Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri árið 1909 og það 27. verður haldið í sumar á Selfossi. Síðasta Landsmót var haldið árið 2009 á Akureyri en þá voru liðin100 ár frá því að þar var fyrst haldið Landsmót. Landsmót hefur aðeins einu sinni áður verið haldið á Selfossi en það var árið 1978. Landsmótin eru jafnan stærstu og glæsilegustu íþróttamót sem hal- din eru á landinu hverju sinni. 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi: Metnaðarfull uppbygging á Selfossi Landsmótið á Selfossi Mikill undirbúningur hefur verið vegna mótsins. Mikil og metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja hefur orðið á Selfossi og það er óhætt að segja að sú aðstaða sem keppendum verður boðið upp á á þessu móti sé ein sú allra besta á landinu. Sveitarfélagið Árborg hefur unnið ötullega að þessari upp- byggingu og lagt sitt á vogarskálarnar til að gera mótið sem allra glæsilegast. Mótshaldari Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, var stofnað í Hjálmholti 14. maí 1910 en innan þess voru þá 19 ungmennafélög með 810 félagsmönnum. HSK hélt fyrsta héraðsmót sitt í Þjórsártúni 9. júlí 1910 og þar var m.a. keppt um veglegan silfurskjöld, Skarphéðinsskjöld- inn, sem sigurvegarinn í glímu hlaut og enn er keppt um. Þetta var upphafið að farsælu mótahaldi HSK sem hefur staðið óslitið síðan. Í dag eru haldin um 60 héraðsmót í 17 mis- munandi íþróttagreinum og þá hefur HSK tekið að sér framkvæmd ýmissa stórmóta, nú síðast 15. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Selfossi um síðustu verslunar- mannahelgi. Landsmót ungmennafélaganna hafa sex sinnum verið haldin á sambandssvæðinu, í Haukadal 1940, í Hveragerði 1949, á Þingvöll- um 1957, á Laugarvatni 1965, á Selfossi 1978 og á Laugarvatni 1994. Þá hafa tvö Unglinga- landsmót UMFÍ verið haldin á vegum HSK, í Þorlákshöfn 2008 og á Selfossi 2012. Undir merkjum HSK og félaganna hafa þúsundir sunnlenskra ungmennafélaga stundað íþróttir, skógrækt, leiklist og sam- komuhald svo að eitthvað sé nefnt. Óhætt er að telja HSK með sína fjölbreyttu æskulýðs- og íþróttastarfsemi einn af hornsteinum mannlífs á Suðurlandi. Í dag eru 59 aðildar- félög innan HSK. Um er að ræða 24 ung- mennafélög, 13 golfklúbba, 7 hestamanna- félög, 6 íþróttafélög, 3 knattspyrnufélög, 2 akstursíþróttafélög, 2 skotíþróttafélög, 1 karatefélag og 1 körfuknattleiksfélag. Félagsmenn eru samtals 17 þúsund og íþróttaiðkendur rúmlega 15 þúsund. Flestir iðkendur eru í golfi og þar á eftir koma hesta- íþróttir og knattspyrna. Hjá sambandinu eru 27 nefndir, stjórnir og ráð starfandi sem m.a. vinna að íþróttum, félagsmálum og útbreiðslustörfum. Keppendur Á Landsmót UMFÍ koma saman félagar úr ungmennafélags- og íþróttahreyfingunni og reyna með sér í fjölbreyttum íþróttagreinum sem og svokölluðum starfsíþróttum. Aðeins er keppt í einum aldursflokki á mótinu og þar takast þeir bestu á í mörgum greinum. Hver keppnisaðili hefur heimild til að senda ákveðinn fjölda keppnisliða og einstaklinga til keppni samkvæmt reglugerð. Á síðasta Landsmóti, sem var haldið 2009, voru keppendur um 2.000 talsins. Búist er við álíka þátttöku á mótinu á Selfossi. Keppnisgreinar Alls verða keppnisgreinar á Landsmótinu á Selfossi 25 talsins. Keppt er í einum aldurs- flokki en bæði í karla- og kvennagreinum. Keppnisgreinarnar eru mjög fjölbreyttar og keppnin verður án efa mjög skemmtileg í alla staði. Keppnisgreinarnar eru: Badminton, blak, boccia, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsíþróttir, glíma, golf, götu- hlaup 10 km, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna, kraftlyft- ingar, körfuknattleikur, mótocross, pútt, skák, skotfimi, starfsíþróttir, sund og taekwondo. Það héraðssamband eða íþróttabandalag sem fær samanlagðan mestan stigafjölda er sigurvegari mótsins og hlýtur nafnbótina landsmótsmeistari. Keppnissvæði Öll keppnissvæðin eru á Selfossi eða í allra næsta nágrenni. Aðalkeppnissvæðið er í hjarta Selfoss en þar eru frjálsíþróttavöllur, knattspyrnuvellir, íþróttahús og sundlaug ásamt skólahúsnæði. Dagskrá mótsins Landsmótið hefst fimmtudaginn 4. júlí n.k. með keppni í nokkrum íþróttagreinum. Íþróttakeppnin, sem er uppistaða mótsins, heldur síðan áfram á föstudegi en aðalþungi keppninnar verður á laugardag og sunnudag. Mótssetning verður á Selfossvelli, föstudags- kvöldið 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verða upp úr miðjum sunnudegi. Ýmsir viðburðir fyrir utan sjálfa íþróttakeppnina verða á Selfossi þessa daga, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Gisting keppenda og gesta Búið er að útbúa 12 hektara tjaldsvæði í útjaðri Selfoss. Tjaldsvæðið er mjög vel úr garði gert, með rennandi vatni og snyrting- um og eins hafa allir gestir aðgang að raf- magni. Öllum keppnisliðum er jafnframt boðið upp á gistingu í skólastofum sem eru við aðalkeppnissvæðið. Sjálfboðaliðar Nánast allur undirbúningur við mótið og framkvæmd þess er unninn af sjálfboðalið- um. Áætlaður fjöldi þeirra er um 600 talsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.