Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 45
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 45 Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands: Stefnan að gera meira en við höfum gert áður 63. Sambandsþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, var haldið í Egilsbúð í Neskaupstað 14. apríl sl. Á þinginu voru gerð upp helstu verk síðasta árs og stefnan mótuð fyrir það næsta. Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, sat þingið og flutti ávarp. Tveir einstaklingar voru sæmdir gullmerki UMFÍ fyrir góð störf inn- an UÍA og ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Þetta eru þeir Stefán Þorleifsson, 97 ára, og Jóhann Tryggvason sem var jafnframt þingforseti. Gunnar Gunnarsson var endur- kjörinn formaður UÍA en tvær breyt- ingar urðu á stjórninni. Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Vilborg Stefánsdóttir gengu úr stjórn og í þeirra stað koma ný inn Guðrún Sólveig Sigurðardóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Stefán Þorleifsson og Jóhann Tryggvason voru sæmdir gullmerki UMFÍ á þingi UÍA á Neskaupstað. Á milli þeirra er Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ. „Við erum ánægð með starfið innan UÍA og reksturinn var mjög góður á síðasta ári. Við erum að undirbúa okkur fyrir starfsemi sumarsins enda í mörg horn að líta í þeim efnum. Það gengur vel hjá okkur og nú er stefnan að gera meira en við höfum gert áður,“ sagði Gunnar Gunnarsson, for- maður UÍA. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blak- kona úr Þrótti, er íþróttamaður UÍA árið 2012. Þorbjörg Ólöf var kjölfestan í ungu Þróttarliði sem á árinu varð í öðru sæti í bæði Íslandsmóti og bikar þrátt fyrir að hafa misst nær allt byrjunarliðið í upphafi keppnistímabils. Hún var valin í íslenska landsúrtakið og frelsingi ársins í Mikasa-deild kvenna. Auk þess að keppa í íþróttinni hefur Þorbjörg gegnt ýmsum störfum fyrir bæði Blaksambandið og blakdeild Þróttar. Mannvit hf. I Grensásvegi 1 I 108 Reykjavík I s: 422 3000 I www.mannvit.is Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu. Mannvit vinnur náið með iðnfyrirtækjum, sveitarfélögum, verktökum, tæknifyrirtækjum, fj árfestum, sjávarútvegs-, nýsköpunar- og orkufyrirtækjum. Mannvit er með yfi r 400 starfsmenn sem sinna fj ölbreyttum og krefj andi verkefnum hér á landi og erlendis. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði. Traust, Víðsýni, Þekking og Gleði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.