Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Dagana 20.–22. mars sl. hélt Ungmenna- félag Íslands ungmennaráðstefnu á Egils- stöðum sem bar yfirskriftina „Ungt fólk og lýðræði“. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var þátttaka ungs fólk í skipulagsmál- um sveitarfélaga. Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og hefur ráðstefnan alltaf vakið mikla lukku meðal þátttakenda. Að þessu sinni skráðu sextíu einstaklingar sig til þátttöku. Voru það bæði ungmenni sem starfa í ungmennaráðum víðs vegar um landið og starfsmenn sem sjá um mál- efni ungmenna í sveitarfélagi sínu. Ungmenna- og íþróttasamband Austur- lands var gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni og kom að undirbúningi hennar í samstarfi við Fljótsdalshérað. UMFÍ fékk til liðs við sig tvo fyrirlesara, þær Katrínu Karlsdóttur, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði, og umboðsmann barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur. Katrín hefur unnið mikið með þátttöku ungs fólks í skipulagsmálum og lýðræði þeirra og tengt inn í nám sitt. Umboðs- maður barna er mikilvægur hlekkur í lýð- ræðisumræðunni og tengdi erindi sitt við þátttöku ungs fólks í skipulagsmálum. Þátt- takendur kynntu niðurstöður sínar í hátíð- arsal Hótels Valaskjálfar. Þeir unnu í vinnu- stofum með þema ráðstefnunnar meðan á henni stóð. Í ályktun ráðstefnunnar er skorað á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfé- lög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til skoðana þeirra á málefnum sam- félagsins, einkum þeim sem varða ung- mennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf. Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði á Egilsstöðum: Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf Sabína Halldórs- dóttir, landsfulltrúi UMFÍ, í ræðustóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.