Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 49

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 49
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 49 Sértu hress og fróðleiksfús fjöri skaltu dreifa. Farðu strax á 50+ ferskan búk að hreyfa. Við byrjum að þessu sinni á skemmti- legri og viðeigandi stöku. Hana sendi hagyrðingur sem kallar sig 3S. Mig grunar að hann hafi mætt á Landsmót UMFÍ 50+ sem var á dögunum í Vík í Mýrdal. Við hvetjum alla til að vera á tánum og yrkja t.d. um landsmótin, héraðsmót eða hvaðeina sem getur verið tilefni stökugerðar. Þegar aldurinn færist yfir, er um að gera að halda sér gangandi með reglu- legri hreyfingu. Þrátt fyrir góða heilsu þá er nánast óhjákvæmilegt fyrir flesta að kíkja á doktorinn annað slagið, eins og Ármann Þorgrímsson kynntist á dögunum en þá þurfti hann að leggjast undir hnífinn eins og hann orðaði það. Þá varð til þessi staka: Heilsufar er heldur slæmt, á hugann sækja daprar kenndir, aldrei sá á afturkvæmt sem undir manna hendur lendir. Vísnaþáttur Höskuldur Búi Jónsson Ármann átti þó afturkvæmt og fékk læknirinn þessa stöku að launum: Ennþá hækkar aldur minn, áfram veginn miðar, þér tókst ekki í þetta sinn að þoka mér til hliðar. Í seinasta þætti setti ég fram nokkra fyrriparta og óskaði eftir botnum. Nokkrir bárust þættinum, en ekki er hægt að birta þá alla: Mikið vísnamaraþon mætir vilja yrkja. Heitum á Jónas Hallgrímsson hugann til að styrkja. Hér var það Jón Ívarsson sem botnaði. Sífellt hærra sólin rís, syngur nærri spóinn. Landsmót núna landinn kýs, lifna tekur Flóinn. Hér var það áðurnefndur 3S sem botn- aði og minnti um leið á Landsmót UMFÍ á Selfossi sem haldið verður 4.–7. júlí. Seinni fyrriparturinn hér að ofan er með innrími – en þar ríma saman hærr(a) og nærr(i). Enginn af þeim sem sendu inn botn að þessu sinni klár- uðu vísuna á þann hátt, en þá yrði vísan hringhend. Einn af okkar færustu hring- hendusmiðum, Sigmundur Benedikts- son, gaf út tvær ljóðabækur í fyrra. Í fyrri bókinni, Þegar vísan verður til, má finna margar góðar hringhendur og meðal annars þessa um stökuna: Meðan vakir óðsnilld ein og andartakið bálar, breiðir stakan björt og hrein blóm á akur sálar. Hér eru svo tveir fyrripartar: Þar sem fólkið fagnar þér flestir kalla heima. Landsmót kæta, ljúf og mæt lífsins bæta gæði. Ég hvet sem flesta til að botna þessa fyrriparta og senda þættinum, auk frum- ortra vísna. Hægt er að senda efni á Skinfaxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á hoskibui@gmail.com. Kvæðakveðja Höskuldur Búi Jónsson KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.