Morgunblaðið - 15.09.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.09.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is D agur íslenskrar náttúru var formlega stofn- aður fyrir tveimur ár- um á sjötugasta af- mælisdegi Ómars Ragnarssonar. Þá hringdi Hreiðar nokkur Pálmason inn í þátt á Rás 2 og stakk upp á að dagurinn yrði til- einkaður íslenskri náttúru, enda Ómar ötull talsmaður hennar og mikill baráttumaður. Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra greip þessa hugmynd á lofti og bar undir sína samstarfsmenn og tilkynnti Ómari í beinni útsendingu síðar þann sama dag að afmælisdagur hans yrði hér eftir tileinkaður ís- lenskri náttúru,“ segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsinga- fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðu- neytis, um Dag íslenskrar náttúru sem verður haldinn hátíðlegur í ann- að sinn á morgun, sunnudag, 16. september. Allskonar gönguferðir Þetta árið verður ekki minna um dýrðir en í fyrra og Bergþóra segir að fólk um allt land hafi skipu- lagt viðburði í tilefni dagsins. „Það er af svo mörgu að taka, en ég get nefnt sem dæmi að í Snæfellsstofu austur á landi ætla konur sem fara til fjalla og veiða hreindýr að segja veiðisögur, en við erum kannski van- ari að tengja þær við karla. Alls- konar gönguferðir verða í boði, til dæmis sveppaganga í Eyjafjarð- arsveit og gönguferð á Akranesi með leiðsögn frá Sólmundarhöfða að Breið. Í Öræfum verður fróðlegur fyrirlestur um gosið mikla í Öræfa- Fréttir af kúluskít og kvennaveiðisögur Á morgun, sunnudag, er Dagur íslenskrar náttúru og fjölmargir viðburðir um allt land af því tilefni. Konur ætla að segja sögur af ferðum sínum á hreindýra- veiðum og boðið verður upp á sveppagöngu með leiðsögn, svo fátt eitt sé nefnt. Útikennsla Íslensk náttúra hentar einstaklega vel til útikennslu. Pinterest er fjársjóðskista fallegra og sniðugra hugmynda. En með því að skrá sig á síðuna getur maður skoðað og deilt fallegum myndum með fólki sem hefur svipaðan smekk og maður sjálfur. Julia nokkur Johnson er kan- adískur bloggari og virkur Pinterest- notandi sem heldur úti bloggsíðunni thebooandtheboy.com og Pinterest- síðu undir sama nafni. Julia hefur safnað saman ótal fallegum myndum af hönnun og mat svo fátt eitt sé nefnt. En hér skal nefna sérstaklega safn hennar af ljósmyndum af stofum. Þær geta jú verið af öllum stærðum og gerðum og stíllinn jafn ólíkur og eigendur mismunandi stofa. Fyrir þá sem langar til að breyta til í sinni stofu er vert að kíkja á aðra hvora síðu Juliu til að fá góðar hugmyndir. Þar má finna kósí stofur í gamaldags stíl, stíl- hreinar stofur þar sem svart og hvítt er ríkjandi svo og stofur þar sem alls konar skrautmunir og litir fá að njóta sín. Það er þægilegt að geta skoðað myndirnar á Pinterest eins og í stóru myndaalbúmi og geta síðan geymt það sem manni líst best á. Vefsíðan http://pinterest.com/thebooandtheboy Morgunblaðið/RAX Notalegt Falleg stofa og borðstofa renna hér saman í rými sem nýta má vel. Fjársjóðskista fagurkera Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Raftæknivörur Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR… …sem þola álagið Mótorvarrofar og spólurofar Aflrofar Hraðabreytar Skynjarar Iðntölvur Öryggisliðar Töfluskápar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.