Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 12

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 STANGVEIÐI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Allt bendir til þess að rúmlega 30 þúsund laxar veiðist á þessu veiði- tímabili. Þetta er mun lakari veiði en verið hefur undanfarin ár. Á vef Landssambands veiðifélaga er þó bent á að frá árinu 1974 hafi komið tíu ár þar sem heildarveiðin náði ekki 30 þúsund löxum. Vefur Stangaveiðifélags Reykjavíkur tel- ur ekki raunhæft að bera saman veiðina yfir svo langt tímabil því tilkoma laxveiðiáa sem grundvall- ast á hafbeit hafi gjörbreytt að- stæðum. Veiði er að ljúka í mörgum þekktustu laxveiðiánum eða lýkur á næstu dögum. Aðrar, til dæmis Rangárnar, eru opnar fram eftir október og þar á talsvert eftir að bætast við. Norðurá undir 1000 löxum Þannig er veiði í Norðurá lokið. Lokahollið fékk 20 laxa og hollið þar á undan fimmtíu. Samkvæmt upplýsingum SVFR lítur út fyrir að veiðst hafi 950 til 960 laxar í heildina. Er það talsvert innan við helmingur af meðalveiði síðustu þrjátíu ára. Veiði lýkur í Elliðaánum um helgina. Reiknað er með að heild- arveiðin verði 830 til 840 laxar. Það er töluvert undir meðalveiði síðustu áratuga sem er 1100 laxar. Elliða- árnar hafa þó ekki dalað eins mikið og borgfirsku árnar, til dæmis. Haustið minnti veiðimenn ræki- lega á sig í byrjun vikunnar. Æv- intýrin gerast ekki síður á slíkum dögum eins og sannaðist í Vatns- dalsá. Hörður Filipsson veiddi þá 93 sentímetra langan hæng. Tröllið tók Black and Blue túpu í Þórhöllustaðahyl. Vegna leysinga eru nú flóð í Vatnsdalsá. Áin er ísköld og laxinn gefur sig ekki. Hins vegar voru menn að veiða vel af sjóbirtingi víða í ánni í gær. Niðursveiflur áður komið Þokkalega hefur veiðst í sept- ember og einstaka ár tekið kipp. Þannig höfðu 1175 laxar bæst í aflann á viku, samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga sem miðast við 12. september. Þann dag voru 19.750 laxar komnir á land úr viðmiðunarám Lands- sambandsins. „Miðað við þær góðu laxagöngur sem við höfum átt að venjast undanfarin ár, þá er veiðin nú í sumar hörmuleg,“ segir Þor- steinn Þorsteinsson á Skálpastöð- um sem heldur utan um tölfræðina, í pistli á vef LV. Þorsteinn reynir að telja kjark í fólk með því að benda á að sveiflur hafi áður orðið og ekki sé nema áratugur síðan veiðin var enn verri en í ár. Tekur þar til sumarið 2000 þar sem heildarveiði yfir landið var rúmlega 27 þúsund laxar. Nú bendi allt til þess að veiðin á landinu öllu verði yfir 30 þúsund fiskar. „En mér virðist að frá árinu 1974 hafi komið 10 ár, þegar heildarveiðin náði ekki 30.000 löxum. Minnst afl- aðist árið 1984, eða alls 23.582 fisk- ar,“ segir Þorsteinn. Taka verður tillit til hafbeitar Haraldur Eiríksson, ritstjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, tel- ur samanburðinn hæpinn, í pistli sem hann skrifar á vef SVFR. Bendir hann á að árið 1984 hafi hafbeit ekki verið mikill áhrifavald- ur í íslenskum laxveiðiám. Því sé ekki hægt að bera þessi tvö ár saman. Bendir hann á að ef Rang- ánum og Affallinu, ám þar sem veiðin grundvallast