Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 14

Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 14
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fiskistofa fer með álagningu og inn- heimtu veiðigjalda vegna úthlutaðs aflamarks og mun álagningin vænt- anlega berast aðilum um eða eftir miðjan september, samkvæmt upp- lýsingum Eyþórs Björnssonar, fiskistofustjóra. Hann segir að enn sé eftir að útfæra ýmis atriði varð- andi veiðigjöldin. Starfsfólki hafi ekki verið fjölgað vegna laga um veiðigjöld, en ljóst sé að þessi við- fangsefni auki vinnu hjá Fiskistofu. Fiskveiðiárið hefst á morgun, 1. september og samkvæmt lögum frá Alþingi síðastliðið vor á að greiða 9,50 kr. í almennt veiðigjald fyrir hvert þorskígildiskíló af öllum afla. Í sérstakt veiðigjald á að greiða 23,20 krónur fyrir hvert þorskígildiskíló í botnfiskafla og 27,50 kr. fyrir hvert þorskígildiskíló í uppsjávarfiski. Álagning vegna aflamarks sem úthlutað er 1. september fellur í gjalddaga með fjórum jöfnum greiðslum ár hvert, þ.e. 1. október sama árs, 1. janúar, 1. apríl og 1. júlí næsta árs. Veiðigjald vegna landaðs afla sem ekki er bundinn aflamarki verður lagt á 31. ágúst 2013. Áætlun um 4,5 milljarða í ár Áætlun sjávarútvegsráðuneyt- isins fyrir þetta fiskiveiðiár var um að 4,5 milljarðar yrðu innheimtir vegna veiðigjalds. Nú hefur sérstakt veiðigjald verið lagt á til viðbótar og á skatturinn að hækka á næstu ár- um. Við umræður síðastliðið vor var bent á að veiðigjöld gætu orðið verulega meiri en þær upphæðir sem komu fram af hálfu stjórnvalda. Þannig var áætlað í greinargerð meirihluta atvinnuveganefndar að nettótekjur ríkissjóðs vegna álagn- ingar veiðigjalds á næsta fisk- veiðiári myndu nema 12,7 millj- örðum kr. „Þó hefur verið bent á að mögu- lega kunni nettótekjurnar að hækka í allt að 13,8 milljarða kr. vegna ým- issa óvissra þátta. Meirihlutinn gerir ráð fyrir að verði nettótekjurnar meiri en 13,8 milljarðar kr. muni ráðherra bregðast við, sem og hlutast til um lækkun veiðigjalda nemi því sem umfram þau mörk fer,“ segir í greinargerðinni. Í yfirlýsingu forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra um sama efni 18. júní í sumar er tekið undir þetta. Þar segir að fari nettó veiðigjöld yfir 13,8 milljarða 2013 skuli taka tillit til þess til lækkunar, sem nemur því sem umfram er, við upphaf fisk- veiðiársins 2013/14, á fyrsta gjald- daga. Eins og fram kemur í upplýs- ingum fiskistofustjóra er eftir að út- færa ýmis atriði varðandi veiðigjöld- in, en samkvæmt lauslegum útreikningum, sem byggjast á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um ákvörðun heildaraflamarks á næsta fiskveiðiári gætu veiðigjöld vegna botnfiskafla numið rúmlega 12 millj- örðum á næsta ári. Þá er eftir að taka tillit til lækk- unar á gjöldum vegna ákvæðis um lækkun vegna vaxtakostnaðar vegna kaupa á aflaheimildum, en ríkið áætlar þessa upphæð 1,5 milljarða. Einnig er veittur aflsáttur af heim- ildum undir 100 tonnum og er hún áætluð 200 milljónir. Þorskígildis- stuðlar hafa verið reiknaðir fyrir hverja tegund og miðað er við heild- araflamark. Óvissa í uppsjávartegundum Óvissa er um veiðigjöld vegna veiða á uppsjávartegundum enda hefur ekki verið gefið út aflamark nema í íslensku sumargotssíldinni. Veiðigjöld af uppsjávarafla gætu numið 4-5 milljörðum króna. Upphafsaflamark á loðnu í vetur hefur ekki verið ákveðið og verður ekki gert fyrr en að loknum rann- sóknum á loðnustofninum í haust. Þá er beðið ákvörðunar um afla í norsk-íslenskri síld, makríl og kol- munna, en fjallað verður um þessar tegundir á fundum Norður- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar í haust. Í ástandsskýrslu Hafrann- sóknastofnunar í sumar segir að næsta loðnuvertíð ætti að byggjast á árgöngunum frá 2010 og 2009. „Þar sem mjög lítið mældist af ókyn- þroska loðnu haustið 2011 eru ekki forsendur til þess að leggja til upp- hafsaflamark fyrir vertíðina 2012/ 2013,“ segir í skýrslunni. Minna af norsk-íslenskri síld? Í ljósi rannsókna sumarsins gæti orðið að draga úr veiðum á norsk- íslenskri síld á næsta ári. Kolmunna- stofninn hefur hins vegar verið á uppleið og búist er við aukningu þar. Mikil aukning hefur orðið á mak- ríl í íslenskri lögsögu í sumar, en aflamark Íslendinga í ár er 145 þús- und tonn. Álagning um miðjan september  Eftir er að útfæra ýmis atriði varðandi veiðigjöld á útgerðina, en nýtt fiskveiðiár hefst á morgun  Fyrsti gjalddagi er 1. október  Miðað við 13,8 milljarða króna hámark í yfirlýsingu ráðherra Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Mikil þátttaka var í siglingu flotans til Reykjavíkur og samstöðufundi í vor er veiðigjöld og breytingar á fiskveiðistjórnun voru til umræðu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 „Láttu hjartað ráða“ er fjáröflun sem kaupmenn og starfsfólk í Kringlunni stendur að til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjart- veikra barna. Söfnunin stendur fram í september. „Í tilefni þess að Kringlan er 25 ára langar okkur að gefa eins konar afmælisgjöf frá Kringlunni og viðskiptavinum til Neistans,“ segir í tilkynningu. Útbúinn hefur verið hjartalaga risasparibaukur úr plexigleri þar sem fólki mun gefast kostur á að styðja málefnið. Kaupmenn í Kringlunni, fyrirtæki og starfsfólk hófu söfnunina með því að mynda röð að hjartanu til að setja í það 500 króna seðil hver og einn. Vonast þau til að gestir Kringlunnar taki virkan þátt í átakinu og láti 500 króna seðla í sparibaukinn. Söfnun Starfsmenn í Kringlunni mynduðu röð við hjartalaga sparibaukinn. Safna fé til styrktar hjartveikum börnum Haldið er upp á það víða um heim um þessa helgi að 20 ár eru liðin frá því fyrirtækið Lely kynnti nýj- ung í landbúnaði: mjaltaþjóninn. Gestir munu fá tækifæri til þess að ræða við heimamenn um kosti mjaltaþjóna og hvernig þeir hafa umbreytt þeirra lífi sem og lífi kúnna, segir í tilkynningu. Dag- skrá og viðmót opnu búdaganna verður eins um allan heim. Á Ís- landi verður opið fjós í Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum laug- ardaginn 1. september frá kl. 10- 16. Halda upp á afmæli mjaltaþjónsins Á miðnætti annað kvöld rennur út frestur til að skila inn hugmyndum um skipulag Öskjuhlíðar. Hægt er að skila tillögum á rafrænu formi á veffangið oskjuhlid@reykjavik.is. Þarna gefst almenningi kostur á að koma með hugmyndir um nýtingu svæðisins. Hugmyndirnar geta snú- ið að nýtingu eða breytingum, ver- ið tillögur um varðveislu, starf- semi, uppbyggingu eða hvaðeina sem talið er að bætt geti svæðið, segir í tilkynningu. Tillögur eiga að fela í sér lausnir fyrir afmörkuð svæði eða almennar hugmyndir um nýtingu. 750.000 krónur eru veittar í við- urkenningarfé og mun dómnefnd ákveða skiptingu þess á þær 10 til- lögur sem valdar verða. Framtíð Öskjuhlíðar STUTT DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litrík glervara og ljúfar brúðkaups- gjafir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.