Morgunblaðið - 15.09.2012, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 15.09.2012, Qupperneq 50
Nýtt, nýtt, nýtt, alltaf þarfmaður að heyra eitthvaðnýtt. Og ekki endilega eitt- hvað nýmóðins, nýtt efni frá göml- um jálkum dugar líka vel til að slökkva þennan þorsta. Sló því inn „best americana 2012“ í google, langaði til að sjá hvað væri að fara framhjá mér í þessum regnhlífar- geira sem tekur yfir jafn ólíkar stefnur og tiltölulega venjulegt kántrí, tilraunakennda appal- asíutónlist og vírað tex-mex skotið blúsrokk. Svo eitthvað sé nefnt. Datt inn á síðu sem kallast The Bo- ot, risavaxin kántrísíða sem er rekin undir hatti AOL-risans. Þar var listi yfir tíu bestu „am- eríkana“ plötur ársins hingað til og lesturinn nokkuð forvitnilegur. Í fyrsta sæti situr reyndar Marty gamli Stuart og ég var ekki alveg í því stuðinu það augnablikið þannig að ég kannaði óþekktari nöfn. Tvennt vakti sérstaka athygli mína. Frábær sólóplata Söru Watkins, sem eitt sinn tilheyrði hinni fram- sæknu ameríkana-sveit Nickel Creek og svo sveitin sem hér er til umfjöllunar, Punch Brothers, sem koma frá Brooklyn af öllum stöðum. Blöndun „Að blanda saman „bluegrass“, klassískri tónlist og samtíma rokki er ekki heiglum hent,“ stóð um plötu Punch Brothers í The Boot og maður staldraði ósjálfrátt við. „Þeg- ar hljómsveit lætur það líta út fyrir að vera svona áreynslulaust og læt- ur það hljóma eins spennandi og raunin er, er ekki annað hægt en að dást að meistaralegri nálgun henn- ar.“ Þetta var selt og ég varð mér óðar út um þennan nýjasta ópus sveitarinnar, Who‘s Feeling Young Now, sem er þriðja hljóðversplata hennar. Sveitin er leidd af Chris Thile (sem var áður meðlimur í nefndri Nickel Creek), en kauði þótti mikið tónlistarundrabarn í æsku. Eftir að hafa tekið út sína „þjálf- un“ ef svo mætti segja í gegnum Nickel Creek stýrir hann nú eigin vagni en Punch Brothers var sett saman árið 2006. Blágresistónlistin sem á hug Thile allan er þróuð út frá appal- asíutónlistinni og á rætur í alþýðu- tónlist Englands, Írlands og Skot- lands. Bill Monroe er líkast til þekktasti fulltrúi þessa forms og merkilegt til þess að hugsa að hann var á miklum stalli hjá frumkvöðlum framsækinnar rokktónlistar í Bandaríkjunum á sjöunda áratugn- um en menn eins og Jerry Garcia úr Grateful Dead og Chris Hillman úr Byrds áttu þann draum heitastan að fá að spila með Monroe. Utangarðs Samsláttur hins villta og form- fasta lá því í loftinu á þeim tíma og hafa ýmis vensl verið þar á milli undanfarna áratugi, í formi stefna eins og „new grass“ og framsæk- innar blágresistónlistar. Thile og fé- lagar fara reyndar það langt út á brúnina að sumir tala um ut- angarðs-„bluegrass“ (avant-garde bluegrass). Skemmst frá að segja þá gengur þessi görótta blanda Punch Broth- ers fullkomlega upp. Eyrun haldast sperrt við hverja einustu taktbreyt- ingu og hljómfall enda er verið að koma manni á óvart í sífellu. Hvern- ig fór þessi blágresissprettur allt í einu yfir í höfugt, nútímatónlist- arlegt flæði? Hvernig ná spilararnir að læða surgandi neðanjarðarrokki undir fumlaust mandólínplokk? Og svo er það ábreiðan á titillag hins magnaða tímamótaverks Radio- head, Kid A. Þetta er tilkomumikil plata hjá Punch Brothers, sann- arlega, og sönnun á því að stundum er gamalt nýtt. Eldgamalt en nýmóðins um leið Endurreisnarmenn? Chris Thile og félagar í Punch Brothers.  Hljómsveitin Punch Brothers vinnur með blágresistónlist  Stefnir glæsi- lega saman gömlum amerískum arfi, nútímatónlist og neðanjarðarrokki TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is 50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Tónlistarmað- urinn Borko mun frumsýna nýtt myndband við lag sitt „Born to be Free“ í Bíó Paradís í dag kl. 16. Myndbandið gerði myndlist- armaðurinn Ingi- björg Birgis- dóttir en hún hefur m.a. unnið myndbönd og plötuumslög fyrir Sigur Rós. Að lokinni sýningu mun Borko leika nokkur lög af væntanlegri breið- skífu sinni, ásamt hljómsveit. Einn- ig verða leikin lög af plötu hans Celebrating Life sem kom út 2008. Borko sýnir mynd- band og spilar Borko Njála í nýju ljósi er yfirskrift dag- skrár sem haldin verður í Sögusetr- inu á Hvolsvelli á morgun kl. 17. Þar munu þeir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Óttar Guð- mundsson geðlæknir spjalla um Njálu og túlkun hennar, en sá síð- arnefndi gaf nýverið út bókina Hetjur og hugarvíl. Aðgangseyrir 1.500 krónur. Morgunblaðið/Ómar Túlkun Óttar Guðmundsson. Njála í nýju ljósi RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D Sýnd kl. 8 - 10 THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 7 - 10 THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 5:50- 10:20 ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 2 - 4 INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 5:50 - 8 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 2 - 4 BRAVE: HIN HUGRAKKA Sýnd kl. 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI 60.000 MANNS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 7 12 L L 16 16 16 HÖRKU SPENNUMYND 60 ÞÚSUND GESTIR TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%*AÐEINS LAUGARDAGGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS HEILNÆMT FJÖR FYRIR ÞAU YNGSTU -H.V.A., FBL RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D KL. 5.50 -8 - 10.10 16 RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 3D KL. 10.20 ÓTEXTUÐ 16 THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10.45 16 THE BOURNE LEGACY LÚXUS KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EXPEN... 2 LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 16 THE WATCH KL. 5.40 - 8 12 PARANORMAN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 7 ÍSÖLD 4 2D / 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 3D KL. 8 - 10.10 16 THE BOURNE LEGACY KL. 6 - 9 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 4 (TILB.) - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 10.30 16 TO ROME WITH LOVE KL. 3 (TILB.) - 5.30* - 8 L INTOUCHABLES KL. 3 (TILB.) - 5.30 - 8 - 10.30 L PARANORMAN 3D KL. 3 (TILB.) - 7 L RESIDENT EVIL: RETRIBUTION 2D KL. 6 - 8 - 10 16 THE BOURNE LEGACY KL. 10 16 THE EXPENDABLES 2 KL. 8 12 ÁVAXTAKARFAN KL. 4 (TILB.)- 6 / ÍSÖLD 4 3D KL. 4(TILB.) Er ESB-umsóknin dauð? Fimmtudaginn 20. september klukkan 12:00-13:00 heldur Heimssýn opinn hádegisfund um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB á Thor- valdsen Austurstræti 8-10. Frummælendur verða Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritsjóri, og Mörður Árnason, alþingismaður. Opnað verður á spurningar úr sal eftir erindi frummælenda. Fundarstjóri verður Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar og alþingismaður. Fundurinn er öllum opinn Stjórn Heimssýnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.