Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 35

Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is Kveðja frá Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Fallin er í valinn merk kona sem skilaði farsælu starfi sem húsmóðir og forystumaður margra verðugra framfaramála. Áhugafólk um heilbrigðismál á Suðurnesjum stofnaði Styrkt- arfélag Sjúkrahúss Suðurnesja nú Heilbrigðisstofnun Suður- nesja árið 1975. Markmið fé- lagsins var að sýna samstöðu Suðurnesjabúa og þrýsta á um stækkun gamla sjúkrahússins. Mikill áhugi var á eflingu heil- brigðisþjónustunnar á Suður- Hildur Guðmundsdóttir ✝ Hildur Guð-mundsdóttir fæddist í Innstu- Tungu á Tálkna- firði 27. apríl 1940 . Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 25. ágúst 2012. Útför Hildar var gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 30. ágúst 2012. nesjum, enda voru stofnendur félags- ins um eitt þúsund. Hildur Guð- mundsdóttir átti sæti í stjórn Styrktarfélags Heilbrigðisstofnun- ar Suðurnesja og var gjaldkeri fé- lagsins frá árinu 1987. Helsta bar- áttumál félagsins var að þrýsta á um stækkun sjúkrahússins og auka þjónustu þess. Óteljandi voru fundirnir sem efnt var til með ráðherrum og þingmönnum. Sannfæra þurfti þá sem með fjárveitingarvaldið fóru um að það væri nauðsynlegt og hag- kvæmt að búa betur að öldr- uðum og sjúkum á Suðurnesj- um. Sannfæra þurfti marga á Suðurnesjum um nauðsyn stækkunarinnar og var það gert með kynningu á málefninu á fundum og í blaðagreinum. Þó að stækkun sjúkrahússins hafi verið aðalbaráttumál og ástæða stofnunar styrktar- félagsins, hefur félagið einnig stutt sjúkrahúsið dyggilega og gerir enn. Sjúkrahúsinu hafa verið gefin tæki og áhöld til lækninga en tekna hefur verið aflað með útgáfu minningar- korta. Raunvirði tækja sem fé- lagið hefur gefið Sjúkrahúsi og Heilsugæslustöð Suðurnesja skiptir milljónatugum. Hildur var ráðagóð þegar unnið var að framgangi heil- brigðismála og leitað var eftir stuðningi almennings á Suður- nesjum. Þrautseigja hennar og staðfesta um að um réttan og góðan málstað væri að ræða var uppörvandi fyrir okkur sem störfuðum með henni. Fyrir þetta viljum við félagar í Styrktarfélagi Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja þakka fyrir hönd Suðurnesjamanna allra. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu Hildar með þökk fyrir allar samverustundirnar á liðnum ár- um. Þorbjörg Pálsdóttir, for- maður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mig langar að segja nokkur falleg orð um Hildi Guðmunds- dóttur frá Innstu Tungu í Tálknafirði. Hún Hildur var fal- leg kona, hlý og góð og alltaf svo glöð og brosandi. Ég var svo heppin að kynnast henni hjá mömmu og pabba. Hildur og Steinn komu oft til mömmu og pabba, það var yndislegt að vera með þeim. Hildur fermdist með mömmu og Lóló og voru þær mjög góðar vinkonur. Mér þótti svo vænt um fallega boxið sem þú gafst mér Hildur mín, ég mun alltaf hugsa til þín og minnast góðu stundanna með þér. Elsku Steinn, börn, fjölskyldur og að- standendur, ég votta ykkur öll- um mína dýpstu samúð vegna fráfalls Hildar Guðmundsdóttur. Guð veri með ykkur öllum. Guðrún Lára Pálsdóttir. Hún Hildur er öll. Þessi fal- lega, sterka kona sem unni líf- inu varð að láta undan skyndi- legum veikindum sem ekki varð við ráðið. Hildur tók mér opnum örm- um þegar ég unglingurinn var send í skóla suður með sjó. Hún bætti mér í barnahópinn