Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 ✝ GuðrúnBjarnadóttir fæddist í Keflavík 1. ágúst 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans 23. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar eru Bjarni Jóns- son, f. 1922, d. 2011, húsasmíða- meistari og verk- stjóri, og Ásta Árnadóttir, f. 1922, listmálari og kaupkona. Systkini Guð- rúnar eru Arnar Magnús, f. 1944, d. 1947, Arnar, f. 1948, og bjó frá 1970 með eiginmanni sínum í Reykjavík. Hún fór ung sem skiptinemi til ársdvalar í Kaliforníu. Hún vann hjá varn- arliðinu, um árabil hjá Sam- vinnutryggingum en samfellt frá 1981 hjá Orkustofnun. Með- al annars starfaði hún um ára- bil hjá Háskóla SAMEINUÐU þjóðanna sem starfar innan Orkustofnunar og síðustu árin var hún ritari orkumálastjóra. Guðrún var virkur þátttakandi í félagsmálum, m.a. stjórn- armaður í SFR, Stéttarfélagi í almannaþjónustu. Hún lagði krafta sína og umhyggju til fjölskyldunnar allrar, mikilvirk og snjöll hannyrða- og sauma- kona, listfeng. Hún var traust og hógvær í allri framgöngu. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 31. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Sígríður Júlíana, f. og d. 1955, og Sig- ríður Júlía, f. 1957. Maki Guðrúnar er Hörður Gísla- son. Börn þeirra eru Helga ljós- móðir og Gunnar verkfræðingur. Maki Helgu er Haraldur Skarp- héðinsson, börn hennar eru Emil Dagsson og Álfrún Haralds- dóttir. Guðrún ólst upp með for- eldrum og systkinum í Keflavík Komið er að kveðjustund. Guðrún frænka mín er fallin frá og langar mig með nokkrum lín- um að minnast hennar. Ég minnist hennar fyrst sem lítillar hnátu, sem var svo ótrú- lega liðug að hún gat farið í „splitt og spígat“ og lagt sig tvö- falda saman og annað sem henni datt í hug. Ég minnist hennar með Arnari (Adda) bróður sínum, en böndin á milli þeirra hafa alla tíð verið mjög sterk. Ekki man ég eftir þeim öðruvísi en hlæjandi eða brosandi. Þegar þau voru nokkurra ára gömul kom Sigríð- ur Júlía systir þeirra í heiminn og tóku þau fljótlega að sér að passa hana, þegar þau höfðu tíma til. Ég fylgdist alltaf með þessari frænku minni og fannst það ein- kenna hana hvað hún var alltaf í góðu skapi. Þetta laðaði fólk að henni. Mér fannst líka einkenna hana hvað hún var alltaf áræðin. Ég man aldrei eftir að hafa heyrt hana segja að hún gæti ekki það sem henni datt í hug að gera, heldur vatt hún sér bara í verkið af dugnaði og ákafa. Ég flutti til Keflavíkur þegar ég var 13 ára og átti þá heima við hliðina á henni fyrstu tvö ár- in. Fljótlega fóru okkar sam- skipti að verða meiri, þrátt fyrir 5 ára aldursmun. Oft puntuðum við okkur upp á sunnudögum og fórum með rútunni út í Garð að heimsækja ömmu og afa í Kot- húsum. Það eru ógleymanlegar stundir, þegar við sátum og ræddum við ömmu um alla heima og geima. Árin liðu og við, ungar Kefla- víkurdömur fórum að skreppa annað slagið til Reykjavíkur með rútunni á vit hinna ýmsu spá- kvenna. Mér fannst Guðrún líka alltaf vera mjög opin fyrir nýj- ungum á hvaða sviði, sem hún hafði áhuga fyrir. Í einni af okk- ar Reykjavíkurferðum var hún til dæmis að fá sér sjónlinsur, en þá hafði ég ekki einu sinni heyrt að svoleiðis væri til. Hún var í fyrsta ungmenna- hópnum sem fór til ársdvalar í Ameríku á vegum skiptinema- samtaka. Þar fannst mér hún sérstaklega áræðin. Fljótlega eftir heimkomuna frá Ameríku fóru leiðir hennar og Harðar að liggja saman (kannski voru þau búin að kynn- ast aðeins áður?). Þau giftu sig, stofnuðu heimili og eignuðust börnin sín tvö, Helgu og Gunnar. Þá urðu okkar samskipti heilmikil, þar sem mín börn eru á svipuðum aldri og hennar. Alltaf var gott að koma á fallega heimilið þeirra Guðrún- ar og Harðar, þar sem maður fann sig ætíð