Morgunblaðið - 20.09.2012, Síða 25

Morgunblaðið - 20.09.2012, Síða 25
urhlíð – þannig sparast 72,8 millj- óna leigukostnaður á ári, en starf- semin verður áfram í 11 „rýmum“ víðsvegar um borgina. „100 húsa“ vandinn leystur? Þar sem áform um nýjan spítala eiga að leysa af „100 hús á 17 stöðum“ hlaut svarið því að vera í samkeppnislýsingu um nýjan spít- ala. Samkeppnislýsingu er í raun uppskrift eða fyrirmæli að nýjum spítala fyrir 300.000 íbúa. En þá komst ég að því að á Hringbraut- arlóðinni eru núna 17 byggingar þar sem rúmlega 100 deildir eru starfræktar og þar með fann ég tölur sem passa! Kynningargögn deiliskipulags um stækkun Landspítala við Hringbraut sýna hvernig hönnuðir leystu verkefnið, og bíður sam- þykkis skipulagsyfirvalda. Þar eru taldar upp sjö byggingar auk bíla- kjallara í fyrsta áfanga í síðari áföngum er gert ráð fyrir 9-12 húsum til viðbótar. Þessi hús eru sum byggð fyrir spítalann og tengda starfsemi, önnur tilheyra Háskóla Íslands og Reykjavík- urborg á byggingarrétt að húsum sem standa næst nýju Hringbraut. Hús LSH og HÍ eru flest tengd saman með undirgöngum og tengi- brúm og styttir það vegalengdir (?). Annað sem gæti skýrt það að hagræði náist með sameiningu starfsemi frá „17 stöðum í 100 húsum“ á einn gæti verið end- urskipulagning heilbrigðisþjónustu landsins. Þróunin undanfarin ár er að úti á landi verður öflug heilsu- gæsla og sjúkrasvið með almennri legudeildarþjónustu. Eru staðirnir 17 Selfoss, Vest- mannaeyjar, Keflavík … sem flytj- ast til í heilbrigðiskerfinu. Nýr Landspítali stækkar um 23% og um leið kemur skýringin á þörf fyrir 80-100 herbergja sjúklinga- og sjúkrahótel á lóðinni. Landspítali Íslands? Ég fann ekki „100 hús á 17 stöðum“ í þessum gögnum, en stækkun spítalans gæti verið vegna þess að 17 staðir eru utan höfuðborgarsvæðisins. Ef svo er, þá hafa þessi áform áhrif á örygg- isnet heilbrigðisþjónustu 100.000 íbúa landsins sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins og ferðamanna á leið um landið. Ef það er rétt að áform um nýj- an Landspítala geri ráð fyrir breytingum á heilbrigðisþjónustu þorra landsmanna, ásamt því að kostnaður vegna þessara fram- kvæmda, þ.e. bygginganna sjálfra og breytingar á stofnbrautum borgarinnar, er greiddur úr vösum almennings, er þá ekki rétt að líta svo á að allir íbúar landsins séu hagsmunaaðilar um þessa fram- kvæmd og ættu að vera í fullum rétti með að senda inn at- hugasemdir til skipulagsyfirvalda vegna tillögu að uppbyggingu Landspítala við Hringbraut? Höfundur er sjúkraliði og verkfræð- ingur, sérsvið sjúkrahússkipulag. UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099 Ef þú lánar ein- hverjum og hann get- ur ekki borgað er ábyrgðin þín. Allur heimurinn þarf og á ekki að vita að hann skuldar þér. Það er reyndar hinn mesti óþokkaháttur að tilkynna það öðrum, hvað þá öllum. Hverslags mann- vonska er það að samtrygging banka, fjármálafyrirtækja, leigu- markaðar, tryggingafélaga, lífeyr- issjóða og annarra sem rottað hafa sig saman í persónunjósnum, sýni viðvörunarmerki (flagg í tölvum) í hvert skipti sem þú reynir að byrja nýtt líf? Þetta er glæpur og ekkert annað. Vaði yfir lögbundna persónu- vernd og mannréttindi á skítugum skónum. Skuldavandi fólks úti í bæ kemur mér ekki við, hvað þá þeim sem deila og dottna yfir almannafé. Ábyrgð þess sem lánar er hans og allir eiga rétt á endurreisn og friðhelgi fjár- mála sinna. Þetta viðbjóðslega kerfi er hannað af mafíósum í Ameríku og þekkist ekki í siðvæddum löndum. Ábyrgð lánveitenda ætti að vera rík, endurgreiðslukrafan raunhæf og í húsnæðismálum ætti markmiðið að vera að allir geti greitt af húsnæði sínu með hóflegum vöxtum og án verðtryggingar, búið fjölskyldu sinni skjól um aldur og ævi líkt og við þekkjum í Svíþjóð. Hér eru kaup- endur hafðir að fíflum, lánveitendur okra og svífast einskis við að taka til baka það sem þeir seldu á okurvöxt- um. Nei, á Íslandi blikka viðvör- unarljós hjá öllum lána- og leigu- stofnunum um leið og skuldsett eða gjaldþrota fólk vogar sér að leita eft- ir aðstoð „velferðarsamfélagsins“ á annan hátt en með örorku- og at- vinnuleysisbótum. Við erum að búa til bótaþegasamfélag með svona valdníðslu. Fólk einfaldlega veikist við þetta niðurbrot, sumir velja að enda líf sitt og er það alvarlegast. „Nei, þú ræfillinn þinn skalt ekki fá að líta glaðan dag aftur, við erum svo upptekin af því að afskrifa hjá þeim sem skulda þúsund milljarða og koma þeim aftur á kortið sem þjóðhetjum.“ Við horfum á þetta sama auma siðlausa fólk sölsa undir sig fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálaflokka að nýju með aðstoð fjöl- miðla, lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja, Kauphallarinnar og Samkeppniseftirlitsins. Ofdekruð pabbabörn, sem búa reyndar flest í útlöndum, eru for- gangsmál banka og hjá þeim blikka engin rauð ljós. En hinsvegar: „Þú, litli skíturinn þinn, get- ur bara flutt til Noregs eða búið í bílnum þínum með börnin þín.“ Má tala um helsjúkt samfélag? Það er ekki verið að taka á „sjálf- tökusveit valdsins“, þeim sem ollu hruninu, ekki verið að breyta ónýtu kerfi, ekki verið að draga úr ríkisút- gjöldum, rándýrum gæluverkefnum vinstrimanna og það er ekki verið að sýna fólki hér lágmarks mannrétt- indi, þau að eiga uppreisn æru án þess að rauð ljós blikki hjá öllum stofnunum og fyrirtækjum. Hér á landi eru engin lög um inn- heimtulögfræðinga og stofnanir. Þar geta menn smurt þykkt ofan í sig og sína og neytt hverja fjölskylduna á fætur annarri í landflótta. Þar má rukka og setja á gjöld og kostnað án þess að lög um það gildi hér á landi. Svo getur „umboðsmaður samráðs- ins“ heimsótt fjölskyldur í angist á matartímum og tekið veð í heimilinu sem fjölskyldan er hvort er eð löngu búin að missa. Heimilið fer í hend- urnar á okurlánastofnunum sem glotta glaðar yfir verðtryggingu dauðans og hæstu húsnæðisvöxtum á byggðu bóli. Á meðan bíða stjórn- völd eftir niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti lána mánuðum saman. Gamli verktakinn sem seldi þér á ok- urvöxtum er aftur kominn af stað en þér er siglt í strand. Af hverju t.d. ætlast ríkið til þess að bankar gefi eftir en viðhaldi svo sínum kröfum óhagganlegum? Innheimta náms- lána er gott dæmi um glórulaust ábyrgðarmannakerfi og blikkandi ljós á saklaust fólk. Stjórnvöld sem tryggja að enginn geti nokkru sinni eignast neitt verða að víkja. Á Íslandi, við núverandi skattakerfi og kúgun á atvinnulífinu, þarftu að vera glæpamaður til þess að græða peninga, útsmoginn bók- haldsbraskari og þægur skuldsett- ustu mönnum Íslands. Þeir ráða nefnilega öllu enn í skjóli ríkisvalds- ins og áróðursvéla ákveðinna fjöl- miðla. Það væri ekki úr vegi að stöðva þetta samráð, þessar persónunjósn- ir, þessa valdníðslu og refsa þeim sem flagga upplýsingum um þig sem þeir eiga engan rétt á að hafa. Þess- ar stofnanir sjá til þess að saklaust fólk sem varð hruninu og fjár- málaóreiðu nokkurra að bráð getur ekki einu sinni fengið leigt húsnæði! Þetta var galið, er galið og verður galið nema nýtt fólk komi að því að breyta hér kerfinu í heild sinni. Það er mikið verk en ég vil leggja mitt af mörkum. Persónunjósnir Eftir Jónínu Benediktsdóttur Jónína Benediktsdóttir » Það væri ekki úr vegi að stöðva þetta samráð, þessar persónunjósnir, þessa valdníðslu og refsa þeim sem flagga upplýsingum um þig … Höfundur er forstjóri Nordic Health. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.