Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Landsmót Ungmennafélags Íslands eru lands- þekkt verkefni og eiga sér langa og merki- lega sögu. Fyrsta Landsmótið var haldið á Akureyri 1909, fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík 1992 og hefur mótið verið haldið árlega um verslunarmannahelgina frá árinu 2002. Árið 2011 var síðan fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Hvammstanga en mótin eru haldin árlega í júní. Sumarið í ár er landsmótasumar hjá UMFÍ. Í fyrsta skipti eru haldin þrjú landsmót sama sumarið og við erum spennt að sjá hvernig til tekst. Nýlokið er 3. Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal sem heppnaðist vel fyrir utan að veðurguðirnir hefðu mátt vera keppendum og gestum mótsins hliðhollari. 27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 4.–7. júlí nk. Mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéð- inn (HSK) með stuðningi sveitarfélagsins Ár- borgar. Innan HSK er mikið af kröftugu og duglegu fólki sem býr yfir miklum metnaði og dugnaði og Skarphéðinsmenn hafa verið duglegir að halda Landsmót UMFÍ í gegnum tíðina en alls hafa þeir haldið sex Landsmót að meðtöldu mótinu í ár og tvö Unglinga- landsmót. Ótrúleg uppbygging íþróttamann- virkja hefur átt sér stað á Selfossi undanfarin ár og má segja að aðstaðan sé ein sú besta á landinu, sveitarfélaginu og íbúum þess til mikils sóma. Landsmótin eins og við þekkjum þau í dag, þar sem auk íþróttakeppninnar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá afþreyingar fyrir alla aldurshópa, eiga uppruna sinn hjá Skarphéðni. Það var á 4. Landsmóti UMFÍ í Haukadal 1940 sem fyrst var boðið upp á menningartengda viðburði samhliða íþróttakeppninni og hefur því fyrirkomulagi verið haldið á mótunum eftir það. Þannig hefur HSK haft mótandi áhrif á Landsmótin og mun væntanlega gera í framtíðinni. Það sem einkennir Landsmót UMFÍ umfram Unglingalandsmótin og Lands- mót UMFÍ 50+ er stigagjöfin og það að mótin eru haldin á fjögurra ára fresti. Sambands- aðilar UMFÍ og íþróttabandalögin keppa um sín á milli um hvert þeirra fái flest stigin og skiptir þá mestu máli að eiga keppendur í öll- um greinum. Íþróttabandalag Akureyrar var stigahæst félaga á Landsmótinu á Akureyri 2009 og á því titil að verja. Spennandi verður að sjá hvaða félag verður stigahæst í ár en búast má við mikilli keppni. 16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelg- ina. Mótshaldari er Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ) með stuðningi sveitarfélags- ins á Höfn. USÚ, eins og HSK, hefur innan sinna raða metnaðarfullt og duglegt fólk. USÚ hef- ur áður haldið Unglingalandsmót en það var árið 2007 og heppnaðist einstaklega vel. Fyrir mótið 2007 fór sveitarfélagið í mikla upp- byggingu á íþróttamannvirkjum sem nýtast vel fyrir mótið í ár en til viðbótar hafa bæst við stórglæsileg sundlaug og knattspyrnuhöll. Það sem gerir Landsmót og Unglinga- landsmót UMFÍ svo einstök er að í þeim geta allir tekið þátt, óháð fyrri afrekum á íþrótta- sviðinu. Þannig leggjum við áherslu á að árangur í íþróttum er ekki eingöngu mældur í afrekum heldur er þátttakan lykilatriði og að í henni felist einnig heilsuefling og for- vörn og síðast en ekki síst skiptir samveran miklu máli. Það er því til mikils að vinna og Landsmótin og Unglingalandsmótin eru þau lóð sem ungmennafélagshreyfingin leggur á vogarskálarnar til að ná fram þessum mark- miðum. Einn af ávinningum Landsmóta og Unglingalandsmóta UMFÍ er bætt íþrótta- aðstaða sem verður til á þeim stöðum þar sem þau eru haldin hverju sinni. Í öllum lands- fjórðungum hafa verið byggð upp mannvirki í tengslum við mótin. Það eru mannvirki sem nýtast íbúum og öðrum landsmönnum til keppni og heilsueflingar til framtíðar að mót- unum loknum. Glæsileg íþróttamannvirki eru bæði á Sel- fossi og á Höfn. Á báðum stöðum er íþrótta- leikvangurinn vel staðsettur og skammt frá Landsmótasumar UMFÍ honum eru sundlaug og íþróttahús. Önnur mannvirki eru í næsta nágrenni. Tjaldsvæði eru í útjaðri bæjanna og gönguleiðir greið- færar til þess og frá því. Sama á við um keppnissvæðin og alla þjónustu. Góð þjón- usta er í boði, verslanir, veitingastaðir, hótel og gististaðir. Á báðum stöðum og í nágrannasveitarfélögum þeirra eru einstakar náttúruperlur og sögustaðir sem vert og gaman er að heimsækja. Undirbúningur og framkvæmd Lands- móts og Unglingalandsmóts er mikið verk- efni fyrir mótshaldara. Stór hópur sjálfboða- liða kemur að mótunum sem gerir alla undir- búningsvinnu og framkvæmd þeirra mögu- lega. Þetta fórnfúsa og mikla starf sjálfboða- liðans og starfsmanna, gott samstarf við sveitarfélögin og öflugur stuðningur styrktar- aðila gerir það að verkum að öll umgjörð og undirbúningur mótanna verður eins glæstur og raun ber vitni. Ríkisvaldið hefur stutt vel við uppbygg- ingu og framkvæmd á Landsmótum og Unglingalandsmótum frá upphafi og fyrir þann góða stuðning, ásamt stuðningi frá styrktaraðilum mótsins, er hreyfingin ákaf- lega þakklát. 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi og 16. Ungl- ingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði eru góðir valkostir fyrir alla til að taka þátt í og því um að gera að skella sér á mótin því að þar finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Forgangsröðum og gefum okkur sjálf- um tækifæri til að upplifa einstaka skemmt- un í góðra vina hópi þar sem ungmenna- félagsandinn ræður för. Verið öll hjartanlega velkomin á mótin og njótið þess að taka þátt í skemmtilegri og fjöl- breyttri dagskrá. Það verður tekið á móti þér með bros á vör og við hlökkum til að sjá þig. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Minningin um hann mun lifa með okkur Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og FIBA Europe, lést þann 19. júní sl., fimmtugur að aldri. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Íþróttahreyfingin á Íslandi og erlendis er harmi slegin yfir fráfalli mikilsvirts leið- toga, góðs félaga og vinar. Missirinn og sorgin er mikil. Ólafur var farsæll leiðtogi íþróttahreyf- ingarinnar og var óþreytandi að berjast fyrir málefnum hennar á öllum sviðum. Hann var traustur og ábyrgur leiðtogi, hæfi- leikaríkur og með ákveðna sýn sem gekk út á að gera veg íþrótta sem mestan. Sér- staklega var honum annt um starf sjálf- boðaliðans og hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að sýna fram á virðisauka hreyfingarinnar þegar verið væri að óska eftir fjárframlögum til rekstrarins. Ólafur var sterkur persónuleiki og vakti athygli hvar sem hann fór. Enda var það svo að honum var treyst fyrir margvísleg- um hlutverkum innan íþróttahreyfingar- innar hérlendis og erlendis. Hann fór ekki dult með skoðanir sínar og var óhræddur við að koma þeim á framfæri en á hóg- væran hátt. Er skemmst að minnast þess hvernig hann talaði fyrir auknum fram- lögum í afrekssjóð ÍSÍ og ferðasjóð ÍSÍ síðastliðinn vetur. Ólafur var heill í samskiptum sínum við Ungmennafélag Íslands enda féll aldrei skuggi á samskipti okkar og sam- starf í þau sjö ár sem þau hafa varað. Hreyfingarnar unnu saman að hinum ýmsu málefnum sem hafa skilað miklum árangri, íþróttahreyfingunni og samfé- laginu til heilla. Ungmennafélag Íslands þakkar Ólafi fyrir gott og gæfuríkt samstarf sem mun geymast en aldrei gleymast. Við syrgjum góðan félaga og vin og minningin um hann mun lifa með okkur. Blessuð sé minning Ólafs E. Rafns- sonar. Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ Ólafur E. Rafns- son, forseti ÍSÍ, í ræðustóli á sambandsþingi UMFÍ á Akureyri 2011. †
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.