Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 46

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja þig. Dagurinn í dag hentar sérstaklega vel til að hefjast handa við nýtt verkefni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig alla/n við að straum- urinn hrífi þig ekki með sér. Þú situr með sveittan skallann í vinnunni. Hvíldu þig um helgar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Varastu að bregðast um of við ut- anaðkomandi áreiti. Er það uppskrift að æv- intýri eða ógæfu að stökkva út í djúpu laug- ina? Gakktu hægt um gleðinnar dyr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til þess að láta öll tilboð heimsins fara framhjá sér. Svaraðu bréfum og skilaboðum strax. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Yfirmenn þínir taka mark á því sem þú hefur fram að færa í dag. Ef þú nærir lista- manninn í þér bætir það sambönd þín við aðra og ljær verkum þínum dýpt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft áreiðanlega að kyngja ýmsu til þess að halda friðinn á vinnustaðnum. Kannski sérðu ekki ávinning áhættunnar þegar í stað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn í dag ber með sér óreiðu sem aðeins fastmótuð áætlun getur unnið bug á. Ekki fara á taugum, veldu að halda ró þinni, sama hvað gengur á. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Yfirboðari veitir þér þá við- urkenningu sem þú hefur verið að bíða eftir til þess að setja tiltekið verkefni á laggirnar. Farðu varlega í það að biðja nána vini eða fjölskyldu um liðsinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefðir gott af því að breyta til á einhvern hátt, hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. Láttu slag standa því hugs- anlegt er að þú getir hagnast á aðgerðum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Velgengni þín að undanförnu veldur þér gleði en einhverjir öfundast yfir henni. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyrir borð. Segðu eitthvað! 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nánustu sambönd þurfa að þola ýmsar raunir um þessar mundir. Vinur er kannski tilfinningasamur, en aldrei óviðeig- andi eða grófur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver kemur þér til aðstoðar án þess þú hafir óskað eftir því. Um leið og þú slakar á geturðu tekið réttar ákvarðanir. Karlinn á Laugaveginum varmeð allan hugann við þing- setninguna, þegar ég hitti hann. Honum hafði verið meinað að fara á þingpallana en fylgdist með í sjón- varpinu. Síðan rifjaði hann upp at- burðarásina eins og hann sæi hana ljóslifandi fyrir sér eins og þessi limra ber með sér: Laus við ósvífni, leiðann og amann segir Ólafur Ragnar: „en gaman!“ Úr stól sínum þá starir hann á Steingrímur svartur í framan. Fyrir viku rifjaði ég upp stöku eftir Einar Beinteinsson frá Graf- ardal og eins og ég átti von á bárust mér athugasemdir, m.a. frá Gylfa Pálssyni: „Að gefnu tilefni: Í mínu minni hefur geymst: Rigningin til foldar fellur fyrir utan gluggann minn. Það er eins og milljón mellur mígi í sama hlandkoppinn. Í mínum huga fellur snjór í flyks- um/flygsum, snjókornin loða saman, en rigning í dropum – jafnvel þótt steypiregn komi ofan, hellirigni.