Morgunblaðið - 15.09.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 15.09.2012, Síða 6
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Einstæðar mæður af erlendum upp- runa eru sá hópur sem fær mestu fjárhagsaðstoðina hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg Oddsdóttir, fé- lagsráðgjafi hjá Hjálparstarfinu, segir þetta vera konur á lægstu laun- unum, þær sem starfi við ræstingar og innan sjúkrahúsanna. „Í upphafi kreppu var vinnuhlutfall þeirra kannski skorið niður í 90% og þá hafa þær ekki rétt hjá Vinnumála- stofnun og heldur ekki hjá félags- þjónustunni og ef þú ert yfir þessum mörkum áttu heldur ekki rétt hjá fé- lagsþjónustunni gagnvart börnum,“ segir Vilborg. „Þær fá kannski 140-150 þúsund krónur útborgaðar á mánuði og þeg- ar þær koma til okkar hafa þær borgað húsaleigu, strætó, leikskóla fyrir barnið, rafmagn og síma og þá eru launin búin. Það er ekkert tengslanet í kringum þær og þess vegna eru þær líka félagslega verr staddar.“ Ekki meðvitaðar um rétt sinn Konurnar eiga sumar börn með ís- lenskum mönnum, aðrar hafa komið með börnin með sér til landsins eða komið hingað til lands með manni og börnum en orðið einstæðar eftir hjónaskilnað. Vilborg segir konurn- ar margar hverjar ekki meðvitaðar um rétt sinn hér á landi, t.d. varðandi meðlagsgreiðslur. „Það er ekki eins rík hefð í öllum löndum fyrir að mæður sæki um meðlag, en það er hluti af því sem við erum að kenna þeim að gera. Það er okkar hlutverk sem ráðgjafar að kynna þeim hvaða rétt þær eiga og hvert þær sækja þennan rétt. Við sjáum að það eru fleiri og fleiri komnar með meðlagsgreiðslur. Við erum líka að reyna að hjálpa þeim við að setja börnin í íþróttir og slíkt. Hvetja þær áfram til að taka næstu spor til að breyta stöðunni, en það þarf fræðslu til þess og hvatningu samfélagsins til að þær geti gert það.“ Spurð hvort unnið sé að lausnum fyrir þennan hóp segist Vilborg hafa bent á vandann í Velferðarvaktinni, þar sem hún á sæti, svo vitað er af honum. Fækkar hvorki né fjölgar Hjálparstarf kirkjunnar veitir bágstöddum um allt land aðstoð, árið um kring, m.a. með fatagjöfum og peningum fyrir mat sem lagðir eru inn á greiðslukort. Vilborg segir að meira jafnvægi virðist vera að koma á þörf fyrir að- stoð í fyrsta skipti eftir kreppu en ekki fækki þó í hópnum. „Það er fólk að skila kortunum inn til okkar og segist vera komið í betri mál en það eru samt enn að koma nýir inn. Það er engin fjölgun hjá okkur en heldur ekki fækkun, þetta er í meira jafn- vægi,“ segir Vilborg. Hún bætir við að sá hópur sem hafi komið sérstak- lega eftir hrun sé meira og minna farinn aftur. „Kjarninn er sá hópur sem var líka fátækur fyrir kreppu. Sá hópur sem bjó við fátæktina fyrir kreppu býr við enn verri stöðu í dag. Við höf- um bent á að það þurfi sértækar aðgerðir gagnvart þessum hópi til að koma honum áfram, al- menn úrræði duga honum ekki,“ segir Vilborg. Illa staddar vegna lágra launa  Einstæðar mæður af erlendum uppruna þurfa mestu fjárhagsaðstoðina hjá Hjálparstarfi kirkjunnar  Í 90% starfi með 150.000 kr. útborgaðar á mánuði  Hafa ekki rétt á félagsaðstoð vegna starfshlutfalls Morgunblaðið/Heiddi Einangruð Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er einstæðum mæðrum af erlendum uppruna boðin aðstoð við að koma börnunum í íþróttir og aðrar tómstundir. Þær eiga ekki rétt á félagslegri aðstoð vegna barna út af starfshlutfalli. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi „Einstæðar mæður eru illa staddar yfirhöfuð. Ég get ekki sagt að við höfum orðið sér- staklega varar við hóp ein- stæðra erlendra kvenna en þær eru auðvitað inni í þess- um hópi einstæðra mæðra,“ segir Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur. „Einstæðar mæður eru bara mjög illa settar og sér- staklega þær sem eru í lægstu launaflokkunum. Laun- in sem eru greidd fyrir hin svokölluðu láglaunastörf eru ekki bjóðandi. Þær einstæðu mæður sem eru af erlendum uppruna eru kannski enn verr settar en hinar vegna þess að þær skilja tungumálið mjög illa. Erlent fólk er oft illa sett því það hefur svo lélega tungu- málakunnáttu,“ segir Ragn- hildur. Mæðrastyrksnefnd úthlutar fatnaði fyrsta miðviku- dag í mánuði frá kl. 13 til 15, fyrsta fataúthlutun verður 3. októ- ber. Aðra mið- vikudaga er matar- úthlutun frá kl. 13 til 16. Einstæðar mæður illa settar MÆÐRASTYRKSNEFND Vilborg Oddsdóttir „Þær háspennulínur sem þegar eru á svæðinu eru nær flugvell- inum en þær sem við erum með áform um að leggja nú. Þær fara jafnframt þvert á aðflugsstefnu,“ segir Guðmundur Ingi Ásmunds- son, aðstoðarforstjóri Landsnets. Hann segir línurnar hafa verið þar í áratugi og séu í eigu Lands- nets. Fyritækið hefur uppi áform um að leggja háspennulínur nærri Akureyrarflugvelli, þvert á að- flugsstefnu úr suðri. Áformin hafa vakið áhyggjur og at- hugasemdir frá flugfélögum á Ak- ureyri, Bluebird Cargo, Flug- skóla Akureyrar, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflug- manna, Landhelgisgæslunni og Icelandair. Telja þessir aðilar betra að leggja línuna í jörð. Guðmundur Ingi segir auka- legan kostnað við að leggja línu í jörð vera um 4-500% hærri fyrir hvern kílómetra en þegar um há- spennulínu er að ræða. Verið er að breyta Akureyrar- flugvelli í alþjóðlegan flugvöll. Í kjölfarið verða gerðar strangari kröfur til aðstæðna og flug- umferðar um völlinn. Guðmundur segir Landsnet bíða niðurstöðu öryggisúttektar Isavia. „Við gerum ráð fyrir því að það verði gerðar sömu kröfur og gerðar eru til annarra flugvalla,“ segir Guðmundur og ítrekar að engar framkvæmdir muni fara fram sem ógni flugumferð. Flugmálastjórn fer með eft- irlit með áhættumati Isavia Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Guðmundi að bráða- birgðaniðurstöður öryggis- úttektar bendi til þess að fyr- irhugaðar framkvæmdir virðist í lagi. Í gær barst Morgunblaðinu leiðrétting frá Isavia um að ekki væri hægt að fullyrða um slíkt á þessu stigi. „Farið hefur verið yf- ir athuganir sem gerðar hafa ver- ið með fulltrúum Landsnets en fleiri þættir verða skoðaðir við gerð áhættumatsins. Ofmælt er að fullyrða á þessu stigi málsins að athuganir bendi til þess að „þetta virðist í lagi“. Þess er vænst að niðurstöður liggi fyrir fyrir árslok og ekki er tímabært að birta niðurstöður um einstök atriði sem hafa verið til athug- unar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Pétri K. Maack flugmálastjóra fer eftirlit með áhættumati fram hjá stofnuninni. „Við fylgjumst með því að áhættumat sé ásætt- anlegt,“ segir Pétur. Háspennulínur þegar nær aðflugslínu flugvallar  Isavia segir ofmælt að fullyrða um að athuganir virðist „í lagi“ Háspennulína um Eyjafjörð Loftmyndir ehf. Flugvöllur Pollurinn Akureyri Ytragil Syðragil Teigur Rein ÞórustaðirHvammur Arnarhóll Fyrirhuguð háspennulína (3 tillögur) Aðflugsstefna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.