Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Inga á Nasa vakti mikla eftirtekt
2. Fannst hún of fín fyrir Spice Girls
3. Þungt haldinn eftir ógleðigöngu
4. Er meðvirkni að eyðileggja líf þitt?
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Yfirstjórn Hörpu og Stuðmenn hafa
náð samkomulagi um að bæta þriðju
tónleikunum við þá tvenna Stuð-
mannatónleika sem seldist upp á á
nokkrum klukkustundum um helgina.
Tónleikarnir verða í Eldborgarsal
Hörpu laugardaginn 6. október kl. 20,
en daginn áður verða tónleikar á sama
stað kl. 20 og 23. Tilefni tónleikanna
er að 30 ár eru liðin síðan kvikmyndin
Með allt á hreinu var gerð.
Stuðmenn bæta við
þriðju tónleikunum
Kvikmyndaleik-
stjórinn Marteinn
Þórsson mun
sýna átta mínútna
bút úr væntan-
legri kvikmynd
sinni, XL, á Al-
þjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í
Noregi í Hauga-
sundi á morgun, 16. ágúst. Búturinn
úr XL verður sýndur á þeim hluta há-
tíðarinnar sem helgaður er
kvikmyndum í vinnslu.
Marteinn kynnir XL á
hátíð í Haugasundi
Tónleikastaðurinn Græni hatturinn
á Akureyri mun fagna 150 ára afmæli
bæjarins með tónleikaveislu 15.
ágúst til 1. september. Fyrsta
hljómsveitin í röðinni er
1860 og leikur hún í
kvöld. Annað kvöld er
það svo Tríó Sunnu
Gunnlaugs sem
leikur og 17.
ágúst hljóm-
sveitirnar Til-
bury og Moses
Hightower.
1860 leikur á Græna
hattinum í kvöld
Á fimmtudag Norðaustan 5-15 m/s, hvassast norðvestanlands.
Léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi, annars skýjað og dálítil
rigning nyrðra síðdegis. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast suðvestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt. Víða rigning
sunnan- og austantil fram eftir degi, en yfirleitt þurrt síðdegis. Hiti
10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.
VEÐUR
Íslenska landsliðið í körfu-
bolta hóf leik í undankeppni
Evrópumótsins í gærkvöldi
með tapi gegn Serbíu,
98:71, en Serbar eru með
áttunda besta lið Evrópu.
Íslenska liðið spilaði frá-
bærlega í seinni hálfleik en
frammistaðan þar lofar
góðu fyrir framhaldið í riðl-
inum.
Ísland leikur 10 leiki á 26
dögum þannig að mikil
keyrsla er á liðinu. »3
Þrettán stiga tap
gegn Serbum
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu verður í eldlínunni í kvöld en
þá mætir það Færeyingum í vináttu-
leiksleik sem fram fer á Laugardals-
velli. Leikurinn er
lokahnykkurinn í
undirbúningi
landsliðsins fyrir
undankeppni HM.
»4
Lokahnykkurinn fyrir
undankeppni HM
22 mörk voru skoruð í leikjunum
þremur í 14. umferð Pepsi-deildar
kvenna í knattspyrnu í gærkvöld.
Segja má að úrslitin hafi verið eftir
bókinni. ÍBV vann stórsigur á Fylki,
6:1, Íslandsmeistarar Stjörnunnar
gjörsigruðu FH-inga, 7:1, og eru
þremur stigum á eftir toppliði Þórs/
KA og Valur vann öruggan sigur á KR-
ingum, 6:1. »2
22 mörk í þremur leikj-
um í Pepsi-deildinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég hef séð þá flesta,“ segir Sigur-
geir Guðmannsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Íþróttabanda-
lags Reykjavíkur, um bikarúrslita-
leiki karla í knattspyrnu, en 53. úr-
slitaleikurinn fer fram á Laugar-
dalsvellinum á laugardag.
Í knattspyrnuheiminum eru
bikarúrslit víða hápunktur hvers
keppnistímabils og það á vissulega
við hér á landi. „Þetta er mikill
viðburður,“ segir Sigurgeir, sem
byrjaði að þjálfa unga drengi 1951,
hafði umsjón með niðurröðun
bikarleikjanna fyrstu árin, gerði
KR að bikarmeistara sem þjálfari
þrjú ár í röð, 1962-1964, hefur
fylgst með fótbolta lengur en elstu
menn muna og fræðir sér yngri
menn og konur um þessa göfugu
íþrótt á sérstökum „elítufundum“ í
KR tvisvar í viku.
„Tryggingamiðstöðin gaf fyrsta
bikarinn 1960,“ rifjar Sigurgeir
upp, en keppnin heitir nú Borg-
unarbikarkeppnin. Hann segir að
beðið hafi verið eftir því að haust-
mótsbikar KRR gengi út og eftir
að hann hafi unnist til eignar 1959
hafi skapast rými fyrir bikar-
keppnina. Í fyrstu hafi niðurröðun
leikja tekið mið af fjölda
heimaleikja og reynt að
jafna stöðu liða að því
leyti, en síðar hafi lið verið
dregin saman.
Skautaleikur
Bikarkeppnin var hugsuð
sem lenging á keppnis-
tímabilinu. Til að byrja með
fóru allir leikirnir fram á
Melavellinum að loknu Íslands-
móti en úrslitaleikurinn hefur
verið á Laugardalsvelli frá 1973.
ÍBA varð bikarmeistari 7. des-
ember 1969. „Stemningin hefur
breyst við það að nú er oftast
leikið til úrslita í góðu veðri,“ segir
Sigurgeir. „Úrslitaleikurinn 1969
var til dæmis bara skautaleikur –
ís á vellinum. Það er lítil stemning
á fótboltavelli í mikilli snjókomu.“
Hins vegar bendir hann á að á
Melavellinum hafi áhorfendur ver-
ið nær vellinum en á Laugardals-
vellinum og því hafi stemningin
þar oft verið meiri en í dalnum.
Í bikarkeppni gefst ekkert ann-
að tækifæri eins og í deildar-
leikjum. „Það er annaðhvort „do or
die“, af eða á í bikarnum. Það er
það sem gerir bikarkeppnina svo
sérstaka,“ segir Sigurgeir. „Það er
gaman að vera í sambandi og
fylgjast með og þegar í úrslit er
komið skiptir annað engu máli,“
segir kappinn.
Aðeins eitt tækifæri
Hefur séð nær
alla bikarúrslita-
leikina frá 1960
Morgunblaðið/RAX
Bikarúrslit Sigurgeir Guðmannsson var í gær tilbúinn fyrir hátíðina á Laugardalsvellinum á laugardag.
KR og Stjarnan leika til úr-
slita í Borgunarbikarkeppni
karla á laugardag. KR hefur
oftast orðið bikarmeistari
eða 12 sinnum, ÍA og Valur 9
sinnum, Fram 7 sinnum, ÍBV
og Keflavík 4 sinnum, FH og
Fylkir tvisvar sinnum og ÍBA,
Víkingur og Breiðablik einu
sinni.
Sigurgeir segir að margir
bikarleikir séu eftirminnilegir
og ekki síst viðureign KR og ÍBA
fyrir hálfri öld, haustið 1962.
„Akureyringarnir tóku Akurnes-
ingana 8:1 og ég sem þjálfari KR
var skíthræddur við þessi of-
urmenni að norðan í undanúrslit-
unum, en með réttri taktík og
lestri á leik þeirra tókst okkur að
vinna 3:0. Á þessum fyrstu árum
keppninnar hafði mikið að segja að
við héldum áfram að æfa eftir Ís-
landsmótið á meðan aðrir hættu.“
MARGIR EFTIRMINNILEGIR BIKARLEIKIR
Óttaðist ofurmenni að norðan