“ Við þetta er í rauninni engu að bæta. Ég hygg að flestir fari með vísuna eins og Gylfi, lítið eitt öðru- vísi en höfundurinn orti hana. Eftir Einar Beinteinsson hafa komið út tvær ljóðabækur, Um dæg- ur löng 1954 og Stuðlamál 1980, heildarsafn ljóða hans. Einar naut ekki skólamenntunar nema ein- hverrar fræðslu fyrir fermingu, en hann var sílesandi og síyrkjandi eins og systkin hans. Hann var eftir- sóttur til vinnu hvar sem hann kom sökum dugnaðar og góðrar við- kynningar, en missti heilsuna 25 ára gamall. Um hann segir Jón Magn- ússon í formála að Stuðlamálum að Einar hafi verið hagur á fleira en vísnagerð og smíðar, því að eftir að hann hætti að geta unnið erfiðis- vinnu gjörði hann talsvert af því að mála og náði þar undraverðum árangri. Það er þung raun að missa heilsuna í blóma lífsins en þótt lífið sé erfitt heldur maður í það dauða- haldi: Eðli mitt ég ekki skil, ótal þrautir beygja mér finnst vont að vera til en vil þó ekki deyja Og áfram: Ýms þó meinin hafi hrjáð hæfir varla að trega, heldur reyna að drýgja dáð og drepast karlmannlega. Og þessi staka sver sig í ætt við Hávamál: Þó að lánið verði valt veraldar í slarki við skulum glaðir gegnum allt ganga að hinsta marki. Halldór Blöndal halldor@simnet.is Vísnahorn Laus við ósvífni eftir Jim Unger „ÞEGAR PABBI VAR SEX ÁRA VAR HONUM RÆNT AF HAUSAVEIÐURUM. HANN SÁST ALDREI AFTUR.“ HermannÍ klípu eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að bjóða honum á kappakstur á afmælinu hans. ELÍN, ÉG ER MEÐ HUGMYND AÐ FULL- KOMNU KVÖLDI FYRIR MIG OG ÞIG. ÞARF HVAÐ? JÁ, EIGINLEGA MEINTI ÉG NÚ AÐ VIÐ MYNDUM EYÐA ÞVÍ SAMAN. OG ALLT Í EINU ER KVÖLDIÐ EKKI FULLKOMIÐ. Í SÍÐASTA SINN ... ... EF VIÐ SIGRUM Í DAG GETURÐU FARIÐ AÐ VERSLA ... ... EN EF VIÐ TÖPUM ... ... GETURÐU ÞAÐ EKKI! ÓVISSUEYÐIR 50 KR. ÞÚ VERÐUR REKINN! Björgunarsveitafólk okkar Íslend-inga er þjóðarhetjur okkar og stolt. Vel gallaðar hetjurnar mæta galvaskar í hvaða aðstæður sem er í öllum veðrum, skepnum og mann- fólki til halds og trausts. Óvænt fannfergi í vikunni minnti okkur Íslendinga rækilega á að við búum á norðurhveli jarðar og þurf- um að vera sjálfum okkur nóg um mat, drykk og raforku. x x x Sumarið var með því betra semhefur verið síðustu ár og því kom ísköld snjóbreiðan sólbrúnum og freknóttum Íslendingum að óvör- um. Sólardagarnir voru óvenju- margir á kostnað rigningardaga, malbikstúttum til ómældrar gleði. Heita sumarið var þó ekki algott því margir bændur glímdu við mikinn þurrk, einkum og sér í lagi fyrir norðan. Heimtur af túnum voru á mörgum bæjum mun minni en síð- ustu sumur, því vatnið var ósjaldan af skornum skammti. Bændur dóu þó ekki ráðalausir og reyndu eftir fremsta megni að vökva til að fá al- mennilega grassprettu. x x x Þjáningarsvipurinn sem sást ááhyggjufullum bændum í sjón- varpi og viðtölum er raunverulegur. Ekki nóg með fyrrgreinda þurrka heldur standa þeir frammi fyrir því að þurfa að gefa skepnum sínum í byrjun september. Töluvert fyrr en þeir höfðu nokkurn tíma reiknað með. Það er að segja þeim skepnum sem eru á lífi. Ótal kindur hafa drep- ist, ýmist þær sem átti að slátra seinna eða líflömbin. x x x Rafmagn er að komast á og bænd-ur geta orðið mjólkað kýr sínar, smölun búfénaðar af fjalli gengur eftir áætlun. Óveðrir minnir okkur mannfólkið á hversu berskjölduð við erum frammi fyrir aðstæðum sem við getum ekki stjórnað. Samhug- urinn og eljan sem býr í björgunar- sveitafólkinu er einlæg og sönn því það leggur í leiðangurinn sem sjálf- boðaliðar! Að sjálfsögðu megum við þakka fyrir að manntjón varð ekki og ferðamenn sem hættu sér inn á hálendið komust niður heilu og höldnu. víkverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að ei- lífu. (Sálm. 86:12)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.