Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 26

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Náttúra og saga Austur-Skaftafellssýsla er skýrlega afmarkað landsvæði frá náttúrunnar hendi. Sýslumörkin liggja annars vegar við fall- vötn vestan til á Skeiðarársandi, hins vegar við Eystrahorn, tígulegt fjall við austanvert Lón. Fjallasýn er afar tilkomumikil hvar sem er í sýslunni. Hvassa tinda ber við jökulinn, þeir speglast í lónum og fjörðum og ljá þannig sveitarfélaginu nafnið sem svæðið gengur undir í daglegu tali – Hornafjörður. Segja má að í sýslunni séu sex byggðar- lög. Frá austri talið eru það Lón sem að sunnan afmarkast af Vestrahorni, Nes sem eru sveitin og þéttbýliskjarninn milli Vestra- horns og Hornafjarðarfljóta, Höfn sem er þéttbýliskjarninn á nesi milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar, Mýrar sem eru sveitin milli Hornafjarðarfljóta og jökulárinnar Kolgrímu, Suðursveit sem er sveitin frá Kolgrímu vest- ur á Breiðamerkursand og hin fornfrægu Öræfi sem eru sveitin við rætur Öræfajökuls. Höfn í Hornafirði er ungt byggðarlag. Fyrstu íbúarnir, kaupmannshjónin Ottó og Valgerður Tulinius, settust að á Höfn árið 1897 og byggðu þar verslunar- og íbúðar- hús sem enn standa. Byggðin óx hægt framan af og allt fram á miðja þessa öld var atvinnulíf heldur fábreytt á Höfn. Höfðu flest heimili lífsbjörg af smábúskap og veið- um úr firðinum. Eftir 1950 lifnaði heldur yfir athafnalífi á staðnum og síðan hefur Höfn vaxið óðfluga úr litlu sjávarþorpi í myndarlegan bæ með nútíma fyrirtækjum, verslunum, heilsugæslu og fjölbreyttri þjónustu. Atvinnuvegir Á Hornafirði eru starfrækt öflug sjávar- útvegsfyrirtæki sem skapa undirstöðu þeirrar velmegunar sem almennt ríkir á staðnum. Nýtísku fiskiskip færa verðmæt- an afla að landi allan ársins hring og er Höfn meðal annars þekkt sem verstöð fyrir humar- vertíð að vori og síldarvertíð að hausti. Fullkomin fiskiðjuver vinna aflann og selja innanlands og utan og hefur hróður horn- firskra sjávarafurða borist víða. Fiskiskipa- höfnin iðar af lífi frá morgni til kvölds og gestir verða gagnteknir af þeirri stemn- ingu sem þar ríkir. Í Sveitarfélaginu Hornafirði er stundað- ur öflugur landbúnaður og eru aðalfram- leiðsluvörur bænda mjólk og kindakjöt auk nauta- og svínakjöts. Afurðastöð þeirra, sláturhúsið, er fullkomið og hrein- legt og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenn- ingar. Ferðaþjónusta Á Hornafirði og í nágrenni er rekin öflug þjónusta við ferðamenn. Gisting býðst á hótelum, sveitabæjum og á vel búnum tjaldsvæðum, matreiðslumenn bera fram rétti úr fersku og fjölbreyttu hrá- efni og nálægð stærsta jökuls Evrópu, Vatnajökuls, býður upp á óþrjótandi mögu- WWW. KAFFIHORN.IS

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.