á gönguseiða- sleppingum, væri sleppt myndi veiðin í viðmiðunaránum falla niður í 13 þúsund laxa. Þá bendir hann á að endurveiði á laxi sem sleppt er hafi aukist mjög í seinni tíð og skekki veiðibæk- urnar. Þriðja breytingin sem Har- aldur tiltekur er aukin laxveiði á stöng vegna upptöku neta, þar á meðal í Borgarfirði og á Hvítár/ Ölfusársvæðinu. „Staða laxastofna hérlendis hefur verið sterk und- anfarin ár í alþjóðlegu samhengi, og sveiflur í stofnum eðlilegar ár frá ári. Hins vegar verður að gera kröfu um að forsendur fyrir veiði- tölum og samanburður á milli ára sé réttur og sveiflur séu metnar á raunsæjan hátt. Slíkt á jöfnum höndum að gilda um niðursveiflur og sveiflur upp á við,“ segir Har- aldur í pistli sínum. Stefnir í 30 þúsund laxa sumar  Veiði að ljúka í þekktum laxveiðiám en heldur áfram fram eftir hausti í öðrum  Niðurstaðan hörmuleg miðað við síðustu ár  Veiðin áður sveiflast  Samanburður erfiður vegna hafbeitaránna Ljósmynd/Orri Stefánsson Óveður Þeir sem héldu sig að veiðum í óveðrinu fengu sumir góðan ávöxt ástundunar sinnar. Halldór Filipsson veiddi 93 sentimetra hæng í Vatnsdalsá. Aflahæstu árnar Staðan 12. september 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði 14. september 2011Stangafj. Lokatölur 2011 15. september 2010 Ytri-Rangá og Hólsá 22 3.693 4.122 4.961 5.271 Eystri-Rangá 18 2.610 3.958 4.387 5.230 Miðfjarðará 10 1.474 2.174 2.364 3.528 Selá í Vopnafirði 9 1.404 1.939 2.021 2.023 Haffjarðará 6 1.130 1.505 1.526 1.960 Langá 12 957 1.798 1.934 2.106 Norðurá 14 953 2.134 2.134 2.279 Hofsá og Sunnudalsá 10 932 844 956 949 Blanda 16 831 1.977 2.032 2.769 Elliðaárnar 4 812 1.150 1.150 1.164 Þverá - Kjarrá 14 738 1.822 1.825 3.742 Haukadalsá 5 466 571 667 1.096 Laxá í Kjos 10 448 890 1.112 1.073 Laxá í Leirársveit 7 446 826 907 1.034 Laxá í Aðaldal 18 422 1.015 1.067 1.430 „Það eina sem Evrópusambandinu er heimilt að gera er að beita lönd- unarbanni á íslensk fiskiskip sem eru á makrílveiðum en allar aðgerðir umfram þær, s.s. innflutningsbann eða slíkt, eru skýrt brot gegn EES- samningnum,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, meðal annars á heimasíðu sam- bandsins um tilskipunina sem Evr- ópuþingið samþykkti í vikunni. Þar segir að tilskipunin sem Evr- ópuþingið samþykkti í vikunni sé al- menns eðlis. Ekki sé hægt að halda því fram að innflutningsbann verði sett á allar íslenskar sjávarafurðir á grundvelli þessarar tilskipunar. „Vitað er að Evrópusambandið og Noregur stunduðu stórfelldar veiðar umfram útgefinn kvóta og var aflan- um landað framhjá vigt. Þetta hefur skekkt mynd vísindamanna af stofn- stærðinni og þarf að endurskoða. Skotar og Írar, sem voru einna stórtækastir í þessari svörtu at- vinnustarfsemi, hafa nú verið dæmdir til að greiða háar sektir fyr- ir þetta athæfi. Þeir fara nú fremstir í flokki þeirra sem krefjast ólög- mætra aðgerða gegn veiðum okkar Íslendinga,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson. Dæmdir menn krefjast aðgerða Makríll Næsti viðræðufundur um stjórn makrílveiða verður í október. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.