Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 25

Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Stórt Eitt stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Caribbean Princess, kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Því var fylgt til hafnar og er ekki ofsögum sagt að gríðarmikill stærðarmunur sé á skip- unum, enda prinsessan tæp 113 þúsund brúttótonn. Skyggni var gott og gátu farþegar horft yfir Akranesið áður en skipið lagðist að bryggju en dvölin var stutt og var haldið úr höfn í gærkvöldi. Ómar Fimm ár eru liðin frá því framleiðsla hófst í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyð- arfirði. Þar hafa síðan verið framleiddar um 1,6 milljónir tonna af áli og nemur útflutn- ingsverðmæti þeirra um 400 milljörðum króna. Af þeirri fjár- hæð hafa um 150 milljarðar orðið eftir í landinu. Við hjá Fjarðaáli erum mjög stolt af þessum ár- angri. Íbúum á Mið-Austurlandi hefur frá því framkvæmdirnar hófust við Kárahnjúka og álverið á Reyð- arfirði, fjölgað um 1.000, eða um 13%. Það er ánægjuleg þróun í samfélagi sem var við það að blæða út vegna skorts á atvinnu- tækifærum. Íbúum fækkaði jafnt og þétt og fjölskyldur tvístruðust. Nú hafa margir Austfirðingar snú- ið aftur heim, til dæmis fjölskyldan mín, fjölskyldur hafa sameinast á ný, enda næga vinnu að hafa. Sjávarútvegur, ál og ferðamennska Það er umtalsverð gróska í Fjarðabyggð, bæði í álframleiðslu og sjávarútvegi, sem hefur góð áhrif á vöxt og velferð samfélags- ins. Ferðaþjónustan eflist ár frá ári. Nátt- úrperlur Austurlands eru óteljandi og eft- irsóknarvert fyrir ferðamenn að njóta þeirra. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir okkur sem tökum virkan þátt í uppbygg- ingu Austurlands. Við hjá Fjarðaáli erum einnig ánægð með okkar framlag til samfélagsins. Það er fastur lið- ur að starfsmenn fyrirtækisins taki á hverju ári þátt í sjálf- boðaliðastarfi í þágu góðra mál- efna. Við höfum tekið þátt í að leggja göngustíga, reisa úti- skólastofur, byggja pall við sjúkra- húsið, gera blakvelli á tveimur stöðum og margt fleira. Fjarðaál hefur ásamt Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum lagt milli 600 og 700 milljónir króna í ýmiss konar samfélagsverkefni frá því starf- semin hófst á Reyðarfirði og er stærsta stuðningsverkefnið fram- lag til Vina Vatnajökuls, hollvina- samtaka Vatnajökulsþjóðgarðs. 22% starfsfólks eru konur Hjá Fjarðaáli starfa næstum 500 manns, af þeim eru 22% konur. Það er hærra hlutfall en í öðrum álverum Alcoa. Afleidd störf und- irverktaka á svæðinu eru á fjórða hundrað. Alls eru því að jafnaði á níunda hundrað starfsmanna á ál- verssvæðinu. Þessi störf hafa kall- að á fjölda óbeinna starfa annars staðar í samfélaginu, svo sem í skólum, dagheimilum, heilsugæslu, í samgöngum, verslun og margs- konar þjónustu sem eykur fjöl- breytileikann á Austurlandi. Per- sónulega er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á sterku og nú- tímalegu samfélagi hér eystra. 340 þúsund tonna útflutn- ingur Fjarðaál framleiðir árlega rúm- lega 340 þúsund tonn af gæðaáli til útflutnings um Mjóeyrarhöfn, sem er önnur stærsta höfn landsins. Í fyrra fóru þaðan álvörur fyrir um 95 milljarða króna eða fyrir um 8 milljarða á mánuði að meðaltali. Um 35% af útflutningstekjum okk- ar urðu eftir á Íslandi eða um 33 milljarðar. Umræddar tekjur fóru að mestu í opinber gjöld, orku- kostnað, laun, umfangsmikil inn- lend viðskipti og samfélagsverk- efni. Álverið keypti á síðasta ári vörur og þjónustu af á þriðja hundrað innlendum birgjum og sl. 5 ár hefur um 9 milljörðum króna verið varið í fjárfestingar, þar af um 5 milljörðum í byggingu ker- smiðju, sem nú er tekin til starfa. Hún skapar um 60 ný störf. 2,4 milljarðar til ríkis og sveitarfélaga Í fyrra námu laun og launatengd gjöld álversins 4,7 milljörðum króna. Meðalárslaun starfsfólks voru um 7,1 milljón króna. Með- altekjur á landsbyggðinni árið 2011 voru hæstar á Austurlandi. Meginástæða þess er öflugur sjáv- arútvegur og álframleiðsla. Starfs- fólk Fjarðaáls greiddi á sl. ári um 1,3 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Samanlagt greiddu Fjarða- ál og starfmenn þess um 2,4 millj- arða til ríkis og sveitarfélaga í formi opinberra gjalda. Mikilvæg atvinnugrein Um 40% af heildarútflutningi Ís- lands er ál, sem er hlutfallslega svipað og útflutningur sjávaraf- urða. Hlutur Fjarðaáls á í öllum vöruútflutningi frá landinu var um 17% á síðasta ári . Mér finnst það mjög ánægjulegt að taka þátt í þessari mikilvægu atvinnugrein landsmanna og upplifa hversu gríðarlega mikilvæg álframleiðslan er orðin í efnahagslífinu og hversu mikið hún leggur af mörkum til þjóðartekna. Ég er afar stolt af framlagi Austfirðinga í þessum efnum. Vatnsorku breytt í ál, sem geymir orku Áliðnaðurinn á Íslandi byggist í raun á að breyta jökulvatni, sem annars rynni óbeislað til sjávar, í raforku til álframleiðslu sem aftur skilar milljörðum í gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar. Áliðnaður breytir því raforku í unnið ál. Um 75% þess áls sem framleitt hefur verið í heiminum frá upphafi eru enn í notkun, margendurunnið og endurnýtt. Við endurvinnslu áls þarf aðeins 5% af orkunni sem fór upphaflega í frumvinnslu álsins. Í raun má segja að ál sé eins og raf- hlaða sem orkan er geymd í. Nýt- ing raforku innanlands tryggir tví- mælalaust verðmætustu framtíðarstörfin og skapar drjúg- ar tekjur í þágu þjóðarbúsins í heild. Eftir Janne Sigurðsson » Þessi störf hafa kall- að á fjölda óbeinna starfa annars staðar í samfélaginu, sem eykur fjölbreytileikann á Austurlandi. Janne Sigurðsson Höfundur er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Fjarðaál hefur flutt út ál fyrir um 400 milljarða króna á fimm árum Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna og nýskipaður atvinnu- vega- og nýsköp- unarráðherra, var í viðtali í morg- unútvarpi Rásar 2 í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður út í komandi þing í ljósi átaka á því síð- asta og sagði m.a. að það væri æskilegt að það tækist að „skipuleggja þetta betur núna og hafa betri blæ á þessu“. Það er nú ekki oft sem ég er sammála Steingrími J. Sigfús- syni en þarna get ég tekið heils hugar und- ir með honum. Ég er líka ánægð með það að svo virðist sem hann sjái loksins að skipulagið og verk- stjórnin hjá rík- isstjórninni hafi kannski ekki verið til fyrirmyndar fram að þessu og að það geti hafa haft áhrif á „blæinn“ sem hann vísar til. Ég treysti því líka að þetta þýði að til- lögur frá stjórnarandstöðunni fái betri viðtökur frá stjórnarflokk- unum á komandi þingi og að þær verði ekki afskrifaðar eingöngu vegna þess hvaðan þær koma. Það hefur nefnilega verið þannig að ríkisstjórnin hefur komið með stór sem smá mál inn í þingið allt of seint, illa unnin og í miklum ágreiningi, ekki aðeins við stjórn- arandstöðuna heldur einnig milli stjórnarflokkanna. Þannig vinnu- brögð gera ekkert annað en að kalla á hörð viðbrögð og andstöðu innan þings sem utan sem getur vissulega haft leiðindablæ í för með sér. Ég vænti þess því að með því að segjast vilja „skipu- leggja þetta betur“ eigi hann við það að nú muni ríkisstjórnin koma fyrr með málin inn í þingið, und- irbúa þau betur og leitast við að vinna þau í meiri sátt en hingað til. Það væri mjög til bóta. Hingað til hefur ríkisstjórnin rekið bæði fólk og fyrirtæki í vörn með aðgerðum sínum, vörn gegn vondum lögum, auk þess sem gæluverkefni sem sundra þjóðinni eru sífellt sett á oddinn. Ég get sem formaður þingflokks sjálf- stæðismanna fullvissað Steingrím J. Sigfússon um að gegn þannig málum munum við berjast af öll- um krafti, hér eftir sem hingað til. En ég get einnig lofað honum því að þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins mun greiða fyrir öllum góðum málum eins og við höfum ávallt gert, málum sem snerta hag heimila og fyrirtækja landsins, efla atvinnulífið og bæta sam- félagið. Orð eru til alls fyrst en það þarf meira en orð frá Steingrími J. Sig- fússyni, nú bíðum við spennt eftir efndunum. Steingrímur, skipulagið og blærinn Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur »… það þarf meira en orð frá Steingrími J. Sigfússyni, nú bíðum við spennt eftir efndunum. Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.