Skinfaxi - 01.06.2013, Side 35
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35
ingalandsliðsþjálfara. Á þessu ári hafa verið
haldnar fjórar æfingabúðir á Hvolsvelli, en í
þær sóttu lið frá HK, KR, Garpi, Heklu, BH og
Dímoni. Æfingabúðirnar hafa gefið góða raun
og iðkendur sýnt miklar framfarir.
Fimleikadeild var stofnuð í október
1999. Þá höfðu fimleikar verið iðkaðir frá ár-
inu áður og þátttakan verið það góð að
ástæða þótti til að stofna deild utan um starf-
ið. Í ársskýrslu félagsins frá 1998 kemur fram
að iðkendur voru 39, en í dag eru þeir um 80
talsins. Ekki hefur verið tekinn þáttur í mót-
um hin síðari ár en nú verður vonandi breyt-
ing þar á með tilkomu nýrrar loftdýnu og
trampólíns. Árlega hefur verið farið í heim-
sókn í æfingahúsnæði Gerplu og Selfoss.
Frjálsíþróttadeild Dímonar, sem
var stofnuð 23. september 1997, hefur verið
öflug frá upphafi og m.a. staðið fyrir fjölda
frjálsíþróttamóta á Hvolsvelli. Félagar á veg-
um deildarinnar hafa einnig verið duglegir
að taka þátt í HSK-mótum og meistaramót-
um FRÍ. Í vetur tók Dímon þátt í Meistaramóti
Íslands 11–14 ára, en þar átti félagið stóran
hóp keppenda í HSK-liðinu sem sigraði mót-
ið eftirminnilega í fyrsta skipti.
Frjálsíþróttadeildin hefur í nokkur ár haldið
páskabingó við góðar undirtektir heima-
manna. Þá hefur deildin séð um leikjanám-
skeið á sumrin, en þau hafa staðið yfir í sex
vikur í formi þriggja tíu daga námskeiða.
Námskeiðin hafa verið fjölbreytt og margir
fengnir til að koma með eða sjá um efni á
námskeiðinu. Þátttakan á námskeiðunum
hefur verið mjög góð. Deildin hefur séð um
íþróttaskóla fjögurra til sex ára barna sem
haldin er einu sinni í viku á veturna. Iðkend-
ur í frjálsum eru nú 115 talsins.
Glímudeild. Skólaárið 1993–94 var
Ólafur Elí Magnússon ráðinn íþróttakennari
við Grunnskólann að Skógum. Um miðjan
vetur setti Glímusambandið sig í samband
við Grunnskólann að Skógum og óskaði eftir
að þjálfari á vegum þeirra fengi að koma og
kynna nemendum skólans þjóðaríþrótt okkar
Íslendinga, glímuna. Vel var tekið í þessa bón
og nokkru seinna kom Ingibergur Sigurðsson,
glímukappi og margfaldur Íslandsmeistari,
í heimsókn í íþróttatíma. Nemendur Grunn-
skólans að Skógum voru þá um 20 talsins og
fengu þeir allir góða og drífandi tilsögn hjá
Ingibergi.
Íþróttakennarinn Ólafur Elí varð fyrir merki-
legri upplifun því þarna fann hann og sá að
glíman var íþrótt sem hann taldi sig geta fylgt
eftir og þjálfað. Eftir þessa heimsókn Ingi-
bergs hóf Ólafur Elí að æfa glímu með krökk-
unum í barnaskólunum að Skógum og á
Heimalandi. Það kom Ólafi á óvart hversu
mikinn áhuga krakkarnir höfðu á íþróttinni.
Árið 1995 hóf Ólafur Elí kennslu við Hvols-
skóla og byrjaði hann þá með æfingar í glímu
á vegum Ungmennafélagsins Baldurs á Hvols-
velli. Fyrstu tvö árin voru æfingar stundaðar í
félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Einnig
voru nokkrar æfingar haldnar í Gunnarshólma
í Austur-Landeyjum. Með tilkomu nýs íþrótta-
húss á Hvolsvelli, sem tekið var í notkun árið
Að neðan til vinstri:
Bergrún Linda Björg-
vinsdóttir, borðtenn-
ismaður HSK og marg-
faldur Íslandsmeistari.
Til hægri: Krakkar við
sundlaugina og stelp-
ur að teygja eftir fim-
leikaæfingu.
Frá sundmóti í sundlauginni á Hvolsvelli.