Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 39

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Nú er elsku mamma mín búin að fá hvíldina 85 ára gömul. Dag- inn áður en hún dó var ég í heim- sókn hjá henni. Þá sá ég að hún var óvenju slöpp og þreytt. Ég hafði séð það áður en hún reif sig alltaf upp aftur á jákvæðninni og ég hélt að hún myndi gera það aft- ur í þetta sinn. Þegar ég var að fara þá kom hún með mér niður í lyftunni á Hrafnistu til að fara í kaffi og ætlaði svo að fara út að fá sér frískt loft til að hressa sig við. Svo kom símtalið rúmlega hálf átta þann 5. september og var það Erling bróðir að segja mér að mamma hefði verið flutt upp á spítala og það væri tvísýnt. Ég sagði að ég myndi koma strax en svo hringdi hann aftur 10 mínútum seinna og sagði að það hefði verið hringt aftur og að henni hefði hrakað mikið og það væri mjög tvísýnt um hvort hún myndi hafa þetta af og við ættum að drífa okkur. Það var mikil umferð þennan Unnur Kristrún Ágústsdóttir ✝ Unnur Krist-rún Ágústs- dóttir fæddist í Hafnarfirði 7. jan- úar 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. sept- ember 2012. Útför Unnar fór fram frá Víðistaða- kirkju 13. sept- ember 2012. morgun, mér fannst ég vera í marga tíma á leiðinni á spítalann en var samt komin rúmlega átta. Þegar við fengum að fara inn til hennar var lít- ill tími eftir en það var gott að fá að halda í höndina á henni á meðan hún kvaddi okkur kl. 9. Mamma var alltaf svo góð við okkur systkinin, tengdabörnin, börnin okkar 20 og barnabarnabörnin 24. Hún talaði oft um hvað hún væri heppin með okkur öll. Þegar ég kom í heim- sókn með börnin mín til hennar þá var alltaf boðið upp á ísblóm eða frostpinna, fyrir mörgum árum sagði hún mér að fyrir það vildi hún láta minnast sín. Mamma var ótrúleg kona var með allar íþróttarásirnar svo það færi nú ekki neitt fram hjá henni. Hún fylgdist vel með öllum afkom- endum sínum í því sporti eða öðru sem hver og einn tók sér fyrir hendur. Mamma var svo heppin að komast inn á Hrafnistu í Hafn- arfirði í desember í fyrra. Þá fannst mér hún hressast verulega, ég er sannfærð um að hún fékk nokkra góða aukamán- uði með okkur því hún var svo ánægð þar og vil ég þakka starfs- fólki kærlega fyrir. Mamma var mikil félagsvera og hrókur alls fagnaðar. Elsku mamma mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Blessuð sé minning þín, elsku mamma, hvíl í friði. Þín dóttir, Kolbrún (Kollý). Ég var alltaf mikill ömmust- rákur, það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu og afa á Miðvang- inum. Yfirleitt endaði hittingur okkar með þessari spurningu „Amma, má ég gista hjá ykkur?“ langt fram að fermingaraldri. Mér leið alltaf svo vel í kringum ömmu og á ég margar yndislegar minningar um hana. Ég heimsótti ömmu mikið og sátum við oft lengi yfir kaffibolla og spjölluðum um lífið og tilveruna. M.a. ferðir hennar til framandi landa og söngferilinn hennar. O sole mio var hennar uppáhalds lag og var það síðasta lagið sem ég hlustaði á með ömmu í bílnum á leið í 2 ára afmæli Guðmundar sunnudaginn áður en hún lést. Amma var alltaf inní öllum málum hvort sem það voru íþrótt- ir, nám eða áhugamál og hafði hún einstaklega gaman af því að fá fréttir af því sem maður var að gera. Hún var jákvæðasta mann- eskja sem ég þekkti og var alltaf brosandi. Hún átti alltaf ísblóm í frystinum fyrir okkur krakkana og talaði oft um að uppáhaldsmat- urinn hennar væri pylsur og ham- borgarar. Hún horfði mikið á íþróttir og þekkti marga íþrótta- menn með nafni og sagði að þetta væru sko vinir hennar. Hún var alveg einstök kona í alla staði og sakna ég hennar svo mikið. Guð