velkominn. Samskipti okkar frænknanna hafa verið þannig í gegnum árin að oft höfðum við ekki haft sam- band í langan tíma, en alltaf hef- ur það verið eins og við hefðum talast við „gær“ þegar við loks- ins höfðum samband. Það tel ég vera góða vináttu. Ég kveð elsku frænku mína og þakka henni allar góðu minn- ingarnar sem ég á um hana. Ég mun varðveita þær í huga mér um ókomin ár. Elsku Hörður, Helga, Gunn- ar, Ásta mín og aðrir ástvinir. Megi minningarnar sefa sorgina og verða ykkur fjársjóður þegar fram líða stundir. Blessuð sé minning Guðrúnar. Guðfinna Jóna Eggerts- dóttir (Minný frænka). Langtum fyrr en átt hefði að vera erum við nú að kveðja góða vinkonu. Um hana mætti nota mörg hrósyrði, sem of langan tíma tæki að setja á blað, og látum við nægja að tína til nokkur, sem fyrst koma í hugann. Hún fetaði sitt allt of stutta lífshlaup hljóðlát, tillitssöm, skyldurækin, jákvæð, alltaf hjálpsöm og glaðlynd. Gekk á fjöll, synti í sjó, hafði gefið blóð fimmtíu sinnum, var fjölskyldu- væn og afbragðs starfsmaður. Henni bar mannlýsingin; hún var drengur góður. Guðrún var mjög listræn, stundaði margvíslegar hannyrðir og var að feta sig áfram í glerlist og mósaíklist þegar heilsan brást. Nær fimm áratugir eru síðan Guðrún tengdist stórfjölskyld- unni og nú er komið að samferð- arlokum. Við María þökkum Guðrúnu samfylgdina og vottum Herði, Helgu og Gunnari samúð okkar. María og Steinar Berg. Lífið fer sannarlega ekki allt- af eftir þeim brautum sem mað- ur óskar. Guðrún vinkona mín lést í blóma lífsins úr sjúkdómi sem greindist fyrir nokkrum mánuðum. Það var harður og ómaklegur dómur. Við Guðrún höfum verið sam- ferða í lífinu næstum fjóra ára- tugi. Þegar þau fjölskyldan fluttu í næstu götu jókst sam- gangur heimilanna. Það var hjálpast að eftir því sem ástæða eða tilefni var til, ferðast, spjall- að og notið samvista eins og gengur í dagsins önn og við há- tíðleg tækifæri. Guðrún var miðpunktur fjöl- skyldu sinnar þar sem hún naut sín glettin og hlý. Haldið var í hefðir og vandað til alls af fyr- irhyggju og hófsemd. Eiginmað- ur, börn, barnabörn, móðir, systkini og aðrir ástvinir eiga um sárt að binda við ótímabært fráfall hennar. Við upplifðum margt saman sem er mér minnisstætt: Að vakna í fallegu veðri á tjaldstæði í Lóninu. Horfa yfir Héraðsfló- ann á leið upp á Hellisheiði eystri. Göngu- og menningar- ferðir á Reykjanesi. Hannyrða- búðir í Kaupmannahöfn þar sem hún fékk eitt og annað til þess að svala sköpunarþrá sinni sem hún var svo ríkulega gædd. Þar örkuðum við oftar en einu sinni saman um borgina. Bíó, kaffihús og söfn skoðuð. Sólskinsdagar á Amager. Hótelið sem var ekkert „Grand“ en samt svo notalegt. Gamla bakaríið þar sem bollurn- ar voru bestar. Gönguferðin eftir Strandvejen svo fátt eitt sé nefnt. Hún var áhugasöm í þeim verkefnum sem lífið færði henni sem hún svo miðlaði eftir því sem við átti. Til dæmis veit ég sennilega meira um það merki- lega starf sem fram fer í Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna eftir frásögnum Guðrúnar sem þar starfaði, en ella hefði orðið. Aldrei skorti okkur umræðu- efni og þótt við værum um margt ólíkar þá breytti það engu þótt við deildum ekki sömu skoð- un. Sitt sýndist hvorri og þannig er lífið líka skemmtilegast. Margs er því að minnast og allt er það á góðan veg. Á þessari kveðjustundu er okkur Guðmundi efst í huga djúp þökk fyrir góð kynni. Ást- vinum Guðrúnar eru færðar ein- lægar samúðarkveðjur. Vilborg Runólfsdóttir. Í dag kveð ég í hinsta sinn vinkonu mína Guðrúnu. Hún er nú farin í það ferðalag sem bíður okkar allra einhvern tímann á lífsleiðinni og enginn getur flúið. Guðrún var eins og allir vita sem þekktu hana afar ljúf, hlý og glöð manneskja. Hún var ein- stök vinkona. Okkur auðnaðist að vera vinkonur í 50 ár sem er langur tími en þó svo stuttur og aldrei hefur neitt skyggt á þann vinskap. Þakka þér fyrir alla þína vináttu og elsku kæra vin- kona. