Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Höfn í Hornafirði er líflegt, 1700 íbúa sjávarpláss á suðausturströnd landsins. Sterk staða sjávarútgerðar eftir miðja 20. öld treysti grundvöll atvinnulífsins á Höfn, en mestur uppgangur varð á Höfn á 8. ára- tugnum þegar íbúum þar fjölgaði um 500 manns. Það má rekja til bættra samgangna með tengingu hringvegarins og eflingu sjávarútvegsins á svæðinu. Hann efldist til muna á 7. áratugnum þegar humarveiðar hófust af miklum krafti og hefur Höfn verið meðal helstu útgerðarstaða landsins síðan. Höfnin í bænum er talin ein sú besta á Íslandi þegar inn í hana er komið, en að henni er erfið innsigling. Fara þarf inn um Hornafjarðarósinn þar sem eru þröngir og straumharðir álar og úti fyrir innsiglingunni eru grynningar sem verða ófærar í vondum veðrum. Innsiglingin hefur þó verið bætt á undanförnum árum með byggingu brim- varnargarða. Skemmtilegt er að fylgjast með bátum fara í gegn um ósinn frá Ós- landi sem er friðlýst svæði innan bæjarins. Byggðarlagið er ungt, en fyrstu íbú- arnir settust þar að árið 1897. Það voru kaupmannshjónin Ottó og Valgerður Tulinius en þau fluttust þangað með versl- un sína úr Papósi í Lóni. Þar með varð Höfn verslunarstaður og jafnframt eini þéttbýlis- staður sýslunnar. Bærinn er miðstöð versl- unar í Sveitarfélaginu Hornafirði og þar er öll almenn þjónusta í boði. Vegna þess hve langt er til næstu þéttbýliskjarna er þjón- ustustig bæjarins hátt miðað við stærð hans. Þar eru til að mynda lággjaldaversl- un, sundlaug, framhaldsskóli með heima- vist, háskólasetur o.fl. Nýheimar voru vígðir haustið 2002 en þar er lögð áhersla á að styrkja atvinnulíf bæjarins með þróunarstarfi og aukinni menntun. Í Nýheimum eru til húsa Fram- haldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, bóka- safn, háskólasetur, frumkvöðlasetur og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Menn- ingarmiðstöð Hornafjarðar hefur einnig aðsetur í Nýheimum á Höfn og hefur hún fjölþættu hlutverki að gegna. Stofnunin starfrækir m.a. listasafn, jöklasýningu, nátt- úrugripasafn, bókasafn, skjalasafn og byggðasafn bæjarins. Höfn er í Ríki Vatnajökuls og skiptir það miklu máli fyrir atvinnu- og mannlíf á svæðinu. Síðustu ár hefur þáttur ferða- þjónustu vaxið á Höfn og er þar margvís- leg afþreying í boði fyrir ferðamenn. Allir ættu að finna gistingu við sitt hæfi, en í bænum eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, gistiheimili og hótel. Í næsta nágrenni bjóða fjölmörg býli upp á bændagistingu. Höfn í Hornafirði Í sveitarfélaginu eru fjölmargar perlur sem hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og vísindamenn og þá hefur kvikmyndataka verið vinsæl í sýslunni vegna fjölbreytts jökullandslags. Samgöngur til og frá Höfn eru góðar og þá sérstaklega ef komið er úr suðri. Malbikaður vegur er alla leið á milli Hafnar og Reykjavíkur og er hann fær flesta daga ársins. Flug- og rútuáætlun er allt árið milli Hafnar og Reykjavíkur og þangað er flogið tvisvar á dag yfir sumar- tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.