Morgunblaðið - 15.09.2012, Page 28

Morgunblaðið - 15.09.2012, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisráð-herra léthógværð og jarðtengingu ekki trufla sig við flutn- ing stefnuræðu sinnar í vikunni. Þar lýsti hún meintum eigin af- rekum sem aldrei fyrr og miðað við lýsingarnar má telja með miklum ólíkindum að nokkur landsmaður skuli láta sér detta í hug að gagnrýna það yf- irburðafólk sem nú situr við stjórnvölinn. Á afrekalistanum var fjár- lagafrumvarpið en það markar að sögn forsætisráðherra tíma- mót og er „óræk sönnun þess að ríkisstjórninni hefur á kjör- tímabilinu auðnast að koma ríkisrekstrinum á réttan kjöl“. Forsætisráðherra hélt því fram í ræðunni, líkt og fjár- málaráðherra hefur gert, að hallinn á fjárlögum á næsta ári verði vel innan við 1% af lands- framleiðslu og telur árang- urinn á heimsmælikvarða. Gall- inn við þennan merka árangur er þó sá að hann er allur inni í framtíðinni og líkurnar á að hann verði að veruleika eru nánast engar ef horft er til fyrri fjárlaga ríkisstjórn- arinnar og forsendna þessara fjárlaga. Ríkisstjórnin hefur áður slegið sér á brjóst fyrir glæsi- legan framtíðarárangur í fjár- lagagerð en þegar dæmið hefur verið gert upp hefur skeikað tugum milljarða króna. Fjár- lagagerðin hefur reynst mark- laus og þjónað þeim tilgangi einum að kaupa tíma. Aldrei hefur verið mikilvæg- ara en nú fyrir ríkisstjórnina að kaupa tíma. Fjárlagagerð- inni er að þessu sinni ætlað að styðja við glansmyndina sem dregin er upp af efnahags- ástandinu og á að halda rík- isstjórninni á floti fram yfir kosningar á næsta ári. Þetta sést vel á því að forsendur fjárlaga eru þegar brostnar og skeikar til að mynda mörgum milljörðum króna hjá Íbúðalánasjóði einum. Tal um hallarekstur sem verði innan við 1% af landsframleiðslu á næsta ári er því augljós ósannindi og hefur þann tilgang einan að blekkja almenning. En það er fleira en Íbúða- lánasjóður sem kippir fótunum undan fjárlagafrumvarpinu. Í forsendum þess er til dæmis gert ráð fyrir eignasölu upp á marga milljarða, sömu eigna- sölu og átti að verða á þessu ári en varð ekki. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu skatttekna vegna aukinnar álagningar á einhver matvæli, sem ekki hefur verið ákveðið hver verða, en um leið gert ráð fyrir að úr sölu þess- ara matvæla dragi án þess að það sé reiknað inn í frum- varpið. Svipaðir talnaleikir eiga sér stað með bílaleigubíla og gistinætur á hótelum svo dæmi séu tekin, en þar á að ná í háar fjárhæðir með hækkun skatta þó að öllum sé ljóst að skattahækkunin hljóti að hafa áhrif á hegðun þeirra sem fyrir henni verða og skili því ekki þeim tekjum í ríkiskassann sem stjórnvöld kjósa að skálda inn í fjárlagafrumvarpið. Öllum er ljóst, líka stjórn- völdum þó að þau viðurkenni það ekki opinberlega, að for- sendur fjárlagafrumvarpsins ganga ekki upp og að halla- reksturinn á næsta ári stefnir í að verða margfalt meiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Spurningin er ekki hvort skekkjan verður mikil, aðeins hversu mikil. En ríkisstjórnin veit að svarið við þeirri spurn- ingu fæst ekki fyrr en eftir kosningar. Auðvelt er að hrósa sér af óunnum af- rekum sem aldrei verða að veruleika} Glæsilegur væntur framtíðarárangur Nokkrir þing-menn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bætt skattskil. Samkvæmt henni er fjármála- og efnahagsráðherra falið „að leggja fram aðgerðaáætlun um bætt skattskil sem feli í sér aukið skatteftirlit, skatt- rannsóknir og markviss við- brögð gegn undanskotum frá sköttum“. Í greinargerð segir að vís- bendingar hafi komið fram um „að undanskot frá skatti gætu verið að aukast“. Nú kann vel að vera að svo sé og það er þá þrátt fyrir þá áherslu sem lögð hefur verið á skatteftirlit á liðn- um árum svo að óvíst er hvort ný aðgerða- áætlun mun breyta miklu um skattskilin. Hitt er líklegra, að ef þing- mennirnir hvettu ríkisstjórn- ina til hóflegrar skattheimtu, þá gæti þessi þróun snúist við og skattar skilað sér betur. Ekki er ólíklegt að aukin und- anskot haldist í hendur við aukna skattpíningu. Hvort ætli aukið skatteftirlit eða sanngjarnari skatt- heimta sé farsælla?