Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 8

Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Í minnum eru höfð lætin sem urðureglubundið innan þings og ut- an þegar „vondu“ karlarnir „nídd- ust“ á konum í mannaráðningum forðum tíð.    Hæst lét jafnanJóhanna Sig- urðardóttir og spar- aði stóryrðin hvergi.    Það er heppilegtfyrir Ögmund Jónasson innanrík- isráðherra og hugg- un harmi gegn að Jóhanna, jafnrétt- isráðherrann sjálf- ur, hefur ekki úr háum söðli að detta núna eftir sín afrek á sviðinu.    En VG hafði svo sannarlega gef-ið sver fyrirheit um nýja tíð eftir voðaverk vondu karlanna.    Þetta sagði í stefnuyfirlýsinguVinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: „Hreyfingin er samstarfsvettvangur og bar- áttutæki þeirra, sem vilja útrýma kynjamisrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í sam- félaginu. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð telur að Ísland eigi að vera öfl- ugur málsvari félagslegs réttlætis um allan heim. Hreyfingin vill sam- félag þar sem bæði konur og karlar fá notið sín og hafnar því að fólki sé mismunað eftir kyni. Réttlátt sam- félag er hagur allra – bæði kvenna og karla. Til þess að fullt formlegt og félagslegt réttlæti náist þurfa karlar að afsala sér forréttindum sem þeir hafa tekið í arf.“    Þarna var svo sannarlega enginnafsláttur veittur af réttlætinu. En auðvitað hefur VG sinn sérstaka hátt á umgengni við stefnuyfirlýs- ingar og loforð. Jóhanna Sigurðardóttir Orð og gerðir STAKSTEINAR Ögmundur Jónasson Veður víða um heim 30.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað Vestmannaeyjar 11 alskýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 13 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 22 skúrir Vín 30 skýjað Moskva 13 skýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 21 skýjað Montreal 22 léttskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 27 heiðskírt Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:10 20:47 ÍSAFJÖRÐUR 6:07 20:59 SIGLUFJÖRÐUR 5:50 20:43 DJÚPIVOGUR 5:37 20:19 Íshokkí- samband Ís- lands, Skauta- félag Reykjavíkur, Skautafélagið Björninn og Skautafélag Akureyrar standa fyrir kynningardegi á íshokkíi í öllum skautahöllum landsins á morgun. Kynningin á Hokkídeginum mikla er ókeypis og verður opin öllum börnum sem vilja reyna sig í íþróttinni. Hægt verður að fá lán- aðan búnað í höllunum og leið- beinendur verða á staðnum. Egils- höllin í Grafarvogi og Skautahöllin á Akureyri verða opnar kl. 13-16 en Skautahöllin í Laugardal kl. 13-17. Hokkídagurinn mikli í öllum skautahöllum landsins á morgun Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold 1992–2012 mánudaginn 3. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S Kjarval Jóhannes S Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Gallerí Fold 20 ára afmælisuppboð Guðmundur Páll Ólafs- son, náttúrufræðingur og rithöfundur, lést í gær á líknardeild Landspítalans, 71 árs að aldri. Guðmundur var fæddur 2. júní árið 1941 á Húsavík, stund- aði háskólanám og ýmis störf í Bandaríkjunum 1960-1966, lærði meðal annars köfun, myndlist og líffræði og lauk BSc- gráðu frá Ohio State University. 1966-68 var hann skólastjóri og kennari á Blönduósi þar sem hann setti á fót fyrstu tungumálastofu landsins en 1968-70 var hann líf- fræðikennari við MA. Guðmundur lærði ljósmyndun við Stockholms Fotografiska Skola og stundaði doktorsnám í sjávarlíffræði við Stokkhólmsháskóla á árunum 1971-74 en viðfangsefnið var dýralíf í þangfjörum við Flatey á Breiðafirði. Árin 1970-71 samdi Guð- mundur Páll náms- efnið Líf og umhverfi, ætlað 12 ára nem- endum, sem unnið var á vegum mennta- málaráðuneytis. Á árunum 1972-84 bjó hann og starfaði í Flatey á Breiðafirði og á þessum árum samdi hann einnig námsefni. Frá haustinu 1985 starfaði hann m.a. sem rithöfundur, náttúruljósmyndari og virkur náttúruverndari, greinahöf- undur og fyrirlesari. Guðmundur Páll hlaut margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Ingunn K. Jakobsdóttir kennari. Dætur Guðmundar eru Blær, Ingi- björg Snædal og Halla Brynhildur. Andlát Guðmundur Páll Ólafsson Sjálfstæðismenn segja að niður- stöður árshlutareiknings Reykjavík- urborgar, sem var lagður fram á borgarráðsfundi í gær, sýni að það sé orðin regla frekar en undantekn- ing að fjárhagslegar áætlanir stand- ist ekki hjá Reykjavíkurborg. Hallinn á rekstri A-hluta nemur hálfum milljarði umfram áætlun og hallinn hjá samstæðu A- og B-hluta tæpum 5 milljörðum umfram áætl- un. Á tímum efnahagsþrenginga og aðhalds er sérstaklega mikilvægt að fylgst sé náið með rekstrinum, ábyrgð sé fylgt við allar ákvarðanir og að áætlanir standist. Enn og aft- ur skortir á það hjá núverandi meiri- hluta, segir í fréttatilkynningu frá sjálfstæðismönnum í borgarstjórn. „Það er mikið áhyggjuefni fyrir borgarbúa hversu illa þessum meiri- hluta gengur að fylgja áætlunum,“ segir í tilkynningunni. „Á þessa staðreynd höfum við bent í hvert skipti sem árshluta- og ársreikningar eru lagðir fram. Þetta uppgjör nú er engin undantekn- ing, heldur stað- festir að lítið er að marka þær fjárhagsáætlanir sem meirihlutinn leggur fram. Eina ferðina enn eru skatttekjur vanáætl- aðar, en þrátt fyrir að meira sé tekið af almenningi en til stóð dugir það ekki fyrir rekstrarkostnaði sem fer langt fram úr þeim áætlunum sem samþykktar voru í lok síðasta árs. Það er alveg ljóst að borgarstjórn verður að fara að skoða af alvöru hvernig stendur á því að áætl- anagerð í fjármálum gengur ekki betur,“ segir Hanna Birna Krist- jánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins. Segja aðhald og ábyrgð skorta hjá meirihluta Hanna Birna Kristjánsdóttir  Deilt á fjármálastjórnina í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.