Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þó nokkur umræða og fréttir hafa verið af auk- inni notkun vefaukandi stera (einnig þekktir sem anabólískir sterar) ungmenna á Íslandi auk þess sem svo virðist sem innflutningur þessara efna hafi stóraukist á síðustu misser- um. Samkvæmt fréttum gerði tollgæslan tvö- falt meira magn stera upptækt á fyrstu tveim- ur mánuðum þessa árs en allt árið í fyrra. Fyrstu fregnir og tilkynningar um notkun vefaukandi stera til að bæta styrk og þyngd í íþróttum koma fram 1954 en allar götur síðan hafa íþróttamenn notað stera til að bæta árangur sinn í íþróttum. Nú virðist þróunin vera sú að einstaklingar, sem ekki eru að stunda keppnisíþróttir, séu í auknum mæli farnir að nota stera og þá oftast til að bæta útlit og ímynd. Notendur virðast einnig vera að yngjast hin síðari ár og hefur komið fram fjöldinn allur af rannsóknum þar sem könnuð er notkun unglinga á sterum. Í Bandaríkjunum sýna rannsóknir að á bilinu 3–12% karlkyns ungl- inga viðurkenna að hafa notað stera ein- hvern tíma á ævinni en hjá stúlkum er talan 1–2%. Önnur rannsókn sýndi svo að þessum ungu notendum var síður umhugað um heilsu sína og þeir höfðu minni þekkingu á hollu og næringarríku mataræði. Í Þýskalandi sýndi rannsókn gerð hjá not- endum líkamsræktarstöðva að 13,5% þátt- takenda höfðu notað ólögleg árangursbæt- andi efni við æfingar og flestir höfðu útveg- að sér þau á líkamsræktarstöðvunum en stór hluti hafði hins vegar fengið efnin hjá lækni sínum (~40%) og voru jafnvel undir eftir- liti við notkun þeirra. Þó svo að engar nákvæmar tölur séu til fyrir Ísland virðist þetta vera að gerast á álíka máta hér og við heyrum af unglingum sem eru að nota stera einungis til að ná fram einhverri líkamsímynd. Fræðslan og forvarnirnar, sem krakkar fá vegna þessara efna, eru líklega ekki nægilega miklar. Í gegnum tíðina hefur verið horft til aldurshópa í kringum 16–17 ára og eldri í forvörnum en nú heyrist af krökkum niður undir fermingaraldur að fikta við þessi efni. Aukaverkanir og afleiðingar Notendur stera sjá undraverðan árangur við upphaf inntöku og vöðvamassi eykst verulega. Við notkun stera til að ná fram veru- lega auknum vöðvamassa eru þeir notaðir í allt að 50–100-földum skömmtum sem annars væru notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Þetta gífurlega magn utanaðkomandi efna í líkamanum veldur því að líkaminn sjálfur dregur úr og hættir jafnvel eigin framleiðslu á testósteróni (sem er okkar náttúrulegi vef- aukandi steri). Þetta rask hefur síðan keðju- verkun yfir í önnur hormón og starfsemi líkamans getur orðið fyrir miklu raski. Við minnkandi testósterónframleiðslu hjá piltum geta þeir orðið ófrjóir og dæmin sýna að það tekur ekki nema þrjár vikur á vægum stera- kúr að stöðva sáðfrumuframleiðslu. Þegar unglingur, sem er enn að stækka, tekur vef- aukandi stera eru líkur á því að hann loki vaxtalínum beina, vöxtur hans stöðvist og hann muni ekki ná þeirri hæð sem hann annars hefði náð. Frést hefur einnig um aukningu í brjósta- aðgerðum hjá ungum mönnum á Íslandi en ein af aukaverkunum vefaukandi stera er að líkaminn reynir að aðlagast nýju ástandi og Óhugnanleg þróun í notkun stera á Íslandi Dr. Skúli Skúla- son, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ. fer að framleiða aukið magn estrógens sem leiðir til vefmyndunar í brjóstum. Þessi auka- verkun er ekki afturkræf og því þarf að fjar- lægja brjóstin með skurðaðgerð. Aukaverk- anir eru ekki allar eins fljótar að koma fram og þá sérstaklega ekki þær sem eru alvarlegri eins og áhrif á hjarta og æðakerfi, en mörg ár getur tekið fyrir þessar aukaverkanir að koma fram. Líkur á hjarta- og æðasjúkdómum aukast og fjöldi dauðsfalla langtíma steranotenda vegna hjartaáfalla hefur verið tengdur þessari notkun. Eðlilega tengist hversu miklar líkur eru á aukaverkunum, hvað notkunin er löng og í hve miklu magni. Mikil hætta er þó einnig til skemmri tíma og sérstaklega hjá ungum neytendum, en mörg dæmi eru erlendis um sjálfsvíg sem tengd hafa verið steranotkun. Þar hafa unglingar hafið notkun og hætt of hratt sem getur valdið miklu ójafn- vægi í hormónakerfi líkamans, sem mikið þunglyndi getur fylgt. Innlend rannsókn hef- ur sömuleiðis bent í þessa átt, að unglingar sem taka eða hafa tekið inn stera voru mun líklegri til að stofna til eða lenda í slagsmál- um en þeir sem aldrei höfðu neytt stera. Brýnt er að fylgjast með unglingum og líta eftir þeim einkennum sem geta fylgt steranotkun, eins og óeðlilega mikilli aukningu á vöðvamassa á stuttum tíma, skapgerðarbreytingum og mikilli bólumynd- un á baki og öxlum (erfitt þó að aðgreina frá eðlilegu ástandi vegna unglingabóla). Dr. Skúli Skúlason, formaður Lyfjaráðs ÍSÍ Þann 6. júní sl. var haldið í þjónustumið- stöð Ungmennafélags Íslands útgáfu- hóf vegna endurútgáfu bókarinnar Verndum þau. Á vegum Æskulýðsvett- vangsins (ÆV), samstarfsvettvangs Ung- mennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, var höfund- um bókarinnar, þeim Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, afhentur þakklætisvottur fyrir tíu ára samstarf. Á þessum tíu árum hafa þær, í sam- starfi við ÆV, haldið yfir hundrað Vernd- um þau námskeið sem þúsundir manna hafa sótt. Viðfangsefni námskeiðanna er mikilvægi þess, fyrir þá sem starfa með börnum og ungmennum, að vera með- vitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast eigi við ef slík Endurútgáfa bókarinnar Verndum þau mál skjóta upp kollinum. ÆV telur mjög mikilvægt að bjóða þessi námskeið og standa fyrir þeim. Þau auka fagkunnáttu fólks og gera það betur í stakk búið til að hlúa enn frekar að velferð barna og ung- menna sem fólk er að starfa með. Æsku- lýðsvettvangurinn óskar þeim Ólöfu Ástu og Þorbjörgu til hamingju með nýja og endurbætta útgáfu af bókinni og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ og formaður ÆV, Ólöf Ásta Farestveit, höfundur bókarinnar, Þorbjörg Sveinsdóttir, höf- undur bókarinnar, og Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnastjóri ÆV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.