Morgunblaðið - 31.08.2012, Page 12

Morgunblaðið - 31.08.2012, Page 12
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Ég hef þurft að hækka gjöldin um 16 til 17% hjá mér vegna nið- urskurðar hjá Reykjavíkurborg. Við reynum að standa vörð um gæðin og erum með sama form á einkakennslu og áður. Þar af leiðandi verður námið aðeins dýrara,“ segir Stefán Edel- stein, skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Verðskrá flestra tón- listarskóla í Reykjavík hefur hækkað frá því í fyrrahaust þegar Reykjavík- urborg dró úr útgjöldum til tónlistar- náms um 12%. Tónlistarnemendum hefur al- mennt fækkað frá árinu 2008 en að sögn Stefáns hefur fjöldi nemenda í Tónmenntaskóla Reykjavíkur þó ver- ið svipaður undanfarin ár. Biðlistinn hjá honum er nánast enginn en hann er með pláss fyrir nokkra nemendur í viðbót fyrir komandi önn „Ég er með um 150 nemendur við skólann hjá mér. Þetta er mjög svipaður fjöldi og hefur verið og það er nánast engin breyting frá því í fyrra. Ég hugsa að ég sé með pláss fyrir 4-5 nemendur til viðbótar,“ segir Stefán. Stefán lítur framtíðina björtum augum en hann er mun bjartsýnni í dag en fyrir ári þegar niðurskurður borgaryfirvalda hófst. „Þessum nið- urskurði hjá Reykjavíkurborg fer brátt að linna. Þeir ákváðu nýlega að hækka aðeins framlögin til tónlistar- náms sem þýðir þá vonandi að öldu- dalnum hefur verið náð,“ segir Stef- án. Skorið niður á landsbyggðinni Ekki eru það aðeins borgarbúar sem hafa þurft að sætta sig við nið- urskurð í tónlistarnámi. Tónlist- arskóli Ísafjarðar hefur þurft að taka á sig töluverðan niðurskurð seinustu ár en að sögn Sigríðar Ragn- arsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar, hefur hún eins og aðrir þurft að hækka skólagjöldin. „Við hækkum bara í takt við verð- bólguna. Námið er svolítið að breyt- ast og fólk forgangsraðar öðruvísi í dag en áður. Við höfum þurft að koma til móts við þann niðurskurð sem gengið hefur yfir okkur seinustu ár,“ segir Sigríður. Nokkur fólksflótti hefur verið af Vestfjörðum undanfarin ár og þ.a.l. er minni aðsókn í tónlistarnám á svæðinu. Börnum hefur fækkað og er heildarfjöldi þeirra sem stundar hefðbundið nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar um 220 manns í dag. „Áð- ur fyrr vorum við með um 300 manns í hefðbundnu námi. Okkur vantar tónlistarkennara en það er mikil eft- irspurn eftir tónlistarnámi hérna á Vestfjörðum,“ segir Sigríður. Niðurskurður mismunandi Sigrún Grendal Jóhannesdóttir er formaður Félags tónlistarkennara, hún hefur undanfarið rannsakað áhrif kreppunnar á tónlistarkennslu á Íslandi. „Um þessar mundir erum við að skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á kennslufyr- irkomulag í tónlistarskólum. Sem dæmi þá virðist niðurskurður í skól- um, fyrir utan Reykjavík hafa verið um 9% að meðaltali frá árinu 2009- 2010 en um 22% í tónlistarskólum í Reykjavík. Niðurskurðurinn hefur verið mjög mismunandi eftir sveit- arfélögum og spannaði allt frá 0% og upp í 22% á þessu tiltekna tímabili skv. upplýsingum frá tónlistarskól- unum. Við fórum því sannarlega ekki varhluta af niðursveiflunni,“ segir Sigrún. Sigrún telur kollega sína líta fram- tíðina björtum augum en hún telur hlutverk tónlistarfræðslu og tónlist- arskóla aldrei verið mikilvægara en í dag. „Svona í heild sýnist mér stéttin vera nokkuð brött og tilbúin að horfa fram veginn. Nú þurfum við að vinna úr þeirri stöðu sem við erum í og stilla stefnumiðið að nýju. Ég tel því spennandi tíma framundan enda sannfærð um að hlutverk tónlistar- fræðslu og tónlistarskóla verði enn mikilvægara þegar líður á öldina,“ segir Sigrún. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tónlistarnám Tónlistarnemendum hefur fækkað á síðustu árum. Verðskrá hækkar í tónlistarskólum  Niðurskurður bitnar á tónlistarnámi 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er orðin gríðarleg þörf hjá fólki að endurnýja bíla sína því bílafloti Íslendinga er að eldast mun hraðar en annars staðar í Evrópu,“ segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Bílabúðar Benna, en fyrirtæk- ið auglýsti í gær mikla verðlækkun á Chevrolet-bifreiðum vegna hagstæð- ara gengis íslensku krónunnar og er dæmi um allt að 11,8% lækkun. Benedikt segir bílamarkaðinn vissulega hafa tekið við sér að und- anförnu en bendir þó á að bílaleigur kaupi enn stóran hluta nýrra bíla. „Það hafa nánast engir bílar selst á almennan markað í fjögur ár,“ seg- ir Benedikt og bætir við að saman- borið við ýmislegt annað séu bílar hlutfallslega ódýrir. „Við erum t.a.m. að bjóða bíl á 1.770 þúsund krónur sem er alveg ótrúlegt verð fyrir nýj- an og flottan bíl sem uppfyllir alla nútíma öryggisstaðla.“ Spurður hvort hann telji að önnur bílaumboð feti í sömu spor og lækki verð sitt, kveður hann já við. „Og ekki bara bílaumboðin heldur finnst mér að innflytjendur séu al- mennt ekki nógu duglegir við að lækka vörur sínar þegar gengi er hagstætt.“ Mazda CX-5 hjá Brimborg „Nú sem fyrr fylgjumst við grannt með verði keppinauta okkar og ger- um við slíkt á hverjum einasta degi,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, en hann telur jafnframt brýnt að fólk líti ekki einungis á pró- sentutölur er fregnir berast af verð- lækkunum á bílum. „Í vor kynntum við t.a.m. nýjan jeppa [Mazda CX-5] á 5.890.000 krónur en Benni er að lækka sinn niður í 5.990.000,“ segir Egill og bæt- ir við að fyrirtæki hans sé því að fullu samkeppnishæft að hans mati. Segir Egill að á fyrstu sjö mán- uðum ársins hafi 5.688 bifreiðar ver- ið nýskráðar hér á landi og af þeim voru 3.030 í eigu bílaleiga. „En ef maður skoðar svo vöxtinn og ber hann saman við sama tíma í fyrra er þetta 39,6 prósent aukning í bíla- leigubílum en 81 prósent á almenn- um markaði,“ segir Egill sem jafn- framt á von á því að um 7.500 bifreiðar seljist fyrir árslok en í fyrra voru seldir bílar um 5.500 talsins. Breytingar hafa verið gerðar í áföngum á vörugjöldum nýrra bíla sem skilað hafa hærri gjöldum á teg- undir sem losa mikið af gróðurhúsa- lofti. Um áramótin næstu taka frek- ari hækkanir gildi svo búast má við enn aukinni áherslu bílaumboða á eyðslugrönnum bifreiðum. Nýtti stöðu gengis og lækkaði  Bílabúð Benna tilkynnti allt að 11,8% verðlækkun á bifreiðum  Innflytjendur vöru hvattir til að lækka verð við hagstætt gengi  Forstjóri Brimborgar segir 81% aukningu í sölu á almennum markaði Morgunblaðið/Golli Töffari Það er mikilvægt að setja upp sólgleraugun á rúntinum. Í fyrra var Chevrolet Captiva mest selda jeppabifreið til ein- staklinga hér á landi og segir Benedikt Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Bílabúðar Benna, söluna einnig hafa gengið mjög vel það sem af sé ári. „Þessi bíll er að koma mjög vel út og ég veit ekki um neinn annan bíl hér á landi sem er jafn góður í endursölu og Captiva,“ segir hann og bætir við að minni gerðir bifreiða á borð við Spark og Cruze hafi einnig reynst eigendum sínum vel. Chevrolet Captiva STERKUR Í ENDURSÖLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.