sinn fyrir rúmum 40 árum og varð fóstra mín alla tíð eftir það. Hún var fædd og uppalin á Tálknafirði – var í vist hjá Siggu systur sinni í Keflavík þegar hún var stelpa og það fannst henni ekki fallegur stað- ur. En svo kynntist hún Steini sem varð lífsförunautur hennar, þau settust að í Keflavík sem varð bærinn hennar og þar undi hún sér vel. Tengslin við Tálknafjörð rofnuðu aldrei og um tíma bjó fjölskyldan þar. Einnig brugðu þau sér til hinn- ar stóru Ameríku, Hildur og Steinn með yngri syninum og létu vel af dvöl sinni þar. Hildi var svo margt gefið. Hún var röggsöm og ráðagóð, lét ekki sitja við orðin tóm og verkin hennar voru ekkert smá- ræði. Heimilið, börnin, fjöl- skyldan, vinirnir og garðurinn, allt dafnaði og greri hjá henni. Og að sjálfsögðu vann hún úti eins og nútímakonur gera. Hild- ur á pósthúsinu; í búðinni Lísu og seinna matráður í Myllu- bakkaskóla. Allt þetta fór henni afar vel úr hendi og þrátt fyrir allar annirnar þá var eins og hún hefði aldrei neitt að gera svo skipulögð var hún. Börnin, barnabörnin og lang- ömmustrákurinn voru stolt hennar og gleði. Þegar Gummi, yngsta barnið, lést af slysförum fyrir rúmum tveimur árum var áfallið mikið. En saman stóðu þau Hildur og Steinn og studdu hvort annað með hjálp barnanna sinna. Hildur var einstök manneskja og mér og mínu fólki sýndi hún alltaf ást og umhyggju. Ég fékk að dvelja hjá henni virka daga sem heilaga hvenær sem ég vildi, ásamt börnunum mínum. Hún átti trúnað minn og brást mér aldrei – gladdist þeg- ar vel gekk og studdi mig þegar á móti blés. Mörg kvöldin sátum við, spjölluðum um allt milli himins og jarðar, oft fram á rauðanótt og skemmtum okkur vel. Mikið á ég eftir að sakna hennar. Ég kvaddi hana á Borgarspít- alanum fyrir rúmri viku. Þá virtist hún á batavegi. Ég hvísl- aði að henni hvað mér þætti vænt um hana og óskaði henni góðs bata. Mér varð ekki að ósk minni. Elsku Steinn, Einar, Dagný og Una, tengdabörn, barnabörn og litli langömmustrákurinn. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og finnst erfitt að vera stödd fjarri ykkur í dag. Guð blessi minningu Hildar Guðmundsdóttur. Hafi hún mín- ar hjartans þakkir fyrir allt það sem hún kenndi mér með lífi sínu. Ingibjörg. Satt að segja man ég ekki hvað varð til þess að við Þurí ákváðum að gefa út geisladisk. Við höfðum sungið og spilað í boðum og uppákom- um hjá Lellunum gegnum árin. Þurí elskaði að syngja og var hún sú eina í hópnum sem var fædd náttúrutalent – sannköll- uð söng-díva. Hún hafði mikla hæfileika sem fengu ekki notið sín til fulls. Þurí var einstök málamann- eskja. Textar vöfðust ekki fyrir henni sama á hvaða tungumáli hún söng. Hvorug okkar hafði þá lokið tónlistarnámi, létum við það ekki aftra okkur frá því að ákveða nokkur uppáhaldslög til að æfa en vandinn var bara sá að Þurí bjó í Reykjavík en ég í París. Það varð úr að Þurí kom til mín til Parísar og æfð- Þuríður Baxter ✝ Þuríður Baxterfæddist í Reykjavík 12. maí l945. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 19. ágúst sl. Þuríður var jarðsungin frá Fossvogskirkju 28. ágúst 2012. um við meira og minna alla daga í þrjár vikur – sæll- ar minningar. Að þeim loknum héld- um við tónleika fyrir íslenska áheyrendur í stof- unni á Ave. Foch. Þetta varð til þess að um haustið fór- um við í upptökur í Fella- og Hóla- kirkju undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar – Didda fiðlu – en án hans hefði lítið orðið úr geisladiskinum okkar – Mitt er þitt. Þessi skemmti- lega samvinna fylgir mér og er ljúf minning um Þurí. Ég sendi móður, syni og systkinum inni- legar samúðarkveðjur. Guðný Aðalsteinsdóttir. Kæra Þuríður. Lífið á eftir að breytast eftir að þú ert horfin. Við hittumst fyrst fyrir fimmtán árum og á þeim tíma sem síðan er liðinn náði vinátta okkar að vaxa, verða báðum dýrmæt og öðlast djúpa merkingu. Ekki verður tölu komið á allt það góða sem við áttum saman þessi ár, það var dásamleg reynsla. Hlýja þín og ástúð, eldhugur og sam- kennd, hvatning þín og hvetj- andi aðstoð, alls þessa mun ég sakna. Þú varst í senn „músa“ mín og systir. Það var sann- kölluð gæfa að mega njóta samfylgdar við þig þann tíma sem okkur var gefinn og fyrir það þakka ég af heilum hug. Langri baráttu er lokið, og það er vissa mín að nú sé þér búinn góður staður. Ég þakka þér allt það sem þú gafst af ör- læti þínu. Elsku vina, megir þú hvíla í friði. Gerrit Schuil. Kynni okkar Þuríðar Baxter hófust haustið 1990 þegar hún kom til viðtals við mig á skrif- stofu STEFs á Laufásvegi 40. Aðdragandinn að því var sá að skrifstofustjóri samtakanna til margra ára var að láta af störf- um og hafði mér verið bent á að Þuríður væri tilvalin í starf- ið. Ekki þarf að orðlengja að það kom svo sannarlega á dag- inn. Segja má að Þuríður hafi komið eins og hvítur storm- sveipur inn á skrifstofu STEFs. Starfshættir samtak- anna, sem verið höfðu í tiltölu- lega föstum skorðum um langt árabil, þurftu að breytast í takt við nýja tíma. Því var það hreinasta himnasending fyrir mig, sem gegndi starfi fram- kvæmdastjóra í hlutastarfi, og enn frekar fyrir samtökin sjálf og tónhöfundana, sem að þeim stóðu, að jafnhæfileikarík kona skyldi taka við daglegri stjórn þeirra á þessum tímamótum. Þess er ekki kostur í svo stuttri minningargrein að gera grein fyrir öllu því sem Þur- íður kom í verk í starfi sínu sem skrifstofustjóri. Í stuttu máli lagði hún grunn að því starfsskipulagi sem enn er stuðst við hjá STEFi og hæfir höfundaréttarsamtökum með tengsl um allan heim. Þar nutu sín vel hæfileikar hennar eins og rík skipulagsgáfa og ann- áluð tungumálakunnátta. Það kom til dæmis í hennar hlut að byggja upp hér á landi skrif- stofu NCB, en það eru sam- norræn samtök sem annast hagsmunagæslu fyrir tónhöf- unda vegna útgáfu tónlistar á plötum, diskum og áþekkum hlutum. Með bættri hagsmuna- gæslu á þessu sviði stórjukust tekjur höfunda af þessari út- gáfu frá því sem verið hafði. Náið samstarf okkar Þuríðar í meira en sextán ár leiddi smátt og smátt til vináttu, sem aldrei bar skugga á, enda þótt oft gæfi á bátinn í baráttunni fyrir bættum hag tónhöfunda. Þuríður var sannur vinur og þess naut ég og fjölskylda mín í ríkum mæli. Hún átti ekki til undirgefni gagnvart þeim, sem töldu sig yfir aðra hafna, held- ur tók öllum eins sem til STEFs leituðu. Er mér sér- staklega minnisstætt hve hlý- lega hún tók á móti ungu tón- listarfólki, sem var að koma tónlist sinni á framfæri hér á landi sem erlendis, og hve ein- læglega hún bar hag þess fyrir brjósti. Um leið og við Þórhildur þökkum Þuríði samfylgdina færum við syni hennar og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hennar. Eiríkur Tómasson. Elsku Þurí mín. Með mínum orðum langar mig til þess að lýsa þér svona: Innileg, elsku- leg, falleg og góð. Alltaf tókstu á móti mér með opnum faðmi og stærsta brosi í heimi og svo