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka, t.d. löngu frímínúturnar í skólanum en þá var hlaupið til mömmu þinnar á Skólaveginn og fengið kakó og brauð. Allar spilaferðirnar í Garðinn til ömmu þinnar í Kothúsum, svona mætti lengi telja. Guðrún var lánsöm þegar hún hitti Hörð en þau voru einstök hjón. Finnst okkur hjónum við vera ríkari fyrir að hafa kynnst þeim og verið vinir þeirra því Guðrún og Hörður voru algjörar perlur og vinir vina sinna. Okkur hefur auðnast að fara með þeim hjónum í ferðalög og er það ein- stök upplifun. Síðasta ferðin sem við fórum saman var um Vestfirði en þá hefur Guðrún sennilega verið orðin veik, það sjáum við núna eftir á. Alltaf var hún jafn kát og mikið höfum við getað hlegið saman í gegnum árin. Þegar Guðrún lá banaleguna reyndi ég að koma eins oft og ég gat til hennar. Þá kynntist ég aftur Helgu og Gunnari, börnum þeirra hjóna. Mikið mega þau hjón vera stolt af þeim systk- inum, þar sannast að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, þau eru eins og foreldrarnir hlýjar og ljúfar manneskjur. Elsku Hörður, Gunnar, Helga, Haraldur, Emil og Álfrún litla. Mikill er missir ykkar en ljúfar og góðar minningar um góða eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu munu ylja ykk- ur um ókomna tíð. Megi góður guð vaka yfir ykk- ur öllum og gefa ykkur styrk í sorginni. Við þörfnumst hvert annars til þess að deila leyndardómum lífs og dauða, tjá gleði okkar og sorgir, hjálpa okkur á vegferðinni og minna okkur á að við erum öll eitt. (Höfundur ókunnur) Hvíl í friði elsku vinkona. Þín vinkona, Helga. Elsku Guðrún. Það er sárt að horfa á eftir góðum félaga sem þú varst. Við höfum þekkst frá unga aldri í Keflavík en tengd- umst vináttuböndum eftir dvöl okkar í Húsmæðraskóla Reykja- víkur’68-’69 en þar deildum við herbergi heilan vetur. Hittumst reglulega í saumaklúbbnum og alltaf var spennandi að sjá hvaða var á prjónunum hjá þér eða annað sem þú varst að fást við, en það var ansi margt enda handlagin kona. Síðustu árin tengdi bútasaum- urinn okkur enn betur saman, mættum reglulega á fundina hjá Bútasaumsfélaginu og farnar að starfa í þágu félagsins. Ferðuð- umst saman til útlanda til að sinna áhugamálinu, alltaf vel heppnaðar ferðir. Fórum saman á sérstakar saumahelgar til að sauma og læra meira. Þú varst heilsteypt kona sem gaman var að umgangast og gott að lynda við. Takk fyrir allar góðu stund- irnar, ég mun sakna þín sárt. Í veikindum þínum sýndir þú mik- ið æðruleysi og hreinskilni sem er aðdáunarvert. Herði og fjöl- skyldu þinni votta ég innilega samúð. Hvíl í friði kæra vinkona. Guðríður (Gullý.) Kveðja frá ÍSOR Fyrir rúmum 30 árum hóf ung kona störf sem ritari á jarðhita- deild Orkustofnunar. Það var Guðrún Bjarnadóttir. Þetta var á miklum uppgangs- og um- brotatímum í orkumálum. Jarð- hitavæðing landsins til húshitun- ar stóð sem hæst og mikið var framleitt af rannsóknar- skýrslum. Þetta var rétt í upp- hafi tölvualdar þegar tölvurnar voru í þann veginn að taka við af gamaldags ritvélum. Sérfræð- ingar skiluðu þá jafnan mislæsi- lega handskrifuðum rannsóknar- skýrslum til ritaranna sem vélrituðu þær til útgáfu. Guðrún hafði ríka máltilfinningu og kom iðulega með góðar tillögur að lagfæringum. Fljótlega kom í ljós að Guð- rún var mjög nákvæm og áreið- anleg í störfum sínum og var henni falið að sjá um gerð reikn- inga fyrir jarðhitadeild. Því sinnti hún fram til ársins 1996 er hún fluttist yfir til Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hann