Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ungmennavika
NSU (Nordisk
Samorganisation
for Ungdoms-
arbejde) Pano-
rama of Youth
– var haldin á
Sólheimum dag-
ana 1.–8. júlí sl. Þema vikunnar var víð-
sýni, samvinna, traust og umburðarlyndi
en þessa þætti var unnið með í gegnum
íþróttir og leik. Markmiðið var að auka
víðsýni þátttakenda hvað varðar ólíka
einstaklinga og auka umburðarlyndi
gagnvart skoðunum annarra. Unnið var
með „non-formal education“-nálgun
eða óformlegt nám og því skipuðu
Ungmennavika NSU á Íslandi:
Víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi
hreyfing, útivera og vettvangsferðir stóran
sess í dagskrá vikunnar. UMFÍ og NSU eru
þátttakendur í MOVE WEEK-herferð sem
ISCA (International Sport and Culture
Association) stendur fyrir. MOVE WEEK
er herferð sem ISCA ætlar sér að verði
stærra verkefni á næstu árum. Árið 2012
var tekið til undirbúnings fyrir árin sem
eftir koma og markmiðið er að árið
2020 verði 100 milljónir fleiri Evrópu-
búa farnir að hreyfa sig reglulega.
Þátttakendur í ungmennaviku fá
þjálfun í að skipuleggja, halda utan um
og framkvæma viðburði sem hvetja
fólk til þátttöku og hreyfingar sér til
heilsubótar. Þátttakendur munu vinna
áfram með verkefni sín eftir ungmenna-
vikuna í samstarfi við UMFÍ.
– Gisting og veitingar í fallegu umhverfi
– Íslensk sveitasæla eins og hún gerist best
– Íslenskur heimilismatur í boði
Selfossi
4.–7. júlí 2013
Höfn í Hornafirði
2.–4. ágúst 2013