Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 92. ársþing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar, UMSE, var hald- ið í Valsárskóla á Svalbarðsströnd 16. mars sl. Á þinginu voru lagð- ar fram ýmsar reglugerða- og lagabreytingar. Auk þess lágu fyrir þinginu tillögur sem munu móta starf sambandsins næsta árið. Ákveðið var að breyta reglu- gerð um afreksmannasjóð. Ein breyting varð í stjórn sambands- ins; Kristín Hermannsdóttir hætti sem varaformaður og við starfi hennar tók Edda Kamilla Örnólfs- dóttir. Bolli Gunnarsson, stjórnar- maður í Ungmennafélagi Íslands, ávarpaði þingið og sæmdi Kristínu Bjarnadóttur starfsmerki Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar: Stefnumótunarvinnu verði lokið á næsta ári UMFÍ. Íþróttamaður UMSE var kjörinn Agnar Snorri Stefáns- son hestaíþróttamaður. Félags- málabikar UMSE hlaut Hesta- mannafélagið Hringur. „Þetta var gott þing og það var gaman að sjá hve stór hluti þingfulltrúa var að mæta á sitt fyrsta þing. Við erum byrjuð á stefnumótunarvinnu sem stefnt er að ljúka fyrir næsta þing að ári. Það er mikill áhugi fyrir því hjá okkur að fá að halda eitt- hvað af Landsmótum UMFÍ og við munum halda áfram að sækja um,“ sagði Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, í samtali við Skinfaxa. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarð- ar, UMSS, var haldið 17. mars sl. í félags- heimilinu Melsgili í Staðarhreppi. Á þing- inu var Jón Daníel Jónsson kjörinn for- maður sambandsins en Sigurjón Leifs- son gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Bolli Gunnarsson, stjórnarmaður í Ungmenna- félagi Íslands, flutti ávarp á ársþinginu og sæmdi Kára Marísson körfuboltafrömuð starfsmerki UMFÍ. Unglingalandsmótið 2014 er stærsta verkefnið „Mér líst vel á að taka við þessu starfi og það blasir við nóg af verkefnum. Ég er Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar: Jón Daníel Jónsson kjörinn formaður UMSS viss um að þetta er spennandi starf en eitt stærsta verkefnið, sem bíður okkar, er tví- mælalaust Unglingalandsmótið sem verð- ur haldið á Sauðárkróki sumarið 2014,“ sagði Jón Daníel Jónsson, nýkjörinn for- maður, sem hafði áður setið í eitt ár í stjórn sambandsins og í nokkur ár í aðalstjórn Tindastóls. Í nýrri stjórn UMSS sitja Jón Daníel Jóns- son, formaður, Rúnar Vífilsson, gjaldkeri, Guðmundur Þór Elíasson, varaformaður, Heiðrún Jakobínudóttir, ritari, og Guðríður Magnúsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigurjón Leifsson, Gunnar Þór Gests- son og Haraldur Þór Jóhannsson. Frá afhendingu viðurkenn- inga á ársþingi UMSE. Jón Daníel Jónsson var kjörinn formað- ur UMSS á þingi sambandsins. Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stóð fyrir umhverfisdegi 27. apríl sl. Stjórnar- menn deilda félagsins komu saman og hreinsuðu upp rusl í kringum íþrótta- svæði sín. Dagurinn tókst vel og nokkuð af rusli féll til. Að endingu var efnt til grill- veislu þar sem formaður félagsins grillaði hamborgara fyrir það duglega fólk sem tók þátt í verkefninu. Markmið félagsins er að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félags- ins, þau séu snyrtileg og öllum til sóma. Félagið vill sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félags- mönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Umhverfisdagurinn er haldinn í sam- starfi við Víkurfréttir, Samkaup og um- hverfissvið Reykjanesbæjar sem leggur til ruslapoka og fargar því rusli sem safnast eftir þessa tiltekt. Aðalstjórn Keflavíkur vill þakka stjórnarmönnum og öðrum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni. Einnig er samstarfsaðilum þakkað fyrir góða sam- vinnu. Umhverfisdagur hjá Keflavík Frá umhverfisdeginum sem Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stóð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.