Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 leika til útivistar og afþreyingar auk þess sem náttúrufar Austur-Skaftafellssýslu er að öðru leyti víðfrægt fyrir ótrúlega fjöl- breytni. Meðal náttúruperla í héraðinu er þjóðgarðurinn í Skaftafelli, friðlýst svæði í Lónsöræfum og hið sérstæða Jökulsárlón. Veðurfar Veðurfarslega hefur Suðausturland talsverða sérstöðu m.v. aðra landshluta. Þar er hlýrra og langtum meiri úrkoma að meðaltali en víðast hvar í öðrum lands- hlutum enda í nágrenni við eitt mesta úr- komusvæði landsins sem myndað hefur Vatnajökul. Þrátt fyrir það er Hornafjörður líklega snjóléttasta svæði landsins að Vest- mannaeyjum undanskildum og munar Í ÞÍNUM SPORUM Stöndum saman gegn einelti www.gegneinelti.is miklu á snjóalögum í Skaftafellssýslum og norðanverðum Austfjörðum. Fjöldi daga, þar sem er alskýjað, er svipaður á Horna- firði og Reykjavík en Hornfirðingar hafa vinninginn þegar heiðskírir dagar á ári eru skoðaðir, 33 á móti 19 í Reykjavík. Ársmeðal- hiti á Hornafirði er ívið hærri en í Reykjavík og Akureyri. Söfn, listir og menning Huldusteinn – Steinasafn, Hafnarbraut 11. Opið kl. 14.00–21.00 alla daga, opnað utan auglýsts opnunartíma ef óskað er. Sími 478 2240, www.huldusteinn.is Jöklasýning, Hafnarbraut 30. Jöklasýn- ingin ÍS-land á Höfn er opin yfir sumar- tímann en hægt er að opna fyrir hópa yfir vetrartímann. Opið maí til september kl. 10.00–18.00. Utan þess tíma er opið eftir umtali. Sími 478 2665, www.is-land.is Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Öll menningarstarfsemi sveitarfélagsins heyrir undir Menningarmiðstöð Hornafjarðar og fer starfsemin fram í húsum í eigu sveitar- félagsins, s.s. Pakkhúsinu, Gömlubúð og Nýheimum en einnig víðar; í félagsheimil- um, kirkjum, veitingahúsum, vöruhúsinu o.s.frv. Litlubrú 2, Nýheimum. Opið mánu- daga – fimmtudaga kl.11.00–19.00 og föstudaga kl. 11.00–17.00. Sími 470-8050, www.hornafjordur.is/menningarmidstod. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund. Þar eru sýn- ingar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs. Í Þórbergssetri er fjöl- breytt menningarstarfsemi, safn, minja- gripasala og veitingahús. Þórbergssetur er opið 15. maí – 1. október kl. 9.00–21.00. Vinsamlega hafið samband ef um sér- stakar heimsóknir er að ræða. Sími 478-1078, www.thorbergssetur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.