geymi þig, elsku amma mín. Ólafur. Fallin er frá góð kona sem ég man eftir svo langt aftur sem minni mitt nær. Unnur á Hólnum var hún alltaf kölluð á mínu æskuheimili á Vesturbraut 22. Hún var nágranni okkar á Vesturbraut 20 en það hús hafði lengi gengið undir því nafni. Það voru Óli lögga og Unnur á Hólnum og börnin þeirra sex sem voru eins sjálfsögð í tilverunni og að dagur kæmi á eftir nóttu. Unni man ég aldrei eftir í æsku nema með bros á vör og elskulegt viðmót við okkur nágrannabörnin sem vorum tíðir gestir á hennar heimili, því alltaf var þar pláss fyrir önnur börn þrátt fyrir hennar mikla barnafjöld. Unnur átti það líka til að koma út á götu og bregða sér í badminton eða annan leik með okkur kökkunum og það þótti mér magnað. Það var svo mörgum árum seinna að við Unnur tengdumst öðrum böndum því í dag eigum við sameiginlegan afkomanda sem er hún Erna Björg Ómarsdóttir. Það var ánægjuleg upprifjun á okkar fyrri kynnum þegar sonarsonur Unnar varð daglegur gestur á mínu heimili þegar hann og Dröfn dóttir mín fóru að draga sig saman. Kynnin endurnýjuðust og voru eins og áður ánægjuleg í alla staði. Unn- ur enn með sitt ljúfa bros og ljúf- mannlegu framkomu. Hún og móð- ir mín heitin endurnýjuðu líka kynnin frá árum áður og áttu margs að minnast á góðum sam- verustundum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góða konu og þakka henni fyrir allt. Aðstandendum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi Unni Ágústsdóttur. Steindóra Bergþórsdóttir. ✝ Rafn Öldusonfæddist í Reykjavík 3. sept- ember 1981. Hann lést 5. september 2012. Móðir hans var Alda Rafnsdóttir, f. 26. júlí 1963, d. 3. september 1988. Stjúpfaðir hans var Jóhann Ólafur Jó- hannsson, f. 8. júní 1962, d. 22. júní 1990. Systkini hans í föðurætt eru Guðmundur Krist- inn, f. 1985, Marta Karen, f. 1994 og Kolbrún Halla, f. 2005. Útför Rafns hef- ur farið fram í kyrrþey. Enga rödd ég heyri, ekkert faðmlag fæ, ekkert bros að morgni, enginn segir hæ, snöggt til himna fórstu, lífið frosið er, en minningarnar ylja, þær búa í hjarta mér, þær kraft mér gefa og gleði, yfir því að vera til, og von og trú á lífið, sem ég njóta áfram vil. (Steinunn Valdimarsdóttir) Elsku, elsku strákurinn minn, þetta var sárt og allt of snöggt, maður verður alveg orðlaus og veit ekki hvað maður á að gera eða segja. En eitt veit ég, að þú ert kátur núna í mömmu fangi svo kannski ég muni einn góðan veð- urdag geta sætt mig við þessa miklu sorg sem við erum að ganga í gegnum enn og aftur. „Love you bestastur“ og góða ferð í sumar- landið góða. Anna Ósk, Kristján og Sonja Rán. Nú kveðjum við frænda okkar og mikinn vin, Rafn Ölduson, sem lést langt um aldur fram. Rafn Ölduson leit dagsins ljós á fæðing- ardeild Landspítala 3. september 1981, sonur Öldu Rafnsdóttur f. 26. júlí 1963, d. 3. september 1988 og Hans Vilbergs Guðmundsson- ar, f. 15. maí 1962. Lífið hjá honum gjörbreyttist á afmælisdegi hans 1988 en þá nótt var móðir hans Alda myrt á heimili þeirra að Lyngheiði 14. Var búið að innrétta bílskúrinn í íbúð fyrir þau tvö. Seinna kom í ljós að elsku dreng- urinn hafði orðið vitni að þessum hryllilega atburði. Hann ólst síðan upp hjá móðurforeldrum, Karen M.P. Gestsdóttur og Rafni Vigfús- syni. Þú varst stór partur í okkar lífi og við alltaf tilbúin að rétta þér hjálparhönd ef með þurfti. Nú er stórt skarð hoggið í okkar raðir og eftir sitja amma Karen, afi Rabbi, móðursystirin Anna Ósk og henn- ar maður og síðast en ekki síst Sonja Rán og við öll hin harmi slegin. Lífið er nú þannig að þegar svona atburðir verða reyna allir að leggja sitt af mörkum til að reyna að gera lífið bærilegra. Það vildi svo til að móðursystir þín hringdi í mig strax eftir símtalið í 112. Þeg- ar ég kom sá ég strax að þú varst farinn, dáinn. Ég man ekki eftir öðru öll árin síðan þú komst í þennan heim en að það var alltaf gaman að hitta þig og eftir situr mikið af frábærum minningum sem við nú geymum í huga okkar. Ég kveð þig að sinni, elsku frændi. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ég jarðaði frænda þinn fyrir rúmu ári og því margt sem rifjast upp. Takk fyrir allt og við óskum þér góðrar ferðar. Ómar, Inga og Anna María. Rafn Ölduson HINSTA KVEÐJA Elsku drengurinn okkar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Við elskum þig. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Afi Rafn (Rabbi) og amma Karen. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og afa, INGÓLFS INGÓLFSSONAR, Reynigrund 22, Akranesi. Ragnheiður Björg Björnsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Fjóla Jóhannesdóttir, Berglind Ingólfsdóttir, Hreggviður Ársælsson, Arnar Ingólfsson, barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR BJARNFREÐSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar í Kópavogi, heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Árnadóttir, Guðjón Magnússon, Sigrid Hálfdánardóttir, Árni Magnússon, Berglind Bragadóttir, Páll Magnússon, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Skúli Geir Jensson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til alla þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS BERNHARDS THOMPSON, Næfurási 10, Reykjavík. Konunum frá Karitas, starfsfólki á deild 11E, Landspítalanum, þökkum við einstaka umönnun og hlýju. Valdís Helgadóttir, Helena Vigdís Kristjánsdóttir, Óskar Jónsson, Hrönn Jónsdóttir, Stefán Ingi Óskarsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, LOFTUR ÞORKELSSON, Melgerði 15, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 9. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 18. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Geðhjálp. Védís Þórhalla Loftsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Elfar Reifnir Loftsson, Bergþóra Ósk Loftsdóttir, systur, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURSTEINS GUÐBRANDSSONAR, Dalbraut 14, Reykjavík. Kristín Þórðardóttir, Erna Sigríður Sigursteinsdóttir, Haraldur Sigursteinsson, Erla Ívarsdóttir, Garðar Sigursteinsson, Elín Margrét Hárlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LOFTS ÓLAFSSONAR, Logafold 20. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Gísladóttir, Ólafur Loftsson, Þórdís Ólafsdóttir, Hildur Loftsdóttir, Birgir Sigurðsson, Rúna Guðrún Loftsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, VALGERÐAR JÓNASDÓTTUR. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun fær starfsfólk Einihlíðar og Grenihlíðar á dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri. Margrét Kristjánsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Júlíus Kristjánsson, Svanhildur Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR BAXTER, sem andaðist að morgni sunnudags 19. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Baxter, Linda Rut Benediktsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegs sonar okkar, JÓNS THEODÓRSSONAR. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragna Jónsdóttir, Theodór Jóhannesson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, STEFANÍU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Skriðuseli 4, Reykjavík. Gylfi Eiríksson, Sigríður Gylfadóttir, Hannes Hauksson, Sverrir Jón Gylfason, Sandra Rós Pétursdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.