Morgunblaðið - 15.09.2012, Qupperneq 19
VIÐTAL
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Ég held að sá möguleiki eigi að
vera fyrir hendi fyrir foreldra að
senda börn sín í kynjaskipta skóla. Í
blönduðum skólum einbeita kenn-
ararnir sér að því að kenna báðum
kynjum. Þá er meira um það að
krökkum finnist möguleikar þeirra
vera takmörkunum háðir. Í kynja-
skiptum skólum eru börnin aðeins
flokkuð sem nemendur og þá eru
engin takmörk; þau geta orðið það
sem þau vilja. Kynjaskiptir skólar
eru því betri til árangurs á sviði
menntunar,“ segir Abigail Norfleet
James, sérfræðingur í námsfærni
drengja og stúlkna.
Tengist þróun mannsins
„Þegar sveinbörn fæðast fer
hægri hlið heila þeirra strax að
þroskast á ógnarhraða en í þeim
hluta heilans búa rýmishæfileik-
arnir. Vinstri hliðin á heila stúlkna
þroskast hins vegar hraðar á unga
aldri, en í þeim hluta á málþroskinn
upptök sín. Þetta þýðir að þegar
börn hefja skólagöngu eru stúlkur
hæfari til þess að læra að lesa, tala
og taka þátt í hefðbundnu skóla-
starfi. Drengir þurfa aðeins lengri
tíma en stúlkur og það hentar þeim
betur að nálgast efnið frá líkam-
legri hlið. Ég hef séð drengi læra
stafrófið með því að nota líkamlega
bókstafi á meðan stúlkur eru al-
mennt ánægðari með það að skrifa
það niður. Kenningin er sú að frá
fornu fari hafi karlmenn þurft að
þróa með sér rýmishæfileika því
þeir sáu um veiðar og þess háttar.
Konur þurftu hins vegar að þroska
með sér málþroska til að tjá sig og
halda friðnum heima fyrir. Því er
það svo að þegar kynin eru aðskilin
er hægt að haga kennslunni þannig
að það henti barninu sem best,
hvort sem kynið er, og möguleikar
þess verði sem mestir,“ segir hún
en tekur það þó fram að að sjálf-
sögðu séu til undantekningar.
Áhugasamari nemendur
„Blandaðir skólar henta sumum
drengjum mjög illa og þeir verða
sannfærðir um að þeir séu mjög lé-
legir námsmenn. Þeir gefast því
margir hverjir upp og vilja lítið
með menntun hafa. Þetta er ein
aðalástæðan fyrir því að nánast alls
staðar í hinum vestræna heimi eru
konur í meirihluta í háskólum. Þeg-
ar litið er til unglinga, 15-16 ára, þá
eru rosalega margir drengir með
mikinn skólaleiða. Þegar litið er inn
í kynjaskipta skóla er málum allt
öðruvísi háttað; nemendurnir eru
mjög áhugasamir um námsefnið.
Ég hef heimsótt kynjaskipta skóla
út um allan heim. Á þessu ári hef ég
heimsótt skóla í Kanada, Banda-
ríkjunum, Ástralíu og nú er ég á Ís-
landi. Ég sé sömu hlutina aftur og
aftur, í kynjaskiptum skólum eru
nemendurnir mun áhugasamari en
í blönduðum skólum,“ segir hún.
„Ég held að það hjálpi börnum
mikið að vera í kynjaskiptum skól-
um upp að ákveðnum aldri. Kynin
þurfa þó að umgangast hvort ann-
að, af því hlýst ákveðin reynsla.
Þegar nemendur hafa náð
ákveðnum aldri hentar þeim vel að
vera í blönduðum skólum, það hent-
ar háskólanemendum til að mynda
mjög vel,“ segir Abigail.
„Kynjaskiptir skólar betri til árangurs“
Námsvilji barna í kynjaskiptum skólum varir talsvert lengur Konur þroska fyrr með sér
málþroska á meðan karlmenn þroska rýmishæfileika sína Háskólar skulu þó vera blandaðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sérfræðingur Abigail er stödd hér á landi á vegum Hjallastefnunnar.
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Abigail er bandarísk og hefur
gefið út mörg fræðirit um rann-
sóknir sínar en þær varða bæði
námsfærni drengja og stúlkna.
„Ég var alin upp í heimavist-
arskóla fyrir drengi því for-
eldrar mínir voru kennarar en
síðar fór ég í stúlknaskóla. Ég
hef kennt í fjórum kynjaskiptum
skólum, tveimur drengjaskólum
og tveimur stúlknaskólum auk
þess sem sonur minn fór í
drengjaskóla. Þessi reynsla hef-
ur einungis styrkt trú mína á því
að þessi nálgun á náminu henti
börnum betur. Ég hef einnig
kennt í blönduðum skólum og
hef þá alltaf óskað þess að ég
gæti aðskilið kynin,“ segir
Abigail en hún vinnur nú að
rannsókn, í samstarfi við fólk í
Háskólanum í Vestur-Sydney,
sem snýr að kvenmönnum í
stjórnunarstöðum.
Alin upp í
drengjaskóla
HEFUR TALSVERÐA REYNSLU
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal við
Abigail.
Þú gerir samkomulag í Netbankanum
eða næsta útibúi um mánaðarlega
lækkun yfirdráttarheimildar niður í
0 kr. á allt að þremur árum. Á móti
lækka vextirnir sem auðvelda þér að
koma reikningnum úr neikvæðri í
jákvæða stöðu. Þá geturðu valið þér
eina af sparnaðarleiðum Íslandsbanka
og byrjað að fá greidda vexti í stað þess
að greiða þá.
Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfir-
drátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði
í 24 mánuði þá sparar þú 53.611 kr. í
vaxtakostnað.*
Svona virkar Greiddu niður yfirdráttinn
0 kr.
-100.000kr.
-200.000kr.
-300.000kr.
-400.000kr.
Sparnaður: Greiddu niður yfirdráttinn
Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vext-
ina. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Þú færð hjálp við að skipuleggja
niðurgreiðsluna og lækka vaxtakostnaðinn svo um munar með þrepalækkun
Íslandsbanka.
Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi.
*Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,55% (Gullvild) í 9,80% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. september.
Lægri vaxtaprósenta skilar 10.313 kr. lækkun og lækkandi yfirdrætti 43.298 kr. – samtals 53.611 kr.