} Undanskotin S ami grautur í sömu skál“ hlýtur að hafa komið upp í huga margra Ís- lendinga eftir stefnuræðu forsætis- ráðherra. Þar stærði hún sig af ár- angri kerfis sem aldrei hefur skilað árangri til lengri tíma. Kerfis sem miðar að því að öllum kröftum mannlífsins sé með valdboði beint að sama markmiðinu með „skyn- samlegri“ skipulagningu. Kerfis þar sem svig- rúm einstaklingsins til þess að setja sér mark- mið sjálfur er lítið eða jafnvel ekkert. Slíkt kerfi leiðir óhjákvæmilega til þess að starf- semi þess mun ráðast af geðþótta og duttl- ungum ábyrgðarlausra og óviðkomandi ein- staklinga. Það væri ósanngjarnt að kenna núverandi forsætisráðherra einni um, það væri álíka vit- laust og að kenna Geir H. Haarde um banka- hrunið. „Skynsamlega“ skipulagið hefur verið í mótun í áratugi. Stundum undir nafninu almannaheill, stundum þjóðarhagur eða sjálfbærni. Einstaka sinnum kölluð fé- lagsleg velferð eða jafnvel öryggisnet og þá ekki síst ör- yggisnet fyrir innistæðueigendur og fjármálastarfsemi. Öll þessi óljósu hugtök hafa að einhverju marki fært okkur nær auknu ábyrgðarleysi. Hér skiptir engu máli hvort rætt er um stjórnmálamenn eða fjármálafyrirtæki. Ábyrgðarleysið getur birst okkur eins og það var í Sov- étríkjunum og er enn í dag í Norður-Kóreu eða í umhverfi þar sem fjármálafyrirtæki hafa ávinning af því að sækjast eftir meiri áhættu. Ábyrgðarleysið á alltaf rætur að rekja til hugmyndarinnar um hið „skynsamlega“ skipulag ríkisvaldsins. Í málfundarræðum allra flokka eftir stefnu- ræðu forsætisráðherra var skorturinn á raun- verulegum hugmyndafræðilegum ágreiningi al- gjör. Flestir þingmenn okkar aðhyllast „skynsamlegt“ skipulag þó svo þeir deili um keis- arans skegg. Þegar fjárlagahallinn nálgast 600 milljarða á fimm árum skortir okkur heilsteypta og hugaða málsvara sem þora að spyrja þingið og þjóðina hvert hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera. Öllum ætti að vera það deginum ljósara að endurteknar skattahækkanir leysa ekki skulda- vandann og eru ekki vænlegar til að koma at- vinnulífinu aftur í gang. Hærri trygging á inni- stæðum eykur ekki öryggi og seðlabankinn prentar okkur ekki út úr skuldavandanum held- ur þvert á móti getur hann gert hann enn verri. Hver er sinnar gæfu smiður og sérhver fer að jafnaði betur með eigið fé en annarra auð. Lágir skattar og afnám ríkisábyrgða og innistæðutrygginga er ávísun á ábyrgara samfélag. Ef við höfum raunverulegan áhuga á því að veita öllum aðgang að góðu heilbrigðiskerfi og mennta- kerfi til frambúðar gerum við það best með því að umbera atorku, frumleika og sjálfsbjargarviðleitni frjálsra ein- staklinga og óþvinguð samskipti þeirra. Við eigum það val að lifa í opnara, frjálslyndara og frjálsara samfélagi. Markmiðin verða áfram þau sömu þótt aðferðafræðin til að ná þeim verði önnur. Vonandi þorir einhver stjórn- málamaður að benda á það. vilhjalmur@mbl.is Vilhjálmur A. Kjartansson Pistill Enn einn hrærigrautinn á Alþingi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vörugjald á neftóbak hækkarum 100% samkvæmt fjár-lagafrumvarpi næsta árssem kynnt var á Alþingi í vikunni. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af tóbaksgjaldi á neftóbak eru 220 millj- ónir í ár og 400 milljónir króna 2013. Um síðastliðin áramót hækkaði gjald- ið á tóbakinu um 75% en þrátt fyrir það hefur neyslan á því ekki dregist saman. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR mun heildsöluverð á 50 gramma neftóbaksdós hækka um 63% miðað við forsendur fjárlaganna og núverandi innkaupaverð á því. Dósin muni því kosta 1.357 krónur í heildsölu í stað 834 króna nú. Álagn- ing í smásölu er frjáls og því gæti verðhækkunin orðið mishá á milli verslana. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að hækkunin á vörugjaldinu auki tekjur ríkissjóðs um milljarð króna á ári. Taka tóbakið í munn Sala á neftóbaki hefur aukist verulega á undanförnum árum. Hún hefur aukist á hverju ári frá aldamót- um en frá hruni hefur hún tæplega tvöfaldast samkvæmt ársskýrslu ÁTVR frá því í fyrra. Mikil notkun ungra karlmanna á neftóbaki hefur verið sérstakt áhyggjuefni, sérstaklega eru sterkar vísbendingar um að þeir noti það í munn. Samkvæmt könnun embættis landlæknis frá því í sumar nota um 15% karlmanna á aldrinum 18-24 ára tóbak í vör daglega. Munntóbak er ólöglegt á Íslandi. Að sögn Viðars Jenssonar, verk- efnisstjóra tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, er hægt að draga þá ályktun af könnuninni að 70-80% af seldu íslensku neftóbaki endi í munni á ungum körlum. Kannanir sem gerðar hafa verið á meðal ungmenna renna stoðum undir þetta. Á haustdögum 2009 sögðust 73,3% aðeins taka íslenskt neftóbak í vörina en í fyrra var þetta hlutfall komið upp í 86,7%. Viðbót við reykingarnar Viðar bendir á að þrátt fyrir mikla munntóbaksnotkun hjá ungum karlmönnum reyki þeir jafnmikið og stúlkurnar. Hún bætist því við reyk- ingarnar en komi ekki í staðinn fyrir þær. Munntóbaksneyslan sé skaðleg heilsu, þótt langtímarannsóknir skorti til að sýna betur fram á það, enda séu þekkt krabbameinsvaldandi efni í því. „Þessi neysla er mjög ávanabindandi og gerir það að verk- um að ungt fólk verður háð tóbaki. Reynslan hefur sýnt að það getur verið mjög erfitt að losna við hana.“ Innflutningur dregist saman Þekkt hefur verið að menn smygli til landsins sænskum munn- tóbaksböggum, svokölluðu snusi. Við- ar segir að eftir hrun hafi neyslan á því hér á landi dregist saman í nánast beinu hlutfalli við aukna framleiðslu á íslensku neftóbaki. „Menn geta gefið sér nokkrar skýringar á því. Það varð dýrara að kaupa sænskar krónur en áður og eins er hægt að ímynda sér að menn hafi ferðast minna,“ segir hann. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli, var lagt hald á 56 kíló af munntóbaki á síðasta ári og eitt kíló af neftóbaki. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að merkja að meira væri smyglað inn af erlendu munntóbaki eftir að vöru- gjald á íslensku neftóbaki hækkaði í byrjun árs. „Það voru margir byrjaðir að nota íslenska neftóbakið sem munn- tóbak. Ef gjaldið hækkar meira má kannski búast við að menn reyni að smygla þessu sænska meira.“ Neftóbak endar mest í vörum ungra manna Morgunblaðið/RAX Neftóbak Heildarsala á neftóbaki hjá ÁTVR var 17 tonn árið 2007 en var komin upp í 30 tonn í fyrra. Salan hefur þrefaldast frá árinu 2001. Sex þingkonur úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar sem gerir meðal annars ráð fyrir að innflutningur, fram- leiðsla og sala á íslensku nef- tóbaki verði gerð óheimil. Til- lagan hefur verið lögð fyrir á tveimur síðustu þingum en hef- ur ekki fengið afgreiðslu. Í tillögunni segir meðal ann- ars að ekki sé hægt að sitja hjá á meðan notkun þessa forms tóbaks aukist hröðum skrefum. Ísland hafi skuldbundið sig til þess að hindra notkun nýrra neysluforma tóbaks með rammasamningi Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem skrifað var undir árið 2004. Neysla neftóbaks í munni sé nýtt neysluform og því beri að stemma stigu við henni. Neftóbak verði bannað ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.