Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Stefnumótandi ráðstefna um Landsmót UMFÍ var haldin á Hótel Húsavík 11. maí sl. Ráðstefnan var opin öllum og voru þátttak- endur víðs vegar að af landinu. Á sam- bandsráðsfundinum á Kirkjubæjarklaustri í fyrrahaust var ákveðið að halda ráðstefnu þar sem framtíðarstefna um landsmót UMFÍ yrði tekin fyrir. Fundurinn á Húsavík tókst vel og komu fram margar góðar tillögur um framkvæmd mótanna. Þakkir til HSK-fólks „Það lítur út fyrir að markmið þessa fund- ar hafi náðst. Maður heyrir að það hafi farið fram mikil og góð umræða í hópun- um um Landsmótin okkar. Það var frábært að hittast og vinna vel eins og gert var en það er eðli góðra verka að meta þau reglu- lega og finna hvað er gott og hvað má betur fara. Það var þarft að koma saman og koma með tillögur sem eiga síðan eftir að koma þessum mótum í góðar þarfir í framtíðinni,“ sagði Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, eftir ráðstefnuna. Helga Guðrún sagðist vilja koma á fram- færi þakkir til HSK-fólks fyrir að hafa komið með tillögu um að halda ráðstefnu um þetta efni. „Nú verða niðurstöður þessarar ráðstefnu teknar saman. Stjórnin fær þær í hendurn- ar og við munum síðan skila af okkur á þinginu í haust. Mér heyrast margar góðar tillögur komnar fram. Vonandi eiga þær eftir að nýtast okkur sem hjálpar okkur síðan til að þróa þessi glæsilegu verkefni áfram og gera þau enn betri,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir einnig. Nauðsynlegt málþing Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, tók í sama streng og sagði að sér hefði fundist fundurinn hafa tekist afar vel. Það hefði verið mjög þarft að halda hann og nú verði að halda vinnunni áfram. „Við sjáum að við náum mjög góðum árangri með Landsmót 50+ og Unglinga- landsmótin en við verðum að vinna enn betur með stóra Landsmótið. Dagurinn í heild sinni tókst mjög vel,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir. Jóhanna sagði að á þessum tímapunkti hefði verið nauðsynlegt að halda þetta málþing. Þátttakendurnir hefðu unnið góða vinnu í hópavinnunni sem ætti eftir að nýtast vel í framtíðinni. „Við þurfum að hittast reglulega til þess að gera gott starf enn betra. Það var gott og vant fólk sem vann í hópavinnunni. Við þurfum líka að stefna að því að vinna með unga fólkinu sem tekur þátt í Unglinga- landsmótinu og fá hugmyndir frá því fyrir þingið í haust. Ég held að við eigum eftir að koma með góðar tillögur til þings UMFÍ í haust,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, for- maður HSÞ. Stefnumótandi ráðstef na um Landsmót UMFÍ Góðar tillögur sem eiga eftir að nýtast vel Svipmyndir frá stefnu- mótunarráðstefnu UMFÍ sem haldin var á Húsavík. Velkomin á 16. Unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði verslunarmannahelgina 2.–4. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.