Morgunblaðið - 15.09.2012, Page 35

Morgunblaðið - 15.09.2012, Page 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Hálsmen 7.900 kr. Eyrnalokkar 8.300 kr. www.samgonguvika.is - Samgönguvika á facebook Það vakti óneit- anlega athygli þegar það fréttist að velferð- arráðherra hefði tekið á sig rögg og hækkað laun forstjóra Land- spítalans um 530.000 kr á einu bretti. Allir vita að forstjórinn hef- ur staðið sig afar vel við að stjórna LSH á erfiðum tímum að- halds og niðurskurðar. Hinn almenni starfsmaður hefur hins vegar einnig staðið sig afar vel við það að halda uppi boðlegri þjón- ustu við sjúklinga þrátt fyrir nið- urskurð, aukið vinnuálag, erfiðari starfsskilyrði og skerðingu tekna. Viðbrögð margra voru því á þann veg að þetta hlyti að boða gott og að framundan væru umtalsverðar launahækkanir ekki aðeins á LSH heldur í heilbrigðiskerfinu almennt. En það var ekki aðeins á LSH sem þessi ráðstöfun vakti verðskuld- aða athygli því að víða í ríkisstofn- unum hafa menn verið í sömu spor- um hvað snertir aðhald og niðurskurð svo ekki sé talað um þá sem verr eru settir í þjóðfélaginu. Það hefur þó víða ríkt þegjandi sátt um það að þetta væri nauðsynlegt fyrir land og þjóð meðan verið væri að koma efnahagsmálum á réttan kjöl. Þegar spurt var hvort ákvörðun launa forstöðumanna ríkisstofnana væri ekki verkefni kjararáðs var það upplýst að launahækkunin væri fyrir læknisstörf á spítalanum sem for- stjórinn vinnur samhliða því að stjórna þessu stærsta fyrirtæki landsins. Í umræðum um málið hefur verið upplýst að forstjórinn framkvæmir aðgerðir á spítalanum hluta úr degi og sér sjúklinga á göngudeild einn morgun í viku. Nú gátu menn byrjað að reikna út hvað þetta mundi þýða fyrir aðra starfsfélaga forstjórans sem líka eru vel menntaðir sér- fræðilæknar og leggja hart að sér. Ef forstjórinn fær 530.000 kr fyrir 25-30% klínískt starf mundi það væntanlega þýða að eðlileg laun fyr- ir þessa vinnu væru á bilinu 1.760.000 til 2.120.000 kr á mánuði fyrir fullt starf. Víst má telja að þetta þætti góður um- ræðugrundvöllur í nýj- um kjarasamningi Læknafélags Íslands við ríkið. Við nánari umhugsun verður auðvitað ljóst að þessar skýringar eru fráleitar og málið er allt hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann og for- stjórann. Hvað ætla þeir að bjóða hinum almenna starfsmanni við LSH? Er fyrirhugað að auka fjár- framlög til spítalans, þannig að unnt verði að skapa viðunandi starfsskil- yrði og aðstöðu fyrir sjúklinga? Er fyrirhugað að stórauka fjárframlög til tækjakaupa þannig að fagfólk geti unnið við betri aðstæður og veitt betri þjónustu? Er fyrirhugað að hækka laun umtalsvert til að sporna við landflótta og laða nýtt starfsfólk að heilbrigðiskerfinu? Það eru nán- ast engir læknar að koma heim frá námi og vel menntaðir íslenskir sér- fræðilæknar eru eftirsóttir í útlönd- um engu síður en forstjórinn. Ég óttast að svarið við öllum þess- um spurningum sé neitandi. Er ekki útlit fyrir áframhaldandi aðhald í rekstri og jafnvel ennþá meira vinnuálag á sömu kjörum? Fjárlög ársins 2013 gera ekki ráð fyrir neinu öðru. Hætt er við því að þessi ráð- stöfun grafi undan trúverðugleika þessara forystumanna við það að reyna að fá meira út úr starfseminni með minni tilkostnaði. Stefna sem hefur bitnað bæði á sjúklingum og starfsfólki. Aðrir ráðherrar og for- ystumenn ríkisstjórnarinnar sem ma. hafa heimtað að kjör lækna verði skert enn frekar hafa þagað þunnu hljóði varðandi þetta mál. Nú er það áleitin spurning hvort ráðherrann muni komast upp með þetta og, eins og oft vill verða hér á landi, þegja málið af sér. Það er ótrúlegt hvað við getum verið um- burðarlynd og fljót að gleyma. Ætli þetta mál verði gleymt þegar kemur að næstu kjarasamningum? Eru bjartari tímar framundan? Eftir Stein Jónsson Steinn Jónsson »Nú er það áleitin spurning hvort ráð- herrann muni komast upp með þetta og eins og oft vill verða hér á landi þegja málið af sér. Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.