Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 38

Skinfaxi - 01.06.2013, Side 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 92. ársþing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar, UMSE, var hald- ið í Valsárskóla á Svalbarðsströnd 16. mars sl. Á þinginu voru lagð- ar fram ýmsar reglugerða- og lagabreytingar. Auk þess lágu fyrir þinginu tillögur sem munu móta starf sambandsins næsta árið. Ákveðið var að breyta reglu- gerð um afreksmannasjóð. Ein breyting varð í stjórn sambands- ins; Kristín Hermannsdóttir hætti sem varaformaður og við starfi hennar tók Edda Kamilla Örnólfs- dóttir. Bolli Gunnarsson, stjórnar- maður í Ungmennafélagi Íslands, ávarpaði þingið og sæmdi Kristínu Bjarnadóttur starfsmerki Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar: Stefnumótunarvinnu verði lokið á næsta ári UMFÍ. Íþróttamaður UMSE var kjörinn Agnar Snorri Stefáns- son hestaíþróttamaður. Félags- málabikar UMSE hlaut Hesta- mannafélagið Hringur. „Þetta var gott þing og það var gaman að sjá hve stór hluti þingfulltrúa var að mæta á sitt fyrsta þing. Við erum byrjuð á stefnumótunarvinnu sem stefnt er að ljúka fyrir næsta þing að ári. Það er mikill áhugi fyrir því hjá okkur að fá að halda eitt- hvað af Landsmótum UMFÍ og við munum halda áfram að sækja um,“ sagði Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, í samtali við Skinfaxa. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarð- ar, UMSS, var haldið 17. mars sl. í félags- heimilinu Melsgili í Staðarhreppi. Á þing- inu var Jón Daníel Jónsson kjörinn for- maður sambandsins en Sigurjón Leifs- son gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Bolli Gunnarsson, stjórnarmaður í Ungmenna- félagi Íslands, flutti ávarp á ársþinginu og sæmdi Kára Marísson körfuboltafrömuð starfsmerki UMFÍ. Unglingalandsmótið 2014 er stærsta verkefnið „Mér líst vel á að taka við þessu starfi og það blasir við nóg af verkefnum. Ég er Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar: Jón Daníel Jónsson kjörinn formaður UMSS viss um að þetta er spennandi starf en eitt stærsta verkefnið, sem bíður okkar, er tví- mælalaust Unglingalandsmótið sem verð- ur haldið á Sauðárkróki sumarið 2014,“ sagði Jón Daníel Jónsson, nýkjörinn for- maður, sem hafði áður setið í eitt ár í stjórn sambandsins og í nokkur ár í aðalstjórn Tindastóls. Í nýrri stjórn UMSS sitja Jón Daníel Jóns- son, formaður, Rúnar Vífilsson, gjaldkeri, Guðmundur Þór Elíasson, varaformaður, Heiðrún Jakobínudóttir, ritari, og Guðríður Magnúsdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigurjón Leifsson, Gunnar Þór Gests- son og Haraldur Þór Jóhannsson. Frá afhendingu viðurkenn- inga á ársþingi UMSE. Jón Daníel Jónsson var kjörinn formað- ur UMSS á þingi sambandsins. Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stóð fyrir umhverfisdegi 27. apríl sl. Stjórnar- menn deilda félagsins komu saman og hreinsuðu upp rusl í kringum íþrótta- svæði sín. Dagurinn tókst vel og nokkuð af rusli féll til. Að endingu var efnt til grill- veislu þar sem formaður félagsins grillaði hamborgara fyrir það duglega fólk sem tók þátt í verkefninu. Markmið félagsins er að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félags- ins, þau séu snyrtileg og öllum til sóma. Félagið vill sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félags- mönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Umhverfisdagurinn er haldinn í sam- starfi við Víkurfréttir, Samkaup og um- hverfissvið Reykjanesbæjar sem leggur til ruslapoka og fargar því rusli sem safnast eftir þessa tiltekt. Aðalstjórn Keflavíkur vill þakka stjórnarmönnum og öðrum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni. Einnig er samstarfsaðilum þakkað fyrir góða sam- vinnu. Umhverfisdagur hjá Keflavík Frá umhverfisdeginum sem Keflavík íþrótta- og ungmennafélag stóð fyrir.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.