúst 2012.
barnaumönnun og
annað slíkt varðar.
Það var alltaf gott
að kíkja í heimsókn
til hennar, hún hafði
allan heimsins tíma.
Samt kom hún
miklu í verk og fór
víða. Fólki leið vel í
návist hennar, hún
hafði góða útgeisl-
un. Heimili hennar,
hvar sem hún bjó,
umvafði mann á sérstakan hátt.
Sá fjöldi vina sem hún átti og
sóttist eftir félagsskap hennar
hlýtur að staðfesta orð mín.
Það var gaman að vera með
Möggu. Hún var létt og skemmti-
leg, hafði einstakan húmor og það
var endalaust hægt að hlægja
með henni af alls konar uppá-
komum sem hún hafði sérstakt
lag á að færa í ógleymanlegan
búning. Minningarnar ryðjast
fram núna þegar ég skrifa þessi
orð, hver annarri skemmtilegri
og ég hlæ og græt til skiptis.
Það er erfitt að kveðja góða
vinkonu vitandi það að þessum
kafla er lokið hjá Möggu. Ég hef
þó þá trú að annar kafli taki við
og hann hlýtur að vera skemmti-
legur. Hvernig væri annað hægt
þar sem Magga er annars vegar.
Ástarþakkir fyrir allt og allt
Magga mín. Minning þín lifir. Þín
mágkona,
Ragnheiður.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SESSELJA ÞÓRÐARDÓTTIR
húsmóðir
frá Sléttubóli í Austur-Landeyjum,
síðast til heimilis í Álfheimum 54,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
þriðjudaginn 7. ágúst.
Útför hennar verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. ágúst
kl. 13.00.
Guðrún Erlendsdóttir, Davíð Janis,
Valgerður Erlendsdóttir, Stephen J. Carter,
Ólafur Þór Erlendsson, Hildur Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF JÓHANNSDÓTTIR,
Miðholti 10,
Þórshöfn,
lést á Landspítalanum í Reykjavík
miðvikudaginn 8. ágúst.
Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 18. ágúst
kl. 14.00.
Úlfar Þórðarson, Kristín Kristjánsdóttir,
Jóhann Ólafur Þórðarson, Freygerður Friðriksdóttir,
Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Bergur Steingrímsson,
Þórður Þórðarson, Líney Sigurðardóttir,
Oddgeir Þórðarson, Sigrún Inga Sigurðardóttir,
Helena Þórðardóttir, Höskuldur Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURSTEINN GUÐBRANDSSON,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Landakoti,
sunnudaginn 12. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. ágúst kl.
13.00.
Kristín Þórðardóttir,
Erna Sigríður Sigursteinsdóttir,
Haraldur Sigursteinsson, Erla Ívarsdóttir,
Garðar Sigursteinsson, Elín Margrét Hárlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
PÁLL HALLDÓR JÓHANNESSON
frá Bæjum, Snæfjallaströnd,
Hlíf II,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
þriðjudaginn 7. ágúst.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. ágúst
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag fatlaðra á
Vestfjörðum.
Anna Jóna Magnúsdóttir,
Kristinn Arnar Pálsson, Hrönn Þórarinsdóttir,
Rebekka Jóhanna Pálsdóttir, Pétur Ingi Ásvaldsson,
Magnús Ási Pálsson,
Haraldur Bjarmi Pálsson, Hrönn Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR GUNNARSSON
verkfræðingur,
Hraunbraut 12,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut þriðjudaginn 7. ágúst.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00.
Ágústa Guðmundsdóttir,
Ásta Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Guðni Einarsson,
Kolbrún Þorsteinsdóttir,
Einar Atli Guðnason,
Ólafur Breki Guðnason
og Kristján Darri Guðnason.
Ég man vel eftir því, þegar ég
hitti tengdamömmu í fyrsta sinn.
Mér var svo vel tekið og hún sagð-
ist hafa dreymt mig. Mér leið
strax eins og hluta af fjölskyld-
unni.
Það var einkennandi fyrir Sól-
veigu hve einlæg og opin hún var,
en hún var svosem heldur ekki að
skafa af því ef henni sýndist svo.
Sólveig
Kristjánsdóttir
✝ Sólveig Krist-jánsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki hinn 21.
júní 1923. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Sauð-
árkróks hinn 1.
ágúst síðastliðinn.
Útför Sólveigar
var gerð frá Sauð-
árkrókskirkju
mánudaginn 13.
ágúst 2012.
Henni féll ekki verk
úr hendi, alltaf boðin
og búin að hjálpa.
Ég var oft með ein-
hver handavinnu
„vandamál“ og það
var ekki sá hlutur
sem hún gat ekki
leyst úr. Vönduð
vinnubrögð voru
hennar aðall. Undir
það geta allar þær
tekið sem eiga bún-
ing eftir hana.
Hún kenndi mér margt annað
en handavinnu þó ég væri orðin
fullorðin þegar fundum okkar bar
fyrst saman. Til dæmis hafði ég
aldrei bakað laufabrauð, né heldur
eldað rjúpur. Ég erfði uppskrift
hennar að laufabrauðinu og við
vorum oft í sambandi við hana eft-
ir að hún flutti norður þegar við
vorum að baka fyrir sunnan, henni
þótti vænt um það. Líka steiktum
við saman rjúpur í gegnum síma.
Hún var alveg einstök amma,
alltaf boðin og búin til að sinna
strákunum mínum. Þá var alveg
sama hvort það væri að spila við
þá, læra með þeim eða annað til-
fallandi. Við áttum heima í sama
húsi svo hæg voru heimatökin.
Það var mjög dýrmætt að geta
verið róleg í vinnunni og vita að
amma Sólveig væri alltaf til staðar
fyrir drengina.
Sólvegi talaði afar vandað og
fallegt mál og hafði mikil og góð
áhrif á málfar Gísla Gunnars og
Ingvars Emils, jafnvel svo að
skólafélögum þóttu þeir fornir í
tali. Við foreldrar höfðum svolítið
gaman af því nú á tímum þegar
talað er um að unglingar tali varla
íslensku!
Hún vildi endilega skilja píanó-
ið sitt eftir hjá okkur þegar hún
flutti norður á Sauðárkrók. Það
hefur reyndar komið sér afskap-
lega vel fyrir tónlistarlíf heimilis-
ins, það er ekki sá dagur að ein-
hver setjist ekki við að spila pínu
eða semja aðeins.
Ég kveð Sólveigu með söknuði
og þakklæti í huga.
Bjarma Didriksen.