vildir þú líka alltaf vita allt um mig og hvað væri í gangi í lífi mínu þá stundina. Það sem var einnig svo heillandi við þig var að þú hlustaðir eins og enginn annar hlustar án þess að dæma neinn. Ég gleymdi alltaf að segja þér hvað mér fannst herbergið þitt á Bragagötunni flott, mér fannst það meira að segja svo flott að ég hermdi eftir því einu sinni. Ég málaði herbergið mitt með sama bláa litnum og svo setti ég sjálflýsandi stjörn- ur í loftið. Mér fannst reyndar alltaf íbúðin þín á Bragagöt- unni svo svakalega flott þegar ég var barn, svona svipað flott og konan sem átti hana. Ég er svakalega þakklát fyr- ir spjallið sem við áttum saman á Landspítalanum fyrir stuttu. Þar ræddum við um rosalega margt og þú vildir auðvitað vita allt um okkur fyrir austan. Það var greinilegt að Stebbi, Linda og strákarnir áttu hug þinn allan á þeirri stundu því þú geislaðir af stolti þegar við horfðum á myndirnar af þeim. Ég vissi að ég var að kveðja þig í síðasta sinn þegar ég fór frá þér enda var svakalega erf- itt að hætta að knúsa þig og kyssa. Ég er líka þakklát fyrir að hafa fengið að segja við þig að ég væri stolt að því að þú værir frænka mín og að mér þætti svo vænt um þig. Þegar ég veifaði þér í dyragættinni í síð- asta sinn fékk ég fallegt bros að gjöf frá þér. Þannig man ég eftir þér með þetta innilega bros þitt sem náði upp að eyr- um. Guð er heppinn að fá þig til sín, hann hefur vantað ein- hvern til þess að skipuleggja fyrir sig og ráðleggja sér. Við munum samt sakna þín hér svo kíktu reglulega til okkar og leyfðu okkur að finna fyir þér. Sjáumst þegar við sjáumst. Þín litla frænka, Sigríður Björk. Kveðja frá íbú- um Sólheima Hún Sirrý okkar, Sigurlín Sigurgeirsdóttir, lést á heimili sínu á Sólheimum föstu- daginn 17. ágúst sl. Sirrý var elst okkar sem á Sólheimum bú- um og sú sem lengst hafði búið hér. Hún var ákveðin kona sem Sigurlín Sigurgeirsdóttir ✝ Sigurlín Sig-urgeirsdóttir fæddist 19. maí 1933. Hún lést 17. ágúst 2012. Sigurlín var jarðsungin frá Fossvogskirkju 28. ágúst 2012. vissi hvað hún vildi, en á sama tíma var hún einlæg bros- mild og hjartahlý. Sirrý var fé- lagslynd og tók alla tíð virkan þátt í öllu starfi hér á Sól- heimum. Hún tók jöfnum höndum þátt í starfi leik- félagsins, skátafé- lagsins og íþrótta- félagsins. Hún hafði mikla gleði af því að baka, hella upp á kaffi, bjóða gestum til stofu og njóta þess sem fram var borið. Sirrý var iðin og samvisku- söm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og þegar hún gat hætt að vinna vildi hún ekki hætta alveg, heldur aðeins minnka við sig. Tíma sinn nýtti hún vel til að sinna áhugamáli sínu sem var hannyrðir. Hún var alltaf með eitthvað á prjónunum eða með útsaum í höndum og liggur margt fallegt eftir hana. Hún teiknaði á sinn einlæga hátt og eru fuglamyndir hennar gott dæmi um það. Það er mikill sjónarsviptir og missir að Sirrý, konu sem hafði nánast allt sitt líf búið hér á Sól- heimum og var mjög samofin öllu lífi og starfi hér í byggðinni. Hér lauk hún lífsgöngu sinni á heimili sínu, 79 ára gömul, ern, sátt og glöð. Við minnumst hennar með þakklæti og söknuði í huga og biðjum góðan Guð að blessa hana og varðveita um alla fram- tíð. Aðstandendum Sirrýjar vott- um við innilega samúð. Fyrir hönd íbúa Sólheima, Guðmundur Ármann Pétursson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 lín- ur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.