Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þessar ungu stúlkur eru í hópi krakka úr 5., 6. og 7. bekk í Norðlingaskóla sem fóru í golf í Grafarholti í gær. „Við erum að rækta okkar starf sem íþróttakennarar til að kynna krökkum ólíkar íþróttagreinar. Við í Norðlingaskóla erum svo heppin að vera nærri golfvellinum í Grafar- holti. Golfklúbbur Reykjavíkur var svo almenni- legur að leyfa okkur að koma. Við kunnum hon- um bestu þakkir fyrir,“ segir Hermann Valsson, íþróttakennari í Norðlingaskóla. Um 300 krakk- ar úr Norðlingaskóla hafa kynnt sér golfíþrótt- ina á Grafarholtsvelli á liðnum dögum. Um 300 krakkar í Norðlingaskóla hafa kynnt sér golfíþróttina í vikunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Lenti í sandglompu í golfi í skólanum Skúli Hansen skulih@mbl.is Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað (SVN) hefur nú undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðar- félaginu Bergi-Hugin ehf. í Vest- mannaeyjum. Seljandi hlutafjárins er hlutafélag í eigu Magnúsar Krist- inssonar og fjölskyldu hans. Kaup- samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki Samkeppnis- eftirlitsins en kaupverðið er trúnað- armál á milli kaupanda og seljanda. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestamannaey VE-444. Eftir þessi kaup mun SVN ráða yfir samtals fjórum skipum til bolfisk- veiða en samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá SVN er ljóst að skipunum verður fækkað um eitt í hagræðing- arskyni. Bergur-Huginn ræður yfir aflaheimildum sem nema um fimm þúsund þorskígildistonnum í bolfiski á yfirstandandi veiðiári en saman- lagðar aflaheimildir félaganna tveggja munu nema um tíu þúsund þorskígildistonnum í bolfiski. Áfram útgerð í Eyjum Að sögn Gunnþórs Ingvasonar mun SVN reka Berg-Hugin sem sjálfstætt félag og halda áfram út- gerð frá Vestmannaeyjum. „Þetta verður í einhvern tíma hjá Sam- keppniseftirlitinu til umsagnar og við eigum eftir að teikna þetta upp bæði með starfsmönnum Bergs- Hugins og Síldarvinnslunnar og fara í gegnum málin en það liggur auðvit- að alveg fyrir að auknar álögur kalla á aukna hagræðingu í útgerðinni,“ segir Gunnþór, aðspurður hvort búið sé að ákveða hvar skorið verður nið- ur um eitt skip, þ.e. hjá Bergi-Hugin eða hjá SVN. Ekki óskaniðurstaðan „Niðurstaðan eins og hún blasir við núna er ekki mín óskaniður- staða,“ segir Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær um söluna. Magnús var með umsvifamikinn rekstur fyrir bankahrun og rak meðal annars Toyota-umboðið um tíma og átti jafnframt hlut í Landsbankanum. Salan felur í sér fullt skuldauppgjör við Landsbankann en með henni lýkur útgerðarsögu Magnúsar sem staðið hefur óslitið síðustu 40 ár í Vestmannaeyjum. Ætla að fækka um eitt skip  Síldarvinnslan kaupir Berg-Hugin  Samningurinn bíður samþykkis Samkeppniseftirlitsins  40 ára útgerðarsögu Magnúsar Kristinssonar lokið Gunnþór Ingvason Magnús Kristinsson Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Framkvæmdir við Norðfjarðargöng munu hefjast næsta sumar, að sögn Kristjáns Möller, formanns at- vinnuveganefndar. „Það er verið að vinna að hönnun, útboðsgögnum, skipulagsmálum og samningum við landeigendur. Ferlið er á fullri ferð og mun leiða til þess að verkið verður boðið út strax í upphafi næsta árs,“ segir Kristján. Tekur um þrjú ár og kostar 10,5 milljarða Framkvæmdir taka um þrjú ár og síðustu kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að kostnaður verði 10,5 milljarðar að sögn Kristjáns. „Ég er mjög ánægður að þetta skuli vera að takast. Í samgöngu- áætlun sem ég lagði fram sem sam- gönguráðherra og samþykkt var á Alþingi var gert ráð fyrir fjárveit- ingum vegna ganganna í ár og því hefðu framkvæmdir átt að vera að hefjast núna. Því er um ársfrestun að ræða en við það verður að una miðað við bága stöðu ríkissjóðs,“ segir Kristján en bætir við að aðal- atriðið sé að ákvörðun hafi verið tekin, undirbúningur sé á fullri ferð og það séu mikil gleðitíðindi. Hreinn Haraldsson vega- málastjóri segir að vinna við und- irbúning hafi farið aftur af stað á síðustu vikum. Lokahnykkurinn sé nú framundan og ekkert bendi til annars en að útboð geti farið fram eftir áramót, öll vinna gangi sam- kvæmt áætlun. Nýju göngin munu fullnægja kröfum nútímans varð- andi þægindi og öryggi vegfarenda. „Allt verður í samræmi við kröfur, ef við tökum Héðinsfjarðargöng og Bolungarvíkurgöng þá er um svip- aða hönnun og samskonar mann- virki að ræða,“ segir Hreinn. Göng- in verða tæplega 8 km að lengd, gangamunni í Eskifirði verður skammt innan við þéttbýli og hinn endi ganganna í Fannardal. Kristján minnir á að Oddsskarðs- göng séu ein verstu jarðgöng á Ís- landi, eigi lítið skylt við nútíma- samgöngur, séu dimm og í þeim sé blindhæð. Ný göng verða vænt- anlega mikil búbót fyrir íbúa og at- vinnulíf á svæðinu en í Neskaup- stað er fjórðungssjúkrahús og verkmenntaskóli svo eitthvað sé nefnt. Norðfjarðargöng að veruleika Norðfjarðargöng Fyrirhugað fram- kvæmdasvæði Eskifjörður Neskaupstaður Loftmyndir ehf. Reyðarfjörður  Framkvæmdir hefjast næsta sumar  Undirbúningur hófst aftur fyrir nokkr- um vikum og hefur gengið vel  Verkið verður boðið út snemma á næsta ári Skúli Hansen skulih@mbl.is Jarðskjálfti upp á 4,6 stig reið yfir í hádeginu í gær. Upptök skjálftans voru skammt frá Vífilsfelli í ná- grenni við skíðasvæðið í Bláfjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands er þetta með stærri skjálftum sem riðið hafa yfir á svæðinu. Jarðskjálftinn mun hafa fundist vel á höfuðborgarsvæðinu sem og víða á Suðurlandi, þ. á m. í Fljótshlíðinni og á Selfossi. „Nei, ekki fyrir utan þann sem varð fyrir utan Jan Mayen. Það hefur í raun voðalega lítið gerst eftir þetta, hann var frekur grunnur og einhvers konar spennuútlausnarskjálfti,“ sagði Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, í gærkvöldi, spurður hvort einhverjar jarðhrær- ingar hefðu átt sér stað í gær í kjöl- far skjálftans. „Það var eitthvað smá þarna á eftir en síðan hefur þetta róast,“ bætti Óli Þór við. Á ekki von á skemmdum „Ég held að þetta sé ekki sú stærð af jarðskjálfta sem myndi hafa áhrif á búnaðinn en það er þó möguleiki að eitthvað hafi hreyfst,“ segir Björn Ólafsson, forsvars- maður Þríhnúka, félags sem býður upp á ferðir niður í Þríhnúkagíg í Bláfjöllum, aðspurður hvort ein- hverjar skemmdir hefðu orðið á mannvirkjum við gíginn. Að sögn Björns var enginn ofan í gígnum þegar jarðskjálftinn reið yfir en í ljós kemur í dag, þegar farið verður að Þríhnúkagíg, hvort skjálftinn hefur valdið einhverjum skemmd- um. Rólegt í kjölfar skjálfta Morgunblaðið/Golli Þríhnúkagígur Enginn var ofan í gígnum þegar skjálftinn reið yfir.  Ekki von á tjóni við Þríhnúkagíg Báðar íslensku skáksveitirnar á Ólympíumótinu í Tyrklandi unnu í gær Wales með yfirburðum. Í opnum flokki vannst stórsigur 3,5 gegn 0,5. Að- eins Hannes Hlíf- ar Stefánsson varð að gera sér jafntefli að góðu, en Hjörvar Steinn Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Dagur Arngrímsson unnu. Dagur tefldi sína fyrstu skák fyrir ólympíulið Íslands. Í kvennaflokki vannst 3-1 sigur. Lenka Ptácníková, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Elsa María Krist- ínardóttir unnu en Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir tapaði sinni skák. Unnu báðar stórsigur á liðum Wales Hjörvar Steinn Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.