varð um þetta leyti sjálf- stæð rekstrareining innan Orku- stofnunar en tilheyrði áður jarð- hitadeild sem síðar breyttist í Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR. Hjá Jarðhitaskólanum hélt Guðrún utan um styrkþega skól- ans, ungt fólk frá þróunarlönd- unum sem kom til Íslands til að fá þjálfun í jarðhitafræðum. Það var viðamikið starf að sinna þessu unga fólki frá fjarlægum löndum og leiðbeina því og að- stoða á alla lund í gjörólíku menningarumhverfi. Það gerði Guðrún af sinni eðlislægu natni og samviskusemi. Árið 2006 skipti hún svo aftur um starfs- vettvang í Orkugarði og varð rit- ari orkumálastjóra. Orkustofnun, ÍSOR og Jarð- hitaskólinn hafa alla tíð verið saman í húsnæði; frá árinu 1979 í Orkugarði við Grensásveg í Reykjavík. Samskipti á milli stofnana hafa verið mjög mikil einkum milli ÍSOR og Jarðhita- skólans og þar kom Guðrún oft við sögu. Hún var alltaf lipur þegar leitað var til hennar, þægileg í allri umgengni, greið- vikin og hjálpsöm og hinn besti starfsfélagi að öllu leyti. Fyrir hönd Íslenskra orku- rannsókna votta ég manni henn- ar, Herði Gíslasyni, afkomend- um þeirra og fjölskyldu allri okkar dýpstu samúð og hugsa með þakklæti til áratuga ánægjulegs samstarfs við Guð- rúnu. Megi hún hvíla í friði. Ólafur G. Flóvenz. Það var mikið lán fyrir Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þegar Guðrún Bjarna- dóttir kom þangað til starfa árið 1996. Hún þekkti vel til skólans því hún hafði starfað hjá Jarð- hitadeild Orkustofnunar frá 1981, en skólinn var hluti af Jarðhitadeild á þeim árum. Guð- rún sá um móttöku og velferð nemenda skólans í ellefu ár, til 2006. Þessi ár fóru gegnum skól- ann tæplega 200 jarðvísinda- menn og verkfræðingar frá 29 þróunarlöndum og var þetta fyrsta utanlandsdvöl flestra þeirra. Hjá Guðrúnu áttu þeir vin og ráðgjafa sem þeir gátu leitað til hvenær sem var, innan og utan vinnutíma. Hörður studdi Guð- rúnu vel í hennar fórnfúsa starfi og fór m.a. með henni margar ferðir til Keflavíkur að taka á móti nemendum á ýmsum tímum sólarhrings. Samstarfsfólk og fjölmargir vinir í fjórum heimsálfum minn- ast Guðrúnar með hlýju og þakklæti. Innilegar samúðarkveðjur til Harðar og fjölskyldunnar. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhita- skóla HSþ. Guðrún Bjarnadóttir hóf störf sem skrifstofumaður á jarðhita- deild Orkustofnunar 8. septem- ber 1981 og hafði því starfað hjá stofnuninni á fjórða áratug þeg- ar hún lést. Hún færði sig um set 1996 yfir til Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem er rekinn innan vébanda Orku- stofnunar, og starfaði þar um 10 ára skeið, þar til hún tók við stafi ritara á skrifstofu orku- málastjóra. Störf Guðrúnar ein- kenndust af mikilli vinnusemi, fumlausu öryggi og vandvirkni í þeim störfum sem hún tók sér fyrir hendur. Hún bar hag stofnunarinnar mjög fyrir brjósti og þá sérstak- lega vörslu heimilda um störf hennar og sögu. Hvenær sem stund gafst frá ritarastörfum hafði hún tilbúinn bunka af eldri skýrslum og kortum sem hún vann við að flytja yfir á rafrænt form til öruggrar varðveislu og til þess að gera þær aðgengileg- ar í gegnum vefinn. Þegar litið er á árangur þessa starfs er ljóst að þessi aukabúgrein hennar hefur skilað miklum árangri sem er ómetanlegur fyrir þá sem daglega vinna með upplýsingar úr þessum gögnum. En umfram allt var Guðrún traustur og góð- ur vinnufélagi með næmt auga fyrir málum sem þurfti að sinna, hvort sem það sneri að starfsem- inni sem slíkri eða sérstökum að- stæðum starfsmanna. Það var ávallt gott að geta notið dóm- greindar hennar og leiðsagnar um úrlausn mála. Hún hélt líka ró sinni og stillingu sama hvað á gekk. Æðruleysi hennar kom vel í ljós þegar hún greindi mér frá því að hún hefði greinst með krabbamein og síðar að hún hefði ákveðið að hætta meðferð og taka því sem að höndum bæri. Hún sýndi ekki vott af sjálfsvorkunn, heldur djúpa um- hyggju fyrir sýnum nánustu, vinnufélögum og þeim verkefn- um sem hún gat ekki lengur sinnt. Það er ekki öllum gefið að skilja við jarðlífið með slíkri reisn. Í Orkugarði á Grensás- veginum eru, auk Orkustofnunar og Jarðhitaskólans, Íslenskar orkurannsóknir þar sem vinna margir fyrrverandi samstarfs- menn Guðrúnar. Við sjáum nú með miklum söknuði á eftir góð- um starfsfélaga og vottum eig- inmanni hennar og fjölskyldu samúð okkar. Guðni A. Jóhannesson. Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur; heimskir menn sig státa. (Hallgrímur Pétursson.) Þessi orð séra Hallgríms Pét- urssonar gætu vel hafa verið einkunnarorð Guðrúnar Bjarna- dóttur, því þau lýsa vel lynd- iseinkunnum hennar. Hún var sannarlega kátur og ljúfur sam- starfsmaður, iðin og ábyrg og al- veg laus við það að hreykja sér af verkum sínum, hún vann verk sín hljóð, rétt eins og konan sem kyndir ofninn. Hún lagði gott eitt til allra og vissi að á fjöl- mennum vinnustað þarf aðgát í orðum og traust og trúnaður þarf að ríkja. Henni var enda treyst til að halda utan um gleði- stundir á vinnustaðnum, aðstoð við ársfundi og fleiri atburði og gerði það af meðfæddri prúð- mennsku og smekkvísi að hætti fagurkerans. Samstarfsmaður er frá okkur tekinn óvænt og of fljótt, og sannast enn einu sinni að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Því þó að ekki hafi alltaf borið mikið á störfum Guðrúnar sem ritara á Orkustofnun sl. 6 ár, þá voru þau gegnum tíðina fjölbreytt og mikilvæg og þeim alltaf sinnt af alúð. Í orðinu sam- starfsmaður felst í raun mjög mikið, því með notkun þess er raunverulega gert ráð fyrir sam- starfi milli manna. Guðrún var samstarfsmaður í bestu merk- ingu þess orðs, fór ekki í mann- greinarálit og vann jafn vel og vandlega fyrir alla, öll verk sem hún var beðin um, hvort sem þau voru stór eða smá, öllum var tekið með brosi á vör og verk- unum sem sjálfsögðum hlut. Því hún leit þannig á að við værum öll í raun í samstarfi við að vinna sem best fyrir stofnunina og vera henni til sóma, og að skylda okkar væri að sinna vel því starfi sem greitt er af almannafé. Hún var þarna til fyrirmyndar hinum opinbera starfsmanni. Starfsmannamálum, bæði réttindamálum starfsmanna hjá SFR – Stéttarfélag í almanna- þjónustu og félagsmálum innan starfsmannafélags okkar, vildi hún leggja lið og taldi það skyldu sína að taka þátt í þess- um málum bæði sem stéttar- félagsmaður og ábyrgur starfs- maður á vinnustað. Ekki síður tók hún alvarlega hina fé- lagslegu ábyrgð sem felst í þátt- töku í félagslífi starfsmanna bæði innan og utan vinnustað- arins, en þátttaka sem flestra starfsmanna er oft einmitt það sem skapar þá samkennd og ánægju sem þarf til að fólki líði vel á vinnustað sínum. Hún var umhyggjusöm um líðan okkar og alltaf tilbúin að leggja lið því sem gæti orðið okkur vinnu- félögunum til upplyftingar og til- breytingar. Í einkalífinu var hún vina- mörg og virk, átti skemmtileg áhugamál og vann fallega handa- vinnu sem hún sýndi ef um var beðið, því ekki var hennar háttur að státa sig af verkunum, þó vel hefðu þau hæft til sýningar á hvaða vettvangi sem er. En þessa fengum við að njóta sem næst henni unnum og einnig að fylgjast með börnum og barna- börnum, sem nú hafa misst svo mikið. Fjölskyldan naut hennar góðu kosta sem við hér á vinnu- staðnum þekkjum svo vel; um- hyggjusemi, kátínu og ljúf- mennsku fram á síðasta dag. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra. Kveðja, Hrafnhildur, Orkustofnun. Guðrún Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.