Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 1
 Land mun rísa, jökulár hverfa, lífríkið mun breytast og eldgos verða tíðari. Þetta er meðal þess sem blasir við á Íslandi ef jöklarnir halda áfram að hopa næstu áratugi. „Það er von á meira afrennsli frá jöklum næstu 50 árin og það mun haldast í hámarki í ca. 20 ár en eftir 100 ár fer þetta að lækka töluvert,“ segir Helgi Björnsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ. Hann bendir á að næg verkefni séu framundan við að finna lausnir á þeim breytingum sem framundan eru. „Rannsóknir og spár auðvelda ákvarðanir um rekstur vatnsafls- virkjana Landsvirkjunar því sam- fara rýrnun jökla mun afrennsli frá þeim aukast,“ segir Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskipta- sviðs Landsvirkjunar. Hann segir að Landsvirkjun hafi á undan- förnum árum lagst í mikla vinnu við að kanna áhrif loftslagsbreytinga á orkuframleiðslu. Gangi spár um hlýnun og bráðnun jökla eftir geti það leitt til þess að vatnsorka verði um 20% meiri. »6 Bráðnandi jöklar hafa mikil áhrif á vatnsaflsvirkjanir Íslands í náinni framtíð Bráðnun Langjökull og Hofsjökull verða ekki svipur hjá sjón árið 2100. F Ö S T U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  203. tölublað  100. árgangur  HAUSTSÝNING GUÐNA ER LEIKUR AÐ SKUGGUM ÖÐLAÐIST MIKLA LÍFS- REYNSLU Á ÍSLANDI 12 ÞÆTTIR OG KVIKMYND Á 24 DÖGUM ÆVINTÝRALEG DVÖL ELENU 10 ÁVAXTAKARFAN Í BÍÓ 48SKIA Í HAFNARBORG 46 Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Fjöldi þeirra lífeyrisþega sem þurfa á sérstakri uppbót til tryggingar lág- marksframfærslu að halda tekur stökk á milli ára. Aukningin er slík að uppbótarþegum fjölgar í einhverjum tilfellum um nokkra tugi milli árs- fjórðunga. Að meðaltali 11.825 manns þurfa á uppbótinni að halda um þessar mundir, en sá fjöldi var 9.462 á sama tíma í fyrra. „Mikil skerðing hefur átt sér stað hjá lífeyr- issjóðunum og uppbót Trygginga- stofnunar er sá öryggisventill sem kemur á móti þeirri skerðingu,“ seg- ir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Ein skýringin er sjálfsagt sú að tekjur lífeyrisþega annars staðar frá hafa almennt dregist saman síðustu ár,“ segir Sigríður Hanna Ingólfs- dóttir hjá Öryrkjabandalagi Íslands. „Ef lífeyrisþegi er með einhverjar aðrar tekjur þá skerðist þessi uppbót um sömu krónutölu og er þá miðað við tekjur fyrir skatt. Lífeyrisþegum er þannig haldið í fátæktargildru, en nær allar skattskyldar tekjur skerða sérstöku uppbótina krónu á móti krónu, meðal annars fjármagns- tekjur, mæðra- og feðralaun, lífeyr- issjóðstekjur, aldurstengda örorku- uppbótin og séreignarsparnaður,“ segir Sigríður Hanna. MAukin þörf »24 Uppbót lífsnauðsynleg  Stóraukin þörf fyrir uppbótargreiðslur til lífeyrisþega sem ekki ná lágmarks- framfærsluviðmiðum  Fjöldi bótaþega tekur stökk milli ársfjórðunga Öryggisventill » Að meðaltali 11.825 elli- og örorkulífeyrisþegar þiggja nú sérstaka uppbót. » Líkleg skýring að lífeyris- þegar fá minni tekjur annars staðar frá. Launatekjur, lífeyr- issjóðsgreiðslur og fjármagns- tekjur hafa dregist saman. Ákefðin leynir sér ekki í andlitum þeirra Drífu Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Samúels Patriks Ásbergs O’Neill sem tóku þátt í opnunarhátíð í Egils- höll í Grafarvogi í gærvöldi þegar Keiluhöllin í Öskjuhlíð opnaði þar útibú. 22 brautir verða á nýja staðnum eins og í Öskjuhlíðinni en hundruð manna iðka nú að staðaldri keiluspil hér á landi og munu æfingar landsliðsins flytjast að hluta yfir í Egilshöll. Rauðar kúlur rúlluðu eftir nýjum keilubrautum Morgunblaðið/Eggert  Að sögn Sig- rúnar Grendal Jóhannesdóttur, formanns Félags tónlistarkenn- ara, var niður- skurður í skól- um, fyrir utan Reykjavík, um 9% að meðaltali frá árinu 2009- 2010 en um 22% í tónlistarskólum í Reykjavík. Niðurskurður hefur verið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum og spannaði allt frá 0% og upp í 22%. »12 Niðurskurður tónlist- arskóla allt að 22% Tónlistarnám  Fiskveiðiárið hefst á morgun en samkvæmt lögum sem meirihluti Al- þingis samþykkti síðastliðið vor ber að greiða 9,50 kr. í al- mennt veiðigjald fyrir hvert þorskígildiskíló af öll- um afla. Samkvæmt upplýsingum frá fiskistofustjóra á eftir að útfæra ýmis atriði varðandi veiðigjöldin en samkvæmt lauslegum útreikn- ingum gætu veiðigjöld vegna botn- fiskafla á næsta fiskveiðiári numið rúmum 12 milljörðum króna. »14 Næsta fiskveiðiár hefst á morgun  Framkvæmdir við Norðfjarðar- göng munu hefjast næsta sumar og eru það mikil gleðitíðindi að sögn Kristjáns Möller, formanns at- vinnuveganefndar. Nú er unnið að hönnun, útboðsgögnum, skipulags- málum og samningum við landeig- endur. Reiknað er með því að verk- ið verði boðið út snemma á næsta ári. Göngin verða tæplega 8 km að lengd, síðustu áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður verði um 10,5 milljarðar og framkvæmdir taki um þrjú ár. »2 Norðfjarðargöng brátt boðin út Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ljóst er að starfsemi hótela og gistiheimila er víða rekin við þol- mörk og svigrúm til að taka á sig skerðingu á tekjum, sem óhjá- kvæmilega fylgdi hækkun virð- isaukaskattsþreps þjónustunnar, er ekki til staðar. Þetta er á meðal niðustaðna í nýrri skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir Samtök ferðaþjónust- unnar um áhrif fyrirhugaðra breyt- inga á virðisaukaskatti á hót- elrekstur úr 7% í 25,5%. Byggist skýrslan á upplýsingum frá 35 hótelum og gististöðum sem varlega áætlað veltu yfir 80% af heildarumsvifum í hótelrekstri á landinu árið 2011. Sérstaka athygli vekur hve fram- legð hótelfyrirtækja hér á landi er í raun og veru lág eða tæp 6% árið 2011. Virðist starfsemin víða rekin við þolmörk og má lítið út af bregða til að hún verði neikvæð. Settu sérfræðingar KPMG upp þrjár sviðsmyndir yfir möguleg áhrif mismunandi viðbragða rekstr- araðila hótela og gististaða við hækkunum, þ.e. að taka á sig hækkanirnar að fullu, að hleypa þeim að öllu leyti áfram út í verð- lagningu þjónustunnar og síðan sambland af fyrrnefndum tveimur leiðum. Var niðurstaðan öll á sama veg, hvernig svo sem viðbrögðum var háttað, eða tap á rekstri. Fjármálaráðherra hefur nú til- kynnt stofnun starfshóps um skatt- lagningu ferðaþjónustugreina og tengd málefni. Aðild að hópnum eiga bæði fulltrúar ferðaþjónust- unnar og stjórnsýslunnar. Á hóp- urinn að skila ráðherra niður- stöðum sínum og tillögum fyrir lok september. »4 Ekki bolmagn fyrir hækkanir  Ljóst að áhrif skattahækkana á ferðaþjónustu eru neikvæð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.