Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Náttúra og saga Austur-Skaftafellssýsla er skýrlega afmarkað landsvæði frá náttúrunnar hendi. Sýslumörkin liggja annars vegar við fall- vötn vestan til á Skeiðarársandi, hins vegar við Eystrahorn, tígulegt fjall við austanvert Lón. Fjallasýn er afar tilkomumikil hvar sem er í sýslunni. Hvassa tinda ber við jökulinn, þeir speglast í lónum og fjörðum og ljá þannig sveitarfélaginu nafnið sem svæðið gengur undir í daglegu tali – Hornafjörður. Segja má að í sýslunni séu sex byggðar- lög. Frá austri talið eru það Lón sem að sunnan afmarkast af Vestrahorni, Nes sem eru sveitin og þéttbýliskjarninn milli Vestra- horns og Hornafjarðarfljóta, Höfn sem er þéttbýliskjarninn á nesi milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar, Mýrar sem eru sveitin milli Hornafjarðarfljóta og jökulárinnar Kolgrímu, Suðursveit sem er sveitin frá Kolgrímu vest- ur á Breiðamerkursand og hin fornfrægu Öræfi sem eru sveitin við rætur Öræfajökuls. Höfn í Hornafirði er ungt byggðarlag. Fyrstu íbúarnir, kaupmannshjónin Ottó og Valgerður Tulinius, settust að á Höfn árið 1897 og byggðu þar verslunar- og íbúðar- hús sem enn standa. Byggðin óx hægt framan af og allt fram á miðja þessa öld var atvinnulíf heldur fábreytt á Höfn. Höfðu flest heimili lífsbjörg af smábúskap og veið- um úr firðinum. Eftir 1950 lifnaði heldur yfir athafnalífi á staðnum og síðan hefur Höfn vaxið óðfluga úr litlu sjávarþorpi í myndarlegan bæ með nútíma fyrirtækjum, verslunum, heilsugæslu og fjölbreyttri þjónustu. Atvinnuvegir Á Hornafirði eru starfrækt öflug sjávar- útvegsfyrirtæki sem skapa undirstöðu þeirrar velmegunar sem almennt ríkir á staðnum. Nýtísku fiskiskip færa verðmæt- an afla að landi allan ársins hring og er Höfn meðal annars þekkt sem verstöð fyrir humar- vertíð að vori og síldarvertíð að hausti. Fullkomin fiskiðjuver vinna aflann og selja innanlands og utan og hefur hróður horn- firskra sjávarafurða borist víða. Fiskiskipa- höfnin iðar af lífi frá morgni til kvölds og gestir verða gagnteknir af þeirri stemn- ingu sem þar ríkir. Í Sveitarfélaginu Hornafirði er stundað- ur öflugur landbúnaður og eru aðalfram- leiðsluvörur bænda mjólk og kindakjöt auk nauta- og svínakjöts. Afurðastöð þeirra, sláturhúsið, er fullkomið og hrein- legt og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenn- ingar. Ferðaþjónusta Á Hornafirði og í nágrenni er rekin öflug þjónusta við ferðamenn. Gisting býðst á hótelum, sveitabæjum og á vel búnum tjaldsvæðum, matreiðslumenn bera fram rétti úr fersku og fjölbreyttu hrá- efni og nálægð stærsta jökuls Evrópu, Vatnajökuls, býður upp á óþrjótandi mögu- WWW. KAFFIHORN.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.