Morgunblaðið - 31.08.2012, Page 24

Morgunblaðið - 31.08.2012, Page 24
Sífellt fleiri þurfa sérstaka uppbót FRÉTTASKÝRING Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is H ópur þeirra elli- og ör- orkulífeyrisþega sem fá greidda sérstaka uppbót fer ört stækk- andi og tekur raunar stökk á milli ára. Uppbótin var inn- leidd í september 2008 og er henni ætlað að tryggja þeim lífeyrisþegum sem ekki ná lágmarksframfærslu- viðmiði þá fjárhæð sem upp á vantar. Lágmarksframfærsluviðmið er sem stendur 203.005 krónur á mánuði og 174.946 fyrir einstaklinga í sambúð. Eins og áður segir hefur orðið mikil fjölgun meðal þeirra sem þurfa á uppbótinni að halda, en nú þiggja alls 11.825 manns hana, en 9.462 ein- staklingar þáðu uppbótina á 2. fjórð- ungi síðasta árs. Því hefur uppbótar- þegum fjölgað um 2.363 á einu ári. „Erfitt er að henda reiður á í hverju skýringin á fjölguninni liggur nákvæmlega,“ segir Sigurður Ein- arsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara. „Sé farið langt aftur í tímann eru minnkandi lífeyrissjóðs- tekjur væntanlega skýringin. At- vinnuleysi er líka að einhverju leyti um að kenna, þótt það sé í minna mæli fyrir ellilífeyrisþega þó mögu- legt sé að þiggja laun og ellilífeyri á sama tíma,“ segir Sigurður. Skertar tekjur lífeyrissjóðanna Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir skýringuna geta legið í auknum fjölda eldri borgara. „Fjölgun aldraðra er væntanlega hluti skýringarinnar. Fólk fer líka í auknum mæli strax við 67 ára mörk- in á lífeyri hjá Tryggingastofnun, og hefur þá í einhverjum tilfellum ekki áunnið sér nægilega mikinn lífeyri á sinni starfsævi,“ segir Jóna. Hún segir samsetningu hópsins ójafna milli kynja. „Konur hafa alltaf verið í meirihluta þeirra sem þurft hafa að sækja um uppbótina. Enn eru konur að ná lífeyrisaldri sem fóru ef til vill ekki inn á vinnumarkað fyrr en eftir fertugt og hafa þannig ekki áunnið sér lífeyrisréttindi hjá lífeyr- issjóðum nema í um 20 ár. Sá hópur er nokkuð stór og þar gæti legið enn önnur skýring,“ segir Jóna Val- gerður. „Samnlagt þarf framfærsla fólks að ná 203.000 krónum fyrir skatta og stór hópur fólks er ekki með nema um 60 þúsund krónur í líf- eyrissjóðsgreiðslur,“ segir hún og nefnir að auki skertar tekjur lífeyr- issjóðanna sem eina orsök stækk- andi hóps uppbótarþega. „Mikil skerðing hefur átt sér stað hjá lífeyr- issjóðunum og uppbót Trygg- ingastofnunar er sá öryggisventill sem kemur á móti þeirri skerðingu,“ segir hún. Sparifé fólks er í einhverjum til- fellum uppurið að sögn Jónu og það hefur sín áhrif. „Venjulegt fólk á kannski ekki nema í mesta lagi um 2 milljónir inni á banka við starfslok. Vextir af bankainnistæðum eru í al- gjöru lágmarki í dag, eða í hæsta lagi í kringum 3%,“ segir Jóna. „Ein skýringin er sjálfsagt sú að tekjur lífeyrisþega annars staðar frá hafa almennt dregist saman síð- ustu ár,“ segir Sigríður Hanna Ing- ólfsdóttir hjá Öryrkjabandalagi Ís- lands. „Ef lífeyrisþegi er með einhverjar aðrar tekjur þá skerðist þessi uppbót um sömu krónutölu og er þá miðað við tekjur fyrir skatt. Lífeyrisþegum er þannig haldið í fá- tæktargildru, en nær allar skatt- skyldar tekjur skerða sérstöku upp- bótina krónu á móti krónu, meðal annars fjármagnstekjur, mæðra- og- feðralaun, lífeyrissjóðstekjur, ald- urstengda örorkuuppbótin og sér- eignasparnaður,“ segir Sigríður Hanna. Morgunblaðið/Ómar Nauðsyn „Mikil skerðing hefur átt sér stað hjá lífeyrissjóðum. Uppbótin er öryggisventill sem kemur þar á móti,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á vef Vinstrigrænna eru birtar ályktanir sem sagt er að hafi verið samþykktar á fundi flokksráðs um síðustu helgi. Þessu verður auð- vitað að taka með þeim fyr- irvara að formaður og fram- kvæmdastjóri flokksins hafa hvort með sínum hætti við- urkennt að pottur hafi verið brotinn í framkvæmd fund- arins og nú er orðið ljóst að ályktanir sem þar eru sagðar hafa verið samþykktar voru það ekki þar sem fundurinn var ekki til þess bær sökum fá- mennis. Að þessu sögðu er athyglis- vert hvaða ályktanir fullyrt er á vef VG að hafi verið sam- þykktar á fundinum. Þar er efst á blaði ályktun um stuðn- ing við hljómsveit- ina Pussy Riot, næst kemur innan- tóm ályktun um ut- anríkismál þar sem engin afstaða kem- ur fram um neitt sem hönd á festir og þar á eftir er ályktun um að endurskoða þurfi lagaákvæði sem banna guðlast. Það litla sem á eftir kemur er ámóta gagnlegt innlegg í umræðuna og sýnir ágætlega á hvaða leið þessi flokkur er und- ir núverandi forystu. Afrakstur tveggja daga flokksráðsfundar er nokkrar litlar ályktanir um allt annað en það sem brennur á íslenskum almenningi nú um stundir. Stjórnmálaflokkur getur tæpast misst jarð- sambandið með augljósari hætti en Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur gert. Vinstri grænir eru að hverfa inn í eigin hugarheim og óvíst er hvort þeir eiga afturkvæmt} Jarðsambandið rofnað Fyrir svo semáratug til-kynnti Evr- ópusambandið að framvegis myndu ekki lengur fara fram samninga- viðræður á milli umsóknarríkis að ESB og sambandsins. Fyrir lægju 90.000 reglur og tilskip- anir ESB og verkefni viðræðna við aðildarríkið væri eingöngu að fá staðfest að það hefði inn- leitt þær reglur allar, þegjandi og hljóðalaust og óbreyttar og ef svo væri ekki, hversu fljótt það gæti lokið því verkefni. Það væri embættismanna ESB og þeirra einna að samþykkja þau tímamörk sem óskað væri eftir eða hafna þeim. Íslensk stjórnvöld vita gjörla um þessi ófrávíkjanlegu skilyrði ESB og að sambandið óski sérstaklega eftir því að umsóknarríki kalli þessa yf- irferð á aðlögun ekki samn- ingaviðræður, því með því blekki þau sína eigin þjóð. Þessar umsóknarreglur voru endurstaðfestar nýlega af ESB með þeirri breytingu að nú eru tilskipanirnar orðnar 100.000. Hafði sem sagt fjölgað um 10.000 eða 1000 á ári. Um það bil 3 á dag, virkan sem helgan. Nú er það auðvitað svo að sérhver reglusetning er ekki óþörf og nútíma samfélag fær ekki þrifist án þeirra. En hitt er jafnrétt að mannlífið verður skaplegra, frjórra og framtak- samara ef reglum er stillt í nauðsynlegt hóf. Þess utan er hollast að hvert ríki og helst minni stjórnsýslueiningar inn- an þess sjái sjálf um sína reglu- setningu. Þó ekki væri nema vegna þess að þá er auðveldara að losa um hana ef í ljós kemur að hún hafi verið óþörf, jafnvel skað- leg eða sé fyrir löngu hætt að gera sitt gagn. Þá er fjöldi óskráðra en þó ófrávíkjanlegra reglna gildandi í viðskiptum manna og þjóða á milli og duga ekki verr en hinar búrókra- tísku. ESB og handlangarar hjá ESA hömuðust á sínum tíma í Íslendingum að innleiða Evr- ópureglur um hvíldartíma flutningabílstjóra. Rökin fyrir nauðsyn sameiginlegra reglna voru þau að bílstjórar keyrðu stórbifreiðar sínar þvert yfir landamæri í hinu frjálsa flæði Evrópu. Því væri ekki hægt að komast hjá samræmdum reglum. Íslendingar þæfðust við og töldu enga nauðsyn til að lúta evrópskri forsjá með þessum rökum. Flestir og jafnvel allir þeir flutningabílar sem ækju héðan til Evrópu yrðu senni- lega sokknir í sæ löngu áður en þeir næðu landi í Færeyjum, hvað þá sunnar. Þessi rök dugðu ekki Brussel og Ísland gafst á endanum upp. Önnur dæmi eru mörg og jafn sérkennileg, þótt þau séu ekki eins þekkt. Það nýjasta snýst um ljósaperur sem ESB telur að verði að lúta sömu lög- málum í Grikklandi og á Ís- landi. Af hverju? Ef ein tegund af perum sparar húseigendum stórfé er þeim ekki treystandi til að velja sér sjálfir slíkar perur í stað hinna gömlu? Og ef þeir vilja borga fyrir að hafa sínar gömlu glóperur í sinni íbúð í Breiðholtinu, hvernig skaðar það Jose Spanio í Bilbao? Þrjár tilskipanir á dag eru ekki líklegar til að vera tilverunni í hag} Kviknar seint á perunni B laðakona er ósjálfbjarga. Hún út- skýrir þetta ástand sitt með því að hún sé kona og skrifar um það pistil í víðlesnum fjölmiðli. Sem vekur þessi líka svakalegu við- brögð. Einhver hótaði að drepa konuna sem kærði það þegar til lögreglu. Gott hjá henni. Það myndi ég líka gera ef einhver hótaði að murka úr mér líftóruna sökum skrifa minna. Auk líflátshótunarinnar voru ýmis miður fög- ur orð látin falla um téða blaðakonu sem ekki verða höfð eftir hér, því Morgunblaðið er vant að virðingu sinni. En það er kannski ekkert skrýtið að mörg- um þyki það með öllu óskiljanlegt að fullorðin manneskja skuli stæra sig af því að vera ósjálfbjarga. Sjálf á ég í mesta basli með að átta mig á þessu og á enn erfiðara með að skilja tenginguna á milli kvenna og bjargarleysis. Vissu- lega eru til konur sem af fjölmörgum ástæðum eru í stök- ustu vandræðum með ýmsar athafnir daglegs lífs. Reyndar þekki ég líka allnokkra karla sem geta sig nán- ast ekki hrært án aðstoðar. En þó að ég sé síður en svo sammála efni umrædds pistils, þá er ekki þar með sagt að ég geti ekki unnt blaðakonunni að hafa þessa skoðun. Og þá komum við að kjarna málsins. Ef skoðanir væru ekki skiptar, þá væri ekki til neitt sem héti umræða. Um- ræða er fyrirbæri sem er bráðnauðsynlegt í lýðræðis- samfélagi, fyrir vöxt þess og viðgang. Án umræðu gerist fátt. En fjaðrafokið í kringum pistilinn á ekkert skylt við umræðu. Það er ekki umræða að kalla fólk öllum illum nöfnum þó að það hafi myndað sér aðrar skoðanir en manni sjálfum hugnast. Það er heldur ekki umræða að skrifa ljót orð um fólk á netið fyrir allra augum. Hótanir um líflát og ofbeldi flokkast heldur ekki undir umræðu. Bara svo það sé á hreinu. Störf blaða- og fréttamanna eru ólík mörg- um öðrum störfum að því leyti að verk þeirra birtast á opinberum vettvangi. Þeim er engin vorkunn þó að stundum hvessi í kjölfar skrifa þeirra og þeir mega búast við því að fólk hafi skoðun á þeim og að þau skapi jafnvel um- ræðu í þjóðfélaginu. Sú umræða þarf ekkert endilega að vera hliðholl viðkomandi skrifum. En það er munur á því að fara í boltann eða manninn, eins og ráðherra nokkur komst að orði á dögunum. Eitt er að gagnrýna skrif á málefna- legan hátt, annað er að gera fólki upp ýmsar annarlegar hvatir vegna þess eins að það lýsir yfir tilteknum skoð- unum. Og bara svo það sé á hreinu; hér er átt við skoð- anir sem brjóta ekki í bága við lög og reglur. Annars er það alveg stórmerkilegt hversu fljótt um- ræða um jafnrétti og stöðu kynjanna snýst upp í ein- hverskonar keppni þar sem sumir þátttakendur standa í þeirri trú að sá sem notar mestu gífuryrðin beri sigur úr býtum. Er það ekki vísbending um að eitthvað skorti á í jafnréttismálum þegar ekki er einu sinni hægt að ræða þau á málefnalegan hátt? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Íslensk umræða - par excellence Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 11.825 Er meðalfjöldi þeirra elli- og örorku- lífeyrisþega sem þurfa á sérstakri uppbót að halda til að ná lágmarks framfærsluviðmiðum árið 2012. 9.211 Er meðalfjöldi þeirra sem þurftu á uppbótinni að halda á 1. ársfjórð- ungi í fyrra. 3.443 Elli- og örorkulífeyrisþegar þurftu á uppbótinni að halda árið 2008. 113 Fjöldi þeirra sem bættist í hóp upp- bótarþega milli 1. og 2. ársfjórðungs 2012. ‹ FJÖLGUN UPPBÓTARÞEGA › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.