Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 4

Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 4
Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Búið er að spá því að ferðamönnum hingað til lands fækki um 40 þúsund verði af boðuðum breytingum á vaski. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is „Við trúum ekki að stjórnvöld ætli að reka fyrirtækin út í órekstrarhæft ástand,“ segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Vísar hún þar í niðurstöður nýrrar skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir sam- tökin og kynnt var í gær, um áhrif fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskattsþrepi hót- elreksturs í landinu. Samkvæmt skýrslunni myndi fyrirhuguð hækkun virð- isaukaskatts úr 7% í 25,5% ávallt hafa afar neikvæð áhrif á afkomu hótelreksturs auk ann- arra margfeldisáhrifa sem af henni gætu hlotist. Lág framlegð og lítið svigrúm Að sögn Alexanders G. Eðvardssonar, sviðsstjóra skattasviðs KPMG, var gagna víða aflað við gerð skýrslunnar en alls var stuðst við ársreikn- inga 35 hótela og gistiþjón- ustuaðila fyrir árið 2011 við gerð hennar. Varlega áætlað standa fyrrnefndir aðilar að um 85% af heildarveltu í hótelrekstri hér á landi og á skýrslan því að gefa skýra mynd af afkomu ferða- þjónustunnar. Sérstaka athygli vakti hve framlegð hótelfyrirtækja hér á landi er í raun og veru lág eða tæp 6% árið 2011. Virðist starf- semin víða rekin við þolmörk og má lítið út af bregða til að fram- legðin verði neikvæð og rekst- urinn þar með ósjálfbær. Þrenns konar sviðsmyndir Skýrsluhöfundar settu upp þrenns konar sviðsmyndir af því hvernig rekstraraðilar myndu mögulega bregðast við fyrr- nefndum breytingum, að ákveðnum forsendum gefnum. Sýnt var fram á dæmi þar sem rekstraraðilar taka sjálfir á sig alla hækkunina á virðisauka- skattinum án þess að hækka verð, þá annað þar sem allri hækkuninni væri fleytt áfram út í verðið og þar með til við- skiptavinarins, og að endingu dæmi þar sem hækkunin skipt- ist að jöfnu á milli rekstrarað- ilans og viðskiptavinarins. Og niðurstöðurnar tala sínu máli. „Það er raunar sama hvernig menn bregðast við þessari breytingu, það verður alltaf tap af rekstrinum að öðrum for- sendum óbreyttum,“ sagði Alex- ander. Í skýrslu KPMG er einnig lagt mat á áhrif fækkunar ferða- manna á virðisaukaskattstekjur Hækkun drægi úr rekstr- arhæfi ferðaþjónustunnar  Ný skýrsla varpar ljósi á áhrif hækkunar virðisaukaskatts á gistingu Áhrif mismunandi sviðsmynda KPMG á fram- legð rekstraraðila í hótel- og gistiþjónustu EBITDA hlutfall 6% 4% 2% 0% -2% -4% -6% 3. Fyrirhuguð hækkun skiptist jafnt á milli rekstraraðila og viðskiptavina -3,4% 2. Fyrirhugaðri hækkun vsk væri að fullu fleytt út í verðlagningu gistingar -2,5% 1. Rekstrar- aðilar tækju á sig fyrirhugaða hækkun vsk -4,2% Rekstrarafkoma hótelfyrirtækja á Íslandi 2011 5,9% ríksisins. Hefur Icelandair m.a. spáð því að ferðamönnum hingað til lands fækki um 40 þúsund verði virðisaukaskattshækkunin að veruleika. Gerir skýrsla KPMG ráð fyrir ákveðinni verð- teygni, þ.e. fækkun ferðamanna við hvert prósentustig sem virð- isaukaskatturinn myndi hækka um. Er hún varlega áætluð 0,49 í skýrslunni en að sögn Alexand- ers vilja margir meina að hún sé enn hærri. Miðað við forsendur sem KPMG gefur sér má ætla að ríkissjóður yrði af tekjum af virðisaukaskatti upp á 1,2 til 3,4 milljarða á ári vegna fyrr- nefndrar fækkunar ferðamanna og styttri dvalartíma þeirra sem kæmu. Þá er ekki lagt mat á af- leiddar breytingar á borð við fækkun starfa, minni tekjur af tryggingagjaldi, tekjuskatti ein- staklinga o.s.frv. Ráðherra stofnar starfshóp Samdægurs og skýrsla KPMG var kynnt barst tilkynn- ing frá fjármálaráðuneytinu um stofnun starfshóps um skattlagn- ingu ferðaþjónustugreina og málefni sem henni tengjast. Hóp- inn skipa bæði aðilar úr stjórn- sýslunni sem og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu. Er hópnum m.a. ætlað að fjalla um forsendur og áhrif þess að breyta álagningu virðisaukaskatts á gistiþjónustu ásamt því að fjalla um hvernig taka eigi á leyfismálum og svartri starfsemi innan grein- arinnar, nokkuð sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa kallað eftir lengi. Á hópurinn að skila niðurstöðum sínum og tillögum til ráðherra fyrir lok september. Á fundi borgarráðs í gær lagði borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, öðru sinni fram- tillögu þess efnis að borg- arráð hvetti ríkisstjórnina til að endurskoða áform um skattahækkanir á hótelgist- ingu. Var málinu frestað en fært til bókar að m.a. væri búið að óska eftir skýrslu KPMG auk fleiri gagna. Samþykkti borgarráð hins vegar að óska eftir við- ræðum við fjármálaráðu- neytið um hagfellt skatta- umhverfi atvinnulífs í borginni, í samræmi við at- vinnustefnu hennar. Umræða í borgarráði VIRÐISAUKASKATTUR 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Boðað var til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær en tilefni fundarins var breytingar sem gerðar verða á stjórnarráðinu og taka gildi á morgun. Fela breytingarnar m.a. í sér að stofn- að verður nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti með sam- einingu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis, iðnaðarráðu- neytisins og hluta efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Ráðuneytisstjóri hins nýja ráðuneytis verður Kristján Skarphéðinsson, sem gegnt hef- ur stöðu ráðuneytisstjóra í iðnað- arráðuneytinu síðastliðin tíu ár. Kristján hefur starfað í stjórnar- ráðinu í 25 ár, m.a. sem skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu og iðnaðarráðuneytinu. Kristján er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands. Staðgengill ráðneytisstjóra verður Kjartan Gunnarsson skrifstofustjóri. Samkvæmt skipuriti hins nýja ráðuneytis, sem kynnt var starfsmönnum í gær, verða fjórar fag- skrifstofur; skrifstofa atvinnuþróunar, skrifstofa sjálfbærrar nýtingar, skrifstofa viðskiptahátta og skrifstofa afurða. Þá verða einnig þrjár skrifstofur til viðbótar sem vinna þvert á ráðuneytið; skrifstofa stefnumótunar og samhæfingar, skrifstofa fjárlaga og árangursstjórnar og skrifstofa innri þjónustu og rekstrar. Tilkynnt hefur verið skipan þriggja skrif- stofustjóra en þrjár stöður skrifstofustjóra verða auglýstar lausar til umsóknar um helgina. Helga Óskarsdóttir, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, verður skrifstofustjóri fjárlaga og árangursstjórnunar, Sveinn Þorgríms- son, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, verður skrifstofustjóri atvinnuþróunar og Ingvi Már Páls- son, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, verður skrifstofustjóri sjálfbærrar nýtingar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið verður til húsa á Skúla- götu 4. Nýtt ráðu- neyti tekur til starfa Morgunblaðið/Ómar Fundað Boðað var til ríkisráðsfundar á Bessa- stöðum í gær vegna breytingar á stjórnarráðinu.  Þrjár skrifstofustjóra- stöður lausar til umsóknar Kristján Skarphéðinsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon sjávarút- vegsráðherra ræðir makríldeiluna og framhald veiða á fundi í London næstkomandi mánudag, 3. septem- ber. Um ráðherrafund strandríkj- anna er að ræða og auk Steingríms mæta til fundarins María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusam- bandsins, Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Jacob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja. Með ráðherra í för verða Sigur- geir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri, Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoð- armaður ráðherra, og Benedikt Jónsson, sendiherra í London. Í viðræður um makríldeiluna taki mið af af hálfu Norðmanna og ESB. Í fréttatilkynningu fyrirtækjanna eru ýmsar hótanir og fullyrt að makríll sé í minna mæli nú en áður í íslensku efnahagslögsögunni og vilja þau að lögð verði áhersla á að kröfur Ís- lands og Færeyja séu óréttlætanleg- ar. Skapa þrýsting á sína fulltrúa „Með þessu eru útgerðarmenn í þessum löndum sjálfsagt að skapa þrýsting á sína fulltrúa,“ segir Sig- urgeir. „Það er hins vegar hreint með ólíkindum að útgerðarmenn annars staðar skuli halda því fram að minna hafi verið af makríl í íslenskri lög- sögu í sumar heldur en síðustu ár. Þetta gera þeir þvert ofan í skýrslu sem er sameiginleg niðurstaða vís- indamanna frá Noregi, Færeyjum og Íslandi og þeir vita mæta vel um. Að dreifa hinu gagnstæða er ekkert annað en ósvífni,“ segir Sigurgeir.  Damanaki og Steingrímur hittast í London Makrílfundur Steingrímur J. Sigfússon og Maria Damanaki. Ráðherrar ræða makríl EU/Shimera/Etienne Ansotte samtali við Morgunblaðið í gær ítrekaði Sigurgeir fyrri ummæli þess efnis að niðurstöður rannsókna á göngum makríls í sumar hefðu styrkt samningsstöðu Íslands. Forsvarsmenn samtaka sjávarút- vegsfyrirtækja í Evrópusambandinu og Noregi funduðu með Mariu Dam- anaki síðastliðinn mánudag þar sem þeir lögðu fram lista yfir þau grund- vallaratriði sem þeir vilja að frekari Magnús Bjarn- freðsson, fyrrverandi fréttamaður, lést í gær á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, 78 ára að aldri. Magnús var fæddur 9. febrúar 1934 á Efri- Steinsmýri í Með- allandi í Vestur- Skaftafellssýslu. Hann var sonur hjónanna Bjarnfreðs Ingimundarsonar og Ingibjargar Sigur- bergsdóttur en ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum, þeim Páli Pálssyni og Magneu Magnúsdóttur í Efri- Vík í Landbroti. Magnús gekk í barnaskóla í Þykkvabæ og á Kirkjubæjar- klaustri, stundaði síðan nám við ML og MR og háskólanám í Þýskalandi. Hann var blaðamaður á Fálk- anum, Frjálsri þjóð og Tímanum, einnig þulur hjá Ríkis- útvarpinu og seinna fréttamaður og dag- skrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu í mörg ár en Magnús vann að stofnun þess. Eftir veruna þar starfaði hann að al- mannatengslum, hann var bæjar- fulltrúi fyrir Fram- sóknarflokkinn í Kópavogi á áttunda áratugnum. Magnús lætur eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Árnadóttur. Börn Magn- úsar eru fjögur, Guðjón, frá fyrra hjónabandi, er fæddur 1960. Árni er fæddur 1965, Páll 1971 og Ingi- björg 1973. Andlát Magnús Bjarnfreðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.