Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 ingalandsliðsþjálfara. Á þessu ári hafa verið haldnar fjórar æfingabúðir á Hvolsvelli, en í þær sóttu lið frá HK, KR, Garpi, Heklu, BH og Dímoni. Æfingabúðirnar hafa gefið góða raun og iðkendur sýnt miklar framfarir. Fimleikadeild var stofnuð í október 1999. Þá höfðu fimleikar verið iðkaðir frá ár- inu áður og þátttakan verið það góð að ástæða þótti til að stofna deild utan um starf- ið. Í ársskýrslu félagsins frá 1998 kemur fram að iðkendur voru 39, en í dag eru þeir um 80 talsins. Ekki hefur verið tekinn þáttur í mót- um hin síðari ár en nú verður vonandi breyt- ing þar á með tilkomu nýrrar loftdýnu og trampólíns. Árlega hefur verið farið í heim- sókn í æfingahúsnæði Gerplu og Selfoss. Frjálsíþróttadeild Dímonar, sem var stofnuð 23. september 1997, hefur verið öflug frá upphafi og m.a. staðið fyrir fjölda frjálsíþróttamóta á Hvolsvelli. Félagar á veg- um deildarinnar hafa einnig verið duglegir að taka þátt í HSK-mótum og meistaramót- um FRÍ. Í vetur tók Dímon þátt í Meistaramóti Íslands 11–14 ára, en þar átti félagið stóran hóp keppenda í HSK-liðinu sem sigraði mót- ið eftirminnilega í fyrsta skipti. Frjálsíþróttadeildin hefur í nokkur ár haldið páskabingó við góðar undirtektir heima- manna. Þá hefur deildin séð um leikjanám- skeið á sumrin, en þau hafa staðið yfir í sex vikur í formi þriggja tíu daga námskeiða. Námskeiðin hafa verið fjölbreytt og margir fengnir til að koma með eða sjá um efni á námskeiðinu. Þátttakan á námskeiðunum hefur verið mjög góð. Deildin hefur séð um íþróttaskóla fjögurra til sex ára barna sem haldin er einu sinni í viku á veturna. Iðkend- ur í frjálsum eru nú 115 talsins. Glímudeild. Skólaárið 1993–94 var Ólafur Elí Magnússon ráðinn íþróttakennari við Grunnskólann að Skógum. Um miðjan vetur setti Glímusambandið sig í samband við Grunnskólann að Skógum og óskaði eftir að þjálfari á vegum þeirra fengi að koma og kynna nemendum skólans þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, glímuna. Vel var tekið í þessa bón og nokkru seinna kom Ingibergur Sigurðsson, glímukappi og margfaldur Íslandsmeistari, í heimsókn í íþróttatíma. Nemendur Grunn- skólans að Skógum voru þá um 20 talsins og fengu þeir allir góða og drífandi tilsögn hjá Ingibergi. Íþróttakennarinn Ólafur Elí varð fyrir merki- legri upplifun því þarna fann hann og sá að glíman var íþrótt sem hann taldi sig geta fylgt eftir og þjálfað. Eftir þessa heimsókn Ingi- bergs hóf Ólafur Elí að æfa glímu með krökk- unum í barnaskólunum að Skógum og á Heimalandi. Það kom Ólafi á óvart hversu mikinn áhuga krakkarnir höfðu á íþróttinni. Árið 1995 hóf Ólafur Elí kennslu við Hvols- skóla og byrjaði hann þá með æfingar í glímu á vegum Ungmennafélagsins Baldurs á Hvols- velli. Fyrstu tvö árin voru æfingar stundaðar í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Einnig voru nokkrar æfingar haldnar í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum. Með tilkomu nýs íþrótta- húss á Hvolsvelli, sem tekið var í notkun árið Að neðan til vinstri: Bergrún Linda Björg- vinsdóttir, borðtenn- ismaður HSK og marg- faldur Íslandsmeistari. Til hægri: Krakkar við sundlaugina og stelp- ur að teygja eftir fim- leikaæfingu. Frá sundmóti í sundlauginni